Rafvirki á Reyðarfirði lýsir því hvernig var að veikjast af mislingum Birgir Olgeirsson skrifar 6. mars 2019 19:13 Frá Reyðarfirði. Vísir „Það að vera með mislinga lýsir sér eins og maður sé með heiftarlega flensu,“ sagði rafvirkinn Svanur Freyr Jóhannsson í síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag. Svanur var í flugi Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn en á meðal farþega í þeirri vél var maður sem var smitaður af mislingum. Svanur ræddi við þáttastjórnendur síðdegisútvarps Rásar 2 í gegnum síma en hann liggur fyrir á heimili sínu á Reyðarfirði sem hann má ekki yfirgefa næstu þrjár vikurnar. Hann lýsti einkennunum í þættinum en þar sagði hann ekkert hafa fundið í fyrstu. Á fimmtudegi byrjar hann að finna fyrir flensueinkennum, á föstudeginum varð hann slappari en á föstudagskvöldinu var hann lagstur í rúmið. Laugardagurinn var skelfilegur og sunnudagurinn einnig þar sem hann fékk hita- og kuldaköst til skiptis. Á mánudeginum varð hann var við útbrot og mundi þá eftir bréf sem hann hafði fengið frá Sóttvarnalækni eftir að hafa verið í flugi með mislingasmituðum manni. Svanur sagðist hafa átt von á því að vera bólusettur en þegar hann kannaði málið kom í ljós að hann hafði verið bólusettur við átján mánaða aldur en ekki seinni sprautuna sem er veitt við tólf ára aldur. „Ég hef náttúrlega ekkert spáð í það, þannig að þetta fór eins og það fór,“ sagði Svanur. Hann hafði ekki áhyggjur af sjálfum sér, fjölskyldan er öll bólusett en enginn má koma í heimsókn. En hann bætti þó við að hann hefði verið víðförull um sveitarfélagið sem starfandi rafvirki og komið inn á allskonar heimili og látið lækni vita af því. Fjarðabyggð Heilbrigðismál Tengdar fréttir Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
„Það að vera með mislinga lýsir sér eins og maður sé með heiftarlega flensu,“ sagði rafvirkinn Svanur Freyr Jóhannsson í síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag. Svanur var í flugi Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn en á meðal farþega í þeirri vél var maður sem var smitaður af mislingum. Svanur ræddi við þáttastjórnendur síðdegisútvarps Rásar 2 í gegnum síma en hann liggur fyrir á heimili sínu á Reyðarfirði sem hann má ekki yfirgefa næstu þrjár vikurnar. Hann lýsti einkennunum í þættinum en þar sagði hann ekkert hafa fundið í fyrstu. Á fimmtudegi byrjar hann að finna fyrir flensueinkennum, á föstudeginum varð hann slappari en á föstudagskvöldinu var hann lagstur í rúmið. Laugardagurinn var skelfilegur og sunnudagurinn einnig þar sem hann fékk hita- og kuldaköst til skiptis. Á mánudeginum varð hann var við útbrot og mundi þá eftir bréf sem hann hafði fengið frá Sóttvarnalækni eftir að hafa verið í flugi með mislingasmituðum manni. Svanur sagðist hafa átt von á því að vera bólusettur en þegar hann kannaði málið kom í ljós að hann hafði verið bólusettur við átján mánaða aldur en ekki seinni sprautuna sem er veitt við tólf ára aldur. „Ég hef náttúrlega ekkert spáð í það, þannig að þetta fór eins og það fór,“ sagði Svanur. Hann hafði ekki áhyggjur af sjálfum sér, fjölskyldan er öll bólusett en enginn má koma í heimsókn. En hann bætti þó við að hann hefði verið víðförull um sveitarfélagið sem starfandi rafvirki og komið inn á allskonar heimili og látið lækni vita af því.
Fjarðabyggð Heilbrigðismál Tengdar fréttir Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30
Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06