Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. mars 2019 10:45 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. Vísir/vilhelm Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kynntu á blaðamannafundi í ráðhúsinu í morgun tillögu sem Reykjavíkurborg gæti samþykkt sem innlegg í yfirstandandi kjaraviðræður. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir í samtali við fréttastofu að núna væri samið um kjör við mjög óhefðbundnar aðstæður og því hafi Sjálfstæðismenn fundið sig knúna til að leggja sitt af mörkum til að liðka fyrir viðræðum. Staðan í húsnæðismálum væri alvarleg og þarna gæti Reykjavíkurborg stigið inn í og ekki síst í ljósi þess að óánægja hefði verið með innlegg ríkisstjórnarinnar til kjaramála. Tillaga Sjálfstæðisflokksins er svokallaður „kjarapakki“ sem er í fjórum liðum. Tillagan verður lögð fram á borgarstjórnarfundi á morgun.Sjálfstæðisflokkurinn gerir grein fyrir áhrifum þess að lækka útsvar um 0,52%SjálfstæðisflokkurinnÍ fyrsta lagi vilja Sjálfstæðismenn að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2019 lækki og verði 14,00% í staðinn fyrir 14,52% eins og staðan er núna. Lagt er til að aðgerðin verði fjármögnuð með aðhaldi og útboðum á öllum sviðum borgarinnar. Í öðru lagi er farið fram á að rekstrargjöld heimilanna lækki um 36 þúsund krónur á heimili í Reykjavíkurborg að jafnaði á ársgrundvelli. Það verði gert með lækkun arðgreiðsluáforma Orkuveitu Reykjavíkur.Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka rekstrargjöld heimilanna um 32.000 kr.SjálfstæðisflokkurinnSjálfstæðisflokkurinn vill auka framboð á hagstæðum byggingarlóðum og vilja fulltrúarnir skipuleggja Keldnasvæðið án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins. „Þannig er hægt að byggja á hagstæðum stað í Reykjavík í staðinn fyrir að leita á Selfoss eða Reykjanesbæ eins og hefur gerst,“ segir Eyþór. Þá vilja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lækka byggingarréttargjöld sem hafi veruleg áhrif á húsnæðiskostnað hvort sem viðkomandi greiðir af lánum eða leigir. „Því er lagt til að borgarstjórn samþykki að stilla byggingarréttargjöldum í borgarlandinu í hóf með því að tryggja framboð fjölbreyttra lóða“. Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði kæmust tillögurnar til framkvæmda 7. febrúar 2019 11:59 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kynntu á blaðamannafundi í ráðhúsinu í morgun tillögu sem Reykjavíkurborg gæti samþykkt sem innlegg í yfirstandandi kjaraviðræður. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir í samtali við fréttastofu að núna væri samið um kjör við mjög óhefðbundnar aðstæður og því hafi Sjálfstæðismenn fundið sig knúna til að leggja sitt af mörkum til að liðka fyrir viðræðum. Staðan í húsnæðismálum væri alvarleg og þarna gæti Reykjavíkurborg stigið inn í og ekki síst í ljósi þess að óánægja hefði verið með innlegg ríkisstjórnarinnar til kjaramála. Tillaga Sjálfstæðisflokksins er svokallaður „kjarapakki“ sem er í fjórum liðum. Tillagan verður lögð fram á borgarstjórnarfundi á morgun.Sjálfstæðisflokkurinn gerir grein fyrir áhrifum þess að lækka útsvar um 0,52%SjálfstæðisflokkurinnÍ fyrsta lagi vilja Sjálfstæðismenn að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2019 lækki og verði 14,00% í staðinn fyrir 14,52% eins og staðan er núna. Lagt er til að aðgerðin verði fjármögnuð með aðhaldi og útboðum á öllum sviðum borgarinnar. Í öðru lagi er farið fram á að rekstrargjöld heimilanna lækki um 36 þúsund krónur á heimili í Reykjavíkurborg að jafnaði á ársgrundvelli. Það verði gert með lækkun arðgreiðsluáforma Orkuveitu Reykjavíkur.Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka rekstrargjöld heimilanna um 32.000 kr.SjálfstæðisflokkurinnSjálfstæðisflokkurinn vill auka framboð á hagstæðum byggingarlóðum og vilja fulltrúarnir skipuleggja Keldnasvæðið án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins. „Þannig er hægt að byggja á hagstæðum stað í Reykjavík í staðinn fyrir að leita á Selfoss eða Reykjanesbæ eins og hefur gerst,“ segir Eyþór. Þá vilja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lækka byggingarréttargjöld sem hafi veruleg áhrif á húsnæðiskostnað hvort sem viðkomandi greiðir af lánum eða leigir. „Því er lagt til að borgarstjórn samþykki að stilla byggingarréttargjöldum í borgarlandinu í hóf með því að tryggja framboð fjölbreyttra lóða“.
Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði kæmust tillögurnar til framkvæmda 7. febrúar 2019 11:59 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði kæmust tillögurnar til framkvæmda 7. febrúar 2019 11:59
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16