Fjórir smitaðir af mislingum: „Alvarlegasta staðan í áratugi“ Birgir Olgeirsson skrifar 5. mars 2019 23:33 Ef grunur vaknar um mislingasmit er fólk hvatt til að leita ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús heldur hringja í númerið 1700. Vísir/VIlhelm Fjórir eru smitaðir af mislingum á Íslandi og er þetta alvarlegasta staða sem komið hefur upp í áratugi. Þetta segja forsvarsmenn Landspítalans en tveir fullorðnir og fjögur börn smituðust af mislingum í innanlandsflugi í febrúar síðastliðnum. Mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar síðastliðinn. Farþegi í vél Icelandair á leið frá Lundúnum til Keflavíkur reyndist smitaður af mislingum en daginn eftir fór hann með vél Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða. Fjórir fullorðnir og tvö börn smituðust af mislingum í þeirri ferð og eru nú undir læknishöndum á Landspítalanum. Börn eru ekki bólusett fyrir mislingum fyrir átján mánaða aldur en bæði börnin hafa ekki náð þeim aldri. Það getur tekið allt að þrjár vikur fyrir einstaklinga að vekjast af mislingum en annað barnanna var sett á leikskóla Hnoðrakot í Garðabæ á fimmtudag í síðustu viku. Eftir að barnið greindist með mislinga þurfa foreldrar tuttugu barna, sem eru á þessum leikskóla en höfðu ekki verið bólusett sökum aldurs, að vera með þau heima næstu tvær og hálfa vikuna og tryggja að þau komist ekki í tæri við óbólusetta einstaklinga.Sóttvarnalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að það væri afar sérstakt að svo margir greindust með mislinga í einu hér á landi en það þyrfti ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu. Greint var frá því á Facebook-síðu Landspítalans í kvöld að þetta sé alvarlegasta staða, tengd mislingum, sem hefur komið upp í áratugi. Yfir 90 prósent landsmanna eru ónæmir fyrir smiti vegna bólusetninga eða eldra smits. Ef grunur leikur á mislingasmiti er fólk hvatt til að hringja í númerið 1700 í stað þess að leita á heilsugæslu eða sjúkrahús því þá er er hætta á að óbólusettir einstaklingar smitist. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Fjórir eru smitaðir af mislingum á Íslandi og er þetta alvarlegasta staða sem komið hefur upp í áratugi. Þetta segja forsvarsmenn Landspítalans en tveir fullorðnir og fjögur börn smituðust af mislingum í innanlandsflugi í febrúar síðastliðnum. Mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar síðastliðinn. Farþegi í vél Icelandair á leið frá Lundúnum til Keflavíkur reyndist smitaður af mislingum en daginn eftir fór hann með vél Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða. Fjórir fullorðnir og tvö börn smituðust af mislingum í þeirri ferð og eru nú undir læknishöndum á Landspítalanum. Börn eru ekki bólusett fyrir mislingum fyrir átján mánaða aldur en bæði börnin hafa ekki náð þeim aldri. Það getur tekið allt að þrjár vikur fyrir einstaklinga að vekjast af mislingum en annað barnanna var sett á leikskóla Hnoðrakot í Garðabæ á fimmtudag í síðustu viku. Eftir að barnið greindist með mislinga þurfa foreldrar tuttugu barna, sem eru á þessum leikskóla en höfðu ekki verið bólusett sökum aldurs, að vera með þau heima næstu tvær og hálfa vikuna og tryggja að þau komist ekki í tæri við óbólusetta einstaklinga.Sóttvarnalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að það væri afar sérstakt að svo margir greindust með mislinga í einu hér á landi en það þyrfti ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu. Greint var frá því á Facebook-síðu Landspítalans í kvöld að þetta sé alvarlegasta staða, tengd mislingum, sem hefur komið upp í áratugi. Yfir 90 prósent landsmanna eru ónæmir fyrir smiti vegna bólusetninga eða eldra smits. Ef grunur leikur á mislingasmiti er fólk hvatt til að hringja í númerið 1700 í stað þess að leita á heilsugæslu eða sjúkrahús því þá er er hætta á að óbólusettir einstaklingar smitist.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24
Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21
Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18