Vilja fá skýr svör um af hverju samningar hafa ekki náðst Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. mars 2019 20:30 Bæjarfulltrúar á Akureyri vilja fá skýringar frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands af hverju ekki hafi tekist að semja um áframhaldandi rekstur göngudeildar SÁÁ Akureyri þrátt fyrir að fjármagn til þess liggi fyrir. Skellt var í lás á göngudeildinni í dag. Sökum fjárskorts starfar SÁÁ nú samkvæmt áætlun sem miðar að því að fækka innlögnum á Vog um 400 á árinu auk þess sem að frá og með deginum í dag hefur göngudeild félagsins á Akureyri verið lokað.Sú ákvörðun kom nokkuð á óvart en nýverið samþykkti Alþingi 100 milljón króna viðbótarframlag til reksturs göngudeilda SÁÁ á Akureyri og í Reykjavík. Var Sjúkratryggingum Íslands falið að ganga til samninga við SÁÁ um rekstur göngudeildannaGöngudeildin er til húsa í þessu húsi á Akureyri.Vísir/Tryggvi PállLítið hefur hins vegar þokast í samningaviðræðunum og nú hefur bæjarráð Akureyrar krafist þess að fá skýr svör frá báðum aðilum hvað valdi. „Bæjarráð ályktaði varðandi þetta mál vegna þess að það er svo galið að upplifa það að það eigi að vera klárt fjármagn frá ríkisvaldinu í göngudeildar starfsemi, meðal annars hér á Akureyri. Síðan náist einhvern veginn ekki samningar á milli Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um málið og það er kominn mars og málið er ekki afgreitt sem mun bara bitna nú þegar á þeim sem allra síst skyldi, sem eru þeir sem þurfa á þjónustunni að halda,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri.Sjúkratryggingar Íslands þurfi að skýra hvort vilji sé til þess að semja við SÁÁ eða ekkiFormaður stjórnar SÁÁ sagði í viðtali við fréttastofu á dögunum að svo virtist sem Sjúkratryggingar Íslands vilji kaupa einhverja aðra þjónustu en þá sem SÁÁ býður upp á. Á þessu vill bæjarráð Akureyrar fá nánari skýringar.Hilda Jana Gísladóttir er oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar.Fréttablaðið/Stefán„Við leggjum það inn í bókunina vegna þess að það er það sem maður upplifir, hvort að þetta sé þannig að Sjúkratryggingar Íslands hafi einfaldlega ekki bara vilja til þess að semja við SÁÁ og vilji fara með þessa þjónustu eitthvað annað. Ef svo er þá verða þau einfaldlega bara að segja það skýrt og hver sú þjónusta eigi að vera,“ segir Hilda Jana. Á göngudeildum SÁÁ er veitt ýmisleg þjónusta við fólk með fíknsjúkdóma og aðstandendur þeirra, þar á meðal viðtalsþjónustu og stuðningshópa. Þangað til samningar nást er þó ljóst að á Akureyri verður allt lokað og læst og því lítið í boði fyrir þá sem nýttu sér þessa þjónustu SÁÁ á Norðurlandi. „Ég veit ekki hvort að fólk áttar sig á hvað þetta er ofboðslega alvarlegt og það tekur mig svo sárt að þetta sé svona Manni líður bara eins og það þurfi bara einhver að klára málið og muna til hvers er verið að gera þetta og fyrir hverja,“ segir Hilda Jana. Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59 Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Óljós kostnaður á göngudeild SÁÁ hyggst loka göngudeildarþjónustu á Akureyri og segir kostnaðinn við deildina tvær milljónir króna á mánuði. Samningaviðræður SÁÁ og SÍ eru í hnút. 1. mars 2019 06:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Bæjarfulltrúar á Akureyri vilja fá skýringar frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands af hverju ekki hafi tekist að semja um áframhaldandi rekstur göngudeildar SÁÁ Akureyri þrátt fyrir að fjármagn til þess liggi fyrir. Skellt var í lás á göngudeildinni í dag. Sökum fjárskorts starfar SÁÁ nú samkvæmt áætlun sem miðar að því að fækka innlögnum á Vog um 400 á árinu auk þess sem að frá og með deginum í dag hefur göngudeild félagsins á Akureyri verið lokað.Sú ákvörðun kom nokkuð á óvart en nýverið samþykkti Alþingi 100 milljón króna viðbótarframlag til reksturs göngudeilda SÁÁ á Akureyri og í Reykjavík. Var Sjúkratryggingum Íslands falið að ganga til samninga við SÁÁ um rekstur göngudeildannaGöngudeildin er til húsa í þessu húsi á Akureyri.Vísir/Tryggvi PállLítið hefur hins vegar þokast í samningaviðræðunum og nú hefur bæjarráð Akureyrar krafist þess að fá skýr svör frá báðum aðilum hvað valdi. „Bæjarráð ályktaði varðandi þetta mál vegna þess að það er svo galið að upplifa það að það eigi að vera klárt fjármagn frá ríkisvaldinu í göngudeildar starfsemi, meðal annars hér á Akureyri. Síðan náist einhvern veginn ekki samningar á milli Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um málið og það er kominn mars og málið er ekki afgreitt sem mun bara bitna nú þegar á þeim sem allra síst skyldi, sem eru þeir sem þurfa á þjónustunni að halda,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri.Sjúkratryggingar Íslands þurfi að skýra hvort vilji sé til þess að semja við SÁÁ eða ekkiFormaður stjórnar SÁÁ sagði í viðtali við fréttastofu á dögunum að svo virtist sem Sjúkratryggingar Íslands vilji kaupa einhverja aðra þjónustu en þá sem SÁÁ býður upp á. Á þessu vill bæjarráð Akureyrar fá nánari skýringar.Hilda Jana Gísladóttir er oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar.Fréttablaðið/Stefán„Við leggjum það inn í bókunina vegna þess að það er það sem maður upplifir, hvort að þetta sé þannig að Sjúkratryggingar Íslands hafi einfaldlega ekki bara vilja til þess að semja við SÁÁ og vilji fara með þessa þjónustu eitthvað annað. Ef svo er þá verða þau einfaldlega bara að segja það skýrt og hver sú þjónusta eigi að vera,“ segir Hilda Jana. Á göngudeildum SÁÁ er veitt ýmisleg þjónusta við fólk með fíknsjúkdóma og aðstandendur þeirra, þar á meðal viðtalsþjónustu og stuðningshópa. Þangað til samningar nást er þó ljóst að á Akureyri verður allt lokað og læst og því lítið í boði fyrir þá sem nýttu sér þessa þjónustu SÁÁ á Norðurlandi. „Ég veit ekki hvort að fólk áttar sig á hvað þetta er ofboðslega alvarlegt og það tekur mig svo sárt að þetta sé svona Manni líður bara eins og það þurfi bara einhver að klára málið og muna til hvers er verið að gera þetta og fyrir hverja,“ segir Hilda Jana.
Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59 Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Óljós kostnaður á göngudeild SÁÁ hyggst loka göngudeildarþjónustu á Akureyri og segir kostnaðinn við deildina tvær milljónir króna á mánuði. Samningaviðræður SÁÁ og SÍ eru í hnút. 1. mars 2019 06:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59
Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20
Óljós kostnaður á göngudeild SÁÁ hyggst loka göngudeildarþjónustu á Akureyri og segir kostnaðinn við deildina tvær milljónir króna á mánuði. Samningaviðræður SÁÁ og SÍ eru í hnút. 1. mars 2019 06:00