Gera þurfi betur í skimunum á krabbameini Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2019 19:51 Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. Ráðið leggur til að skimanir verði hluti af almennri og opinberri heilbrigðisþjónustu og að komið verði á fót sérstakri Stjórnstöð skimunar sem tæki yfir það starf sem Leitarstöð Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt. „Það er í samræmi við krabbameinsáætlunina að við þurfum að ná betur utan um þetta en hefur verið gert. Módelið sem lagt er upp með er í raun og veru það sem verið er að gera í Evrópu og víða. Þarna eru ýmsar tillögur og ég hef ákveðið að fallast á og samþykkja og setja í gang verkefnastjórn til að koma þeim til framkvæmda,“ segir Svandís. Færa á skimanir fyrir leghálskrabbameini til heilsugæslustöðvanna en leghálsspeglanir vegna afbrigða við leghálsskoðun verði gerðar á vegum Landspítalans. Þá er lagt til að rannsóknarstofa frumustroka vegna leghálssýna gæti flust til Stjórnstöðvar skimana eða á Landspítalann og að veirurannsóknir á leghálssýnum verði gerðar á veirufræðideild Landspítalans. Brjóstamyndatökur verði áfram gerðar á vegum Krabbameinsfélags Íslands.Landlæknir telur að það verði betri yfirsýn af hálfu stjórnvalda yfir skimanir með ákvörðun um heildarendurskoðun.Vísir/stöð 2Alma D. Möller telur að það verði betri yfirsýn af hálfu stjórnvalda yfir skimanir þegar þær verða færðar inn í opinbera og almenna heilbrigðisþjónustu „Vonandi verður það til þess að fleiri þiggja skimanir. Það er auðvitað markmiðið með þessu að við séum að tryggja enn þá betra og aukið öryggi og þar með betri heilsu þjóðarinnar,“ segir Svandís og tekur þar með undir orð landlæknis sem bætir við; „Vonandi mun mæting eflast, hún hefur aðeins verið að dala. Það eru forsendur þess að skimanir geri gagn að mæting sé ásættanleg,“ segir Alma. Heilbrigðismál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi ná kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. Ráðið leggur til að skimanir verði hluti af almennri og opinberri heilbrigðisþjónustu og að komið verði á fót sérstakri Stjórnstöð skimunar sem tæki yfir það starf sem Leitarstöð Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt. „Það er í samræmi við krabbameinsáætlunina að við þurfum að ná betur utan um þetta en hefur verið gert. Módelið sem lagt er upp með er í raun og veru það sem verið er að gera í Evrópu og víða. Þarna eru ýmsar tillögur og ég hef ákveðið að fallast á og samþykkja og setja í gang verkefnastjórn til að koma þeim til framkvæmda,“ segir Svandís. Færa á skimanir fyrir leghálskrabbameini til heilsugæslustöðvanna en leghálsspeglanir vegna afbrigða við leghálsskoðun verði gerðar á vegum Landspítalans. Þá er lagt til að rannsóknarstofa frumustroka vegna leghálssýna gæti flust til Stjórnstöðvar skimana eða á Landspítalann og að veirurannsóknir á leghálssýnum verði gerðar á veirufræðideild Landspítalans. Brjóstamyndatökur verði áfram gerðar á vegum Krabbameinsfélags Íslands.Landlæknir telur að það verði betri yfirsýn af hálfu stjórnvalda yfir skimanir með ákvörðun um heildarendurskoðun.Vísir/stöð 2Alma D. Möller telur að það verði betri yfirsýn af hálfu stjórnvalda yfir skimanir þegar þær verða færðar inn í opinbera og almenna heilbrigðisþjónustu „Vonandi verður það til þess að fleiri þiggja skimanir. Það er auðvitað markmiðið með þessu að við séum að tryggja enn þá betra og aukið öryggi og þar með betri heilsu þjóðarinnar,“ segir Svandís og tekur þar með undir orð landlæknis sem bætir við; „Vonandi mun mæting eflast, hún hefur aðeins verið að dala. Það eru forsendur þess að skimanir geri gagn að mæting sé ásættanleg,“ segir Alma.
Heilbrigðismál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi ná kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira