Íslensk ferðaþjónusta á tímamótum Björn Ragnarsson skrifar 5. mars 2019 10:05 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að mikill vöxtur hefur verið í íslenskri ferðaþjónustu á undanförnum árum. Á 10 ára tímabili frá 2007 til 2017 fimmfaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna og sem gerði það að verkum að við unnum okkur mun hraðar út úr hruninu. Til að geta tekið á móti þessum mikla fjölda þá þurftu fyrirtækja að fjárfesta gríðarlega í innviðum og starfsfólki í greininni fjölgaði mikið. Á sama tíma hafa raunlaun hækkað mikið og hlutdeild launa af tekjum fyrirtækja aldrei verið hærra. Nú hefur hins vegar dregið hratt úr fjölgun ferðamanna og í fyrsta skiptið frá 2010 er gert ráð fyrir fækkun ferðamanna á þessu ári auk þess sem dvalartími hefur styst. Ástæður þessa samdráttar eru styrking krónunnar og hækkandi verðlag í ferðaþjónustu sem má m.a. rekja til launahækkana undanfarinna ára. Rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja hefur því verið afar þungur síðustu tvö ár. Nú stöndum við frammi fyrir harðvítugum kjaradeilum þar sem verkalýðsfélögin beina aðgerðum sínum gegn ferðaþjónustunni með tilheyrandi áhrifum á bókanir til landsins og miklum skaða fyrir þau fyrirtæki sem aðgerðirnar snúa að. Á hverjum degi eru ferðamenn að skila 1.500 milljónum í gjaldeyristekjur og eru þeir jafnframt stærstu skattgreiðendur Íslands. Ef gengið verður að kröfum verkalýðsfélaganna verða ferðaþjónustufyrirtæki að hækka verð enda fer rúmlega helmingur tekna í laun. Verðskrárhækkanir ferðaþjónustufyrirtækja mun gera samkeppnisstöðu okkar enn verri og hafa óbætanleg áhrif á fjölda ferðamanna til landsins á komandi árum. Nú þegar erum við í samkeppni við erlenda aðila sem greiða ekki laun eftir íslenskum kjarasamningum. Á Íslandi starfa milli 25-30 þúsund erlendir ríkisborgarar og hefur þeim fjölgað um 74% síðustu 10 ár. Stór hluti útlendinga á vinnumarkaði starfa í ferðaþjónustu . Án þeirra hefðum við ekki getað mætt þessum aukna fjölda ferðamanna til landsins. Hjá Kynnisferðum starfar fjöldi erlendra starfsmanna af mörgum þjóðernum. En hvers vegna velja þessir starfsmenn að koma til Íslands að vinna ef launakjörin hér eru svona slæm? Staðreyndin er sú að við greiðum ein hæstu lágmarkslaun í Evrópu og framfærslugeta á Íslandi er einnig með því hæsta. Í samtölum mínum við starfsfólk heyri ég að þau hafa gríðarlegar áhyggjur af stöðunni og starfsöryggi sínu. Auðvitað vilja allir hærri laun en fólk áttar sig líka á því að geta fyrirtækja til að hækka laun um tugi prósenta á stuttum tíma er ekki til staðar. Framundan er því áframhaldandi hagræðing í rekstri og fækkun starfsmanna ef ekki verður samið um hóflegar launahækkanir. Stjórnvöld hafa kynnt aðgerðir sem bæta hag þeirra sem eru með lægri laun og unnið er að aðgerðum í fasteignamálum við að bæta hag þeirra sem eru á leigumarkaði. Ég vona því að verkalýðsleiðtogarnir hugsi af alvöru um hagsmuni okkar starfsmanna og komi að samningaborðinu með hóflegar væntingar sem skili okkur áframhaldandi hagvexti, auknum kaupmætti og hóflegum vexti í ferðaþjónustu.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða – Reykjavik Excursions Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að mikill vöxtur hefur verið í íslenskri ferðaþjónustu á undanförnum árum. Á 10 ára tímabili frá 2007 til 2017 fimmfaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna og sem gerði það að verkum að við unnum okkur mun hraðar út úr hruninu. Til að geta tekið á móti þessum mikla fjölda þá þurftu fyrirtækja að fjárfesta gríðarlega í innviðum og starfsfólki í greininni fjölgaði mikið. Á sama tíma hafa raunlaun hækkað mikið og hlutdeild launa af tekjum fyrirtækja aldrei verið hærra. Nú hefur hins vegar dregið hratt úr fjölgun ferðamanna og í fyrsta skiptið frá 2010 er gert ráð fyrir fækkun ferðamanna á þessu ári auk þess sem dvalartími hefur styst. Ástæður þessa samdráttar eru styrking krónunnar og hækkandi verðlag í ferðaþjónustu sem má m.a. rekja til launahækkana undanfarinna ára. Rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja hefur því verið afar þungur síðustu tvö ár. Nú stöndum við frammi fyrir harðvítugum kjaradeilum þar sem verkalýðsfélögin beina aðgerðum sínum gegn ferðaþjónustunni með tilheyrandi áhrifum á bókanir til landsins og miklum skaða fyrir þau fyrirtæki sem aðgerðirnar snúa að. Á hverjum degi eru ferðamenn að skila 1.500 milljónum í gjaldeyristekjur og eru þeir jafnframt stærstu skattgreiðendur Íslands. Ef gengið verður að kröfum verkalýðsfélaganna verða ferðaþjónustufyrirtæki að hækka verð enda fer rúmlega helmingur tekna í laun. Verðskrárhækkanir ferðaþjónustufyrirtækja mun gera samkeppnisstöðu okkar enn verri og hafa óbætanleg áhrif á fjölda ferðamanna til landsins á komandi árum. Nú þegar erum við í samkeppni við erlenda aðila sem greiða ekki laun eftir íslenskum kjarasamningum. Á Íslandi starfa milli 25-30 þúsund erlendir ríkisborgarar og hefur þeim fjölgað um 74% síðustu 10 ár. Stór hluti útlendinga á vinnumarkaði starfa í ferðaþjónustu . Án þeirra hefðum við ekki getað mætt þessum aukna fjölda ferðamanna til landsins. Hjá Kynnisferðum starfar fjöldi erlendra starfsmanna af mörgum þjóðernum. En hvers vegna velja þessir starfsmenn að koma til Íslands að vinna ef launakjörin hér eru svona slæm? Staðreyndin er sú að við greiðum ein hæstu lágmarkslaun í Evrópu og framfærslugeta á Íslandi er einnig með því hæsta. Í samtölum mínum við starfsfólk heyri ég að þau hafa gríðarlegar áhyggjur af stöðunni og starfsöryggi sínu. Auðvitað vilja allir hærri laun en fólk áttar sig líka á því að geta fyrirtækja til að hækka laun um tugi prósenta á stuttum tíma er ekki til staðar. Framundan er því áframhaldandi hagræðing í rekstri og fækkun starfsmanna ef ekki verður samið um hóflegar launahækkanir. Stjórnvöld hafa kynnt aðgerðir sem bæta hag þeirra sem eru með lægri laun og unnið er að aðgerðum í fasteignamálum við að bæta hag þeirra sem eru á leigumarkaði. Ég vona því að verkalýðsleiðtogarnir hugsi af alvöru um hagsmuni okkar starfsmanna og komi að samningaborðinu með hóflegar væntingar sem skili okkur áframhaldandi hagvexti, auknum kaupmætti og hóflegum vexti í ferðaþjónustu.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða – Reykjavik Excursions
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun