Tíðindalaust á sáttafundum í morgun Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2019 12:41 Frá fyrri fundi verkalýðsfélaganna með fulltrúm atvinnurekenda og ríkissáttasemjara í Borgartúni. Vísir/Vilhelm Félagsdómur kveður upp dóm klukkan eitt í dag í kæru Samtaka atvinnulífsins á boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar sem ættu að óbreyttum að hefjast á morgun. Tíðindalaust var á sáttafundum í Karphúsinu í morgun. Forystufólk Eflingar, verkalýðsfélaganna á Akranesi og í Grindavík og VR komu til fundar með forystu Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun og stóð fundurinn yfir í um klukkustund án þess að niðurstaða fengist. Þá standa enn yfir daglangir fundir Samtaka atvinnulífsins með viðræðunefnd sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og samkvæmt heimildum fréttastofu er reiknað með að þeir haldi áfram inn í helgina. Samningafólk verst allra frétta enda hefur ríkissáttasemjari farið fram á að það ræði ekki stöðuna í viðræðunum við fjölmiðla. Þá bíður forystufólk verkalýðsfélaganna fjögurra og Samtaka atvinnulífsins eftir dómi félagsdóms sem kemur saman klukkan eitt til að kveða upp dóm vegna kæru Samtaka atvinnulífsins á framkvæmd verkfallsboðunar Eflingar. Dæmi félagsdómur Eflingu í vil mun verkfall ræðstingarfólks á hótelum og veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands klukkan tíu í fyrramálið og standa til miðnættis annað kvöld. Ef dómurinn fellst á kæru Samtaka atvinnulífsins verður ekkert af þessum aðgerðum á morgun. Hins vegar stendur yfir atkvæðagreiðsla hjá félagsmönnum í Eflingu og VR um röð verkfallsaðgerða sem hefst með eins dags verkfalli hinn 18. mars og síðan taka við tveggja til þriggja daga verkföll fram til 1. maí þegar ótímabundin vinnustöðvun myndi hefjast. Hjá VR hefur kjörsókn verið góð og nú þegar hafa nógu margir greitt atkvæði að sögn forystu félagsins til að atkvæðagreiðslan sé gild. Dómsmál Kjaramál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Félagsdómur kveður upp dóm klukkan eitt í dag í kæru Samtaka atvinnulífsins á boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar sem ættu að óbreyttum að hefjast á morgun. Tíðindalaust var á sáttafundum í Karphúsinu í morgun. Forystufólk Eflingar, verkalýðsfélaganna á Akranesi og í Grindavík og VR komu til fundar með forystu Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun og stóð fundurinn yfir í um klukkustund án þess að niðurstaða fengist. Þá standa enn yfir daglangir fundir Samtaka atvinnulífsins með viðræðunefnd sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og samkvæmt heimildum fréttastofu er reiknað með að þeir haldi áfram inn í helgina. Samningafólk verst allra frétta enda hefur ríkissáttasemjari farið fram á að það ræði ekki stöðuna í viðræðunum við fjölmiðla. Þá bíður forystufólk verkalýðsfélaganna fjögurra og Samtaka atvinnulífsins eftir dómi félagsdóms sem kemur saman klukkan eitt til að kveða upp dóm vegna kæru Samtaka atvinnulífsins á framkvæmd verkfallsboðunar Eflingar. Dæmi félagsdómur Eflingu í vil mun verkfall ræðstingarfólks á hótelum og veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands klukkan tíu í fyrramálið og standa til miðnættis annað kvöld. Ef dómurinn fellst á kæru Samtaka atvinnulífsins verður ekkert af þessum aðgerðum á morgun. Hins vegar stendur yfir atkvæðagreiðsla hjá félagsmönnum í Eflingu og VR um röð verkfallsaðgerða sem hefst með eins dags verkfalli hinn 18. mars og síðan taka við tveggja til þriggja daga verkföll fram til 1. maí þegar ótímabundin vinnustöðvun myndi hefjast. Hjá VR hefur kjörsókn verið góð og nú þegar hafa nógu margir greitt atkvæði að sögn forystu félagsins til að atkvæðagreiðslan sé gild.
Dómsmál Kjaramál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira