Möguleg brot í Seðlabankanum ekki komin til lögreglu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. mars 2019 06:15 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Mynd/Alþingi Hugsanleg brot á ákvæðum um þagnarskyldu sem kunna að hafa verið framin í aðdraganda húsleitar hjá fyrirtækinu Samherja árið 2012 eru ekki komin á borð lögreglu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þagnarskyldubrot eru fyrst kærð til lögreglu og fara svo eftir atvikum í ákæruferli hjá embætti héraðssaksóknara. Fyrir liggur hins vegar að héraðssaksóknari yrði vanhæfur til að fara með þetta tiltekna mál þar sem embætti sérstaks saksóknara tók þátt í hinni umdeildu húsleit með Seðlabankanum. Eins og fram kom á fundi umboðsmanns Alþingis með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær beindi hann því til forsætisráðherra að kalla þyrfti eftir upplýsingum um hver hafi verið hlutur starfs manna gjaldeyris eftir lits Seðlabankans í að upplýsa starfsmann Ríkisútvarpsins um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja árið 2012, hver hafi tekið ákvörðun um að veita þær upplýsingar og hver hafi verið að koma og vitneskja yfirstjórnar bankans um þessi samskipti við Ríkisútvarpið. Vísar umboðsmaður meðal annars til bókarinnar Gjaldeyriseftirlitið – Vald án eftirlits eftir Björn Jón Bragason en í henni kemur fram að Helgi Seljan fréttamaður hafi verið með umfjöllun í vinnslu um meint brot fyrirtækisins á gjaldeyrislöggjöfinni. Þegar ákvörðun um að framkvæma húsleit hjá fyrirtækinu lá fyrir hafi menn óttast að umfjöllun Helga Seljan kynni að eyðileggja þá rannsókn og því verið óskað eftir því við Sigmar Guðmundsson, umsjónarmann Kastljóss, að beðið yrði með umfjöllunina en í staðinn fengi RÚV fyrst allra fjölmiðla upplýsingar um hvenær farið yrði af stað með málið. Í bréfi umboðsmanns til forsætisráðherra kemur fram að upplýsingar sem hann hafi fengið frá ónafngreindum aðila gefi enn frekar ástæðu til að kanna hlut starfsmanna Seðlabankans í fyrrgreindri upplýsingagjöf. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Seðlabankinn Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Hugsanleg brot á ákvæðum um þagnarskyldu sem kunna að hafa verið framin í aðdraganda húsleitar hjá fyrirtækinu Samherja árið 2012 eru ekki komin á borð lögreglu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þagnarskyldubrot eru fyrst kærð til lögreglu og fara svo eftir atvikum í ákæruferli hjá embætti héraðssaksóknara. Fyrir liggur hins vegar að héraðssaksóknari yrði vanhæfur til að fara með þetta tiltekna mál þar sem embætti sérstaks saksóknara tók þátt í hinni umdeildu húsleit með Seðlabankanum. Eins og fram kom á fundi umboðsmanns Alþingis með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær beindi hann því til forsætisráðherra að kalla þyrfti eftir upplýsingum um hver hafi verið hlutur starfs manna gjaldeyris eftir lits Seðlabankans í að upplýsa starfsmann Ríkisútvarpsins um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja árið 2012, hver hafi tekið ákvörðun um að veita þær upplýsingar og hver hafi verið að koma og vitneskja yfirstjórnar bankans um þessi samskipti við Ríkisútvarpið. Vísar umboðsmaður meðal annars til bókarinnar Gjaldeyriseftirlitið – Vald án eftirlits eftir Björn Jón Bragason en í henni kemur fram að Helgi Seljan fréttamaður hafi verið með umfjöllun í vinnslu um meint brot fyrirtækisins á gjaldeyrislöggjöfinni. Þegar ákvörðun um að framkvæma húsleit hjá fyrirtækinu lá fyrir hafi menn óttast að umfjöllun Helga Seljan kynni að eyðileggja þá rannsókn og því verið óskað eftir því við Sigmar Guðmundsson, umsjónarmann Kastljóss, að beðið yrði með umfjöllunina en í staðinn fengi RÚV fyrst allra fjölmiðla upplýsingar um hvenær farið yrði af stað með málið. Í bréfi umboðsmanns til forsætisráðherra kemur fram að upplýsingar sem hann hafi fengið frá ónafngreindum aðila gefi enn frekar ástæðu til að kanna hlut starfsmanna Seðlabankans í fyrrgreindri upplýsingagjöf.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Seðlabankinn Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira