Leggja til að Stjórnstöð skimunar taki yfir starf Leitarstöðvar Krabbmeinsfélagsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2019 15:44 Thor Aspelund, formaður Skimunarráðs, Alma D. Möller, landlæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar tillögurnar voru kynntar í dag. vísir/baldur Landlæknir og skimunarráð leggja til að skimanir fyrir krabbameinum verði hluti af almennri og opinberri heilbrigðisþjónustu og að komið verði á fót sérstakri Stjórnstöð skimunar sem tæki yfir það starf sem Leitarstöð Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt sem og rekstur Krabbameinsskrár.Tillögur landlæknis og skimunarráðs voru kynntar í dag en um er að ræða tillögur að breyttu skipulagi, stjórnun, staðsetningu og framkvæmd skimana fyrir krabbameinum. Skimunarráð er ráðgefandi fyrir embætti landlæknis og var skipað í apríl á liðnu ári í samræmi við tillögu ráðgjafarhóps sem vann að mótun íslenskrar krabbameinsáætlunar. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að með tillögunum sé verið að „færa skipulag skimana nær því skipulagi sem mælt er með í leiðbeiningum Evrópusambandsins um skimanir.“ Stjórnstöð skimana mun hafa víðtækt hlutverk sem mun meðal annars felast í því að skipuleggja og semja um framkvæmd skimana sem og um innkallanir og upplýsingagjöf til þeirra sem eru boðaðir í skimanir. „Miðað er við að skimanir verði hluti af almennri og opinberri heilbrigðisþjónustu. Horft er til þess að heilsugæslan fái þar hlutverk í ljósi nálægðar við notendur heilbrigðisþjónustunnar og þekkingarinnar á almennum forvörnum. Að mati landlæknis og skimunarráðs er þetta til þess fallið að styrkja skipulag, utanumhald og eftirlit skimana. Enn fremur er lagt til að sett verði löggjöf um skimanir til að setja verkefninu skýrari farveg, skapa því stöðugleika og tryggja öryggi þátttakenda, gæðaeftirlit og fjármögnun,“ segir á vef stjórnarráðsins þar sem nálgast má nánari upplýsingar um málið. Heilbrigðismál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Landlæknir og skimunarráð leggja til að skimanir fyrir krabbameinum verði hluti af almennri og opinberri heilbrigðisþjónustu og að komið verði á fót sérstakri Stjórnstöð skimunar sem tæki yfir það starf sem Leitarstöð Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt sem og rekstur Krabbameinsskrár.Tillögur landlæknis og skimunarráðs voru kynntar í dag en um er að ræða tillögur að breyttu skipulagi, stjórnun, staðsetningu og framkvæmd skimana fyrir krabbameinum. Skimunarráð er ráðgefandi fyrir embætti landlæknis og var skipað í apríl á liðnu ári í samræmi við tillögu ráðgjafarhóps sem vann að mótun íslenskrar krabbameinsáætlunar. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að með tillögunum sé verið að „færa skipulag skimana nær því skipulagi sem mælt er með í leiðbeiningum Evrópusambandsins um skimanir.“ Stjórnstöð skimana mun hafa víðtækt hlutverk sem mun meðal annars felast í því að skipuleggja og semja um framkvæmd skimana sem og um innkallanir og upplýsingagjöf til þeirra sem eru boðaðir í skimanir. „Miðað er við að skimanir verði hluti af almennri og opinberri heilbrigðisþjónustu. Horft er til þess að heilsugæslan fái þar hlutverk í ljósi nálægðar við notendur heilbrigðisþjónustunnar og þekkingarinnar á almennum forvörnum. Að mati landlæknis og skimunarráðs er þetta til þess fallið að styrkja skipulag, utanumhald og eftirlit skimana. Enn fremur er lagt til að sett verði löggjöf um skimanir til að setja verkefninu skýrari farveg, skapa því stöðugleika og tryggja öryggi þátttakenda, gæðaeftirlit og fjármögnun,“ segir á vef stjórnarráðsins þar sem nálgast má nánari upplýsingar um málið.
Heilbrigðismál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira