Íslensk ferðaþjónusta á tímamótum Björn Ragnarsson skrifar 5. mars 2019 10:05 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að mikill vöxtur hefur verið í íslenskri ferðaþjónustu á undanförnum árum. Á 10 ára tímabili frá 2007 til 2017 fimmfaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna og sem gerði það að verkum að við unnum okkur mun hraðar út úr hruninu. Til að geta tekið á móti þessum mikla fjölda þá þurftu fyrirtækja að fjárfesta gríðarlega í innviðum og starfsfólki í greininni fjölgaði mikið. Á sama tíma hafa raunlaun hækkað mikið og hlutdeild launa af tekjum fyrirtækja aldrei verið hærra. Nú hefur hins vegar dregið hratt úr fjölgun ferðamanna og í fyrsta skiptið frá 2010 er gert ráð fyrir fækkun ferðamanna á þessu ári auk þess sem dvalartími hefur styst. Ástæður þessa samdráttar eru styrking krónunnar og hækkandi verðlag í ferðaþjónustu sem má m.a. rekja til launahækkana undanfarinna ára. Rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja hefur því verið afar þungur síðustu tvö ár. Nú stöndum við frammi fyrir harðvítugum kjaradeilum þar sem verkalýðsfélögin beina aðgerðum sínum gegn ferðaþjónustunni með tilheyrandi áhrifum á bókanir til landsins og miklum skaða fyrir þau fyrirtæki sem aðgerðirnar snúa að. Á hverjum degi eru ferðamenn að skila 1.500 milljónum í gjaldeyristekjur og eru þeir jafnframt stærstu skattgreiðendur Íslands. Ef gengið verður að kröfum verkalýðsfélaganna verða ferðaþjónustufyrirtæki að hækka verð enda fer rúmlega helmingur tekna í laun. Verðskrárhækkanir ferðaþjónustufyrirtækja mun gera samkeppnisstöðu okkar enn verri og hafa óbætanleg áhrif á fjölda ferðamanna til landsins á komandi árum. Nú þegar erum við í samkeppni við erlenda aðila sem greiða ekki laun eftir íslenskum kjarasamningum. Á Íslandi starfa milli 25-30 þúsund erlendir ríkisborgarar og hefur þeim fjölgað um 74% síðustu 10 ár. Stór hluti útlendinga á vinnumarkaði starfa í ferðaþjónustu . Án þeirra hefðum við ekki getað mætt þessum aukna fjölda ferðamanna til landsins. Hjá Kynnisferðum starfar fjöldi erlendra starfsmanna af mörgum þjóðernum. En hvers vegna velja þessir starfsmenn að koma til Íslands að vinna ef launakjörin hér eru svona slæm? Staðreyndin er sú að við greiðum ein hæstu lágmarkslaun í Evrópu og framfærslugeta á Íslandi er einnig með því hæsta. Í samtölum mínum við starfsfólk heyri ég að þau hafa gríðarlegar áhyggjur af stöðunni og starfsöryggi sínu. Auðvitað vilja allir hærri laun en fólk áttar sig líka á því að geta fyrirtækja til að hækka laun um tugi prósenta á stuttum tíma er ekki til staðar. Framundan er því áframhaldandi hagræðing í rekstri og fækkun starfsmanna ef ekki verður samið um hóflegar launahækkanir. Stjórnvöld hafa kynnt aðgerðir sem bæta hag þeirra sem eru með lægri laun og unnið er að aðgerðum í fasteignamálum við að bæta hag þeirra sem eru á leigumarkaði. Ég vona því að verkalýðsleiðtogarnir hugsi af alvöru um hagsmuni okkar starfsmanna og komi að samningaborðinu með hóflegar væntingar sem skili okkur áframhaldandi hagvexti, auknum kaupmætti og hóflegum vexti í ferðaþjónustu.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða – Reykjavik Excursions Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að mikill vöxtur hefur verið í íslenskri ferðaþjónustu á undanförnum árum. Á 10 ára tímabili frá 2007 til 2017 fimmfaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna og sem gerði það að verkum að við unnum okkur mun hraðar út úr hruninu. Til að geta tekið á móti þessum mikla fjölda þá þurftu fyrirtækja að fjárfesta gríðarlega í innviðum og starfsfólki í greininni fjölgaði mikið. Á sama tíma hafa raunlaun hækkað mikið og hlutdeild launa af tekjum fyrirtækja aldrei verið hærra. Nú hefur hins vegar dregið hratt úr fjölgun ferðamanna og í fyrsta skiptið frá 2010 er gert ráð fyrir fækkun ferðamanna á þessu ári auk þess sem dvalartími hefur styst. Ástæður þessa samdráttar eru styrking krónunnar og hækkandi verðlag í ferðaþjónustu sem má m.a. rekja til launahækkana undanfarinna ára. Rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja hefur því verið afar þungur síðustu tvö ár. Nú stöndum við frammi fyrir harðvítugum kjaradeilum þar sem verkalýðsfélögin beina aðgerðum sínum gegn ferðaþjónustunni með tilheyrandi áhrifum á bókanir til landsins og miklum skaða fyrir þau fyrirtæki sem aðgerðirnar snúa að. Á hverjum degi eru ferðamenn að skila 1.500 milljónum í gjaldeyristekjur og eru þeir jafnframt stærstu skattgreiðendur Íslands. Ef gengið verður að kröfum verkalýðsfélaganna verða ferðaþjónustufyrirtæki að hækka verð enda fer rúmlega helmingur tekna í laun. Verðskrárhækkanir ferðaþjónustufyrirtækja mun gera samkeppnisstöðu okkar enn verri og hafa óbætanleg áhrif á fjölda ferðamanna til landsins á komandi árum. Nú þegar erum við í samkeppni við erlenda aðila sem greiða ekki laun eftir íslenskum kjarasamningum. Á Íslandi starfa milli 25-30 þúsund erlendir ríkisborgarar og hefur þeim fjölgað um 74% síðustu 10 ár. Stór hluti útlendinga á vinnumarkaði starfa í ferðaþjónustu . Án þeirra hefðum við ekki getað mætt þessum aukna fjölda ferðamanna til landsins. Hjá Kynnisferðum starfar fjöldi erlendra starfsmanna af mörgum þjóðernum. En hvers vegna velja þessir starfsmenn að koma til Íslands að vinna ef launakjörin hér eru svona slæm? Staðreyndin er sú að við greiðum ein hæstu lágmarkslaun í Evrópu og framfærslugeta á Íslandi er einnig með því hæsta. Í samtölum mínum við starfsfólk heyri ég að þau hafa gríðarlegar áhyggjur af stöðunni og starfsöryggi sínu. Auðvitað vilja allir hærri laun en fólk áttar sig líka á því að geta fyrirtækja til að hækka laun um tugi prósenta á stuttum tíma er ekki til staðar. Framundan er því áframhaldandi hagræðing í rekstri og fækkun starfsmanna ef ekki verður samið um hóflegar launahækkanir. Stjórnvöld hafa kynnt aðgerðir sem bæta hag þeirra sem eru með lægri laun og unnið er að aðgerðum í fasteignamálum við að bæta hag þeirra sem eru á leigumarkaði. Ég vona því að verkalýðsleiðtogarnir hugsi af alvöru um hagsmuni okkar starfsmanna og komi að samningaborðinu með hóflegar væntingar sem skili okkur áframhaldandi hagvexti, auknum kaupmætti og hóflegum vexti í ferðaþjónustu.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða – Reykjavik Excursions
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun