SpaceX tekur stórt skref í átt að mönnuðum geimferðum Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2019 14:15 Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon en einnig stendur til að reyna að lenda Falcon 9 eldflauginni sem bera á farið út í geim á drónaskipinu Of Course I Still love You undan ströndum Flórída. Vísir/SpaceX Fyrirtækið SpaceX mun á morgun taka mikilvægt skref í því að skjóta mönnum út í geim á nýjan leik frá Bandaríkjunum. Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon en einnig stendur til að reyna að lenda Falcon 9 eldflauginni sem bera á farið út í geim á drónaskipinu Of Course I Still love You undan ströndum Flórída. Í tilkynningu frá SpaceX segir að til standi að skjóta geimfarinu á loft um klukkan átta í fyrramálið. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast klukkan 07:49 að íslenskum tíma. Sýnt verður frá geimskotinu á Vísi. Gangi ekki eftir að skjóta farinu á loft verður það næst reynt klukkan sjö á þriðjudagsmorgun.Crew Dragon farið mun flytja um 180 kíló af birgðum til geimstöðvarinnar en þar um borð verða einnig fjölmargir skynjarar. Þeim er meðal annars ætlað að kanna það álag sem geimfarar yrðu fyrir um borð í farinu og hvort andrúmsloft þess verði í lagi. Til að kanna mögulegt álag á geimfara hefur nokkurs konar gínu verið komið fyrir í farinu. Sú gína inniheldur skynjara í höfði, hálsi og mænu sem eiga að greina hvaða áhrif þau miklu þyngdaraflsáhrif sem geimfarar munu verða fyrir við geimskot munu hafa. Gínan er af sömu gerðinni og Starman, sem SpaceX sendi í ævintýralegt ferðalag í fyrra. Þessi gína hefur einnig fengið nafn, eins og Elon Musk, eigandi SpaceX, opinberaði á Twitter í dag. Hún heitir Ripley í höfuðið á persónu Sigourney Weaver í Alien myndunum.Við tístið hér að neðan skrifar Musk einnig að myndavél verði komið fyrir svo áhorfendur geti fylgst með geimferð Ripley frá hennar sjónarhorni.Ripley pic.twitter.com/Z9Ztram8Ai — Elon Musk (@elonmusk) March 1, 2019 Ef geimskotið heppnast er áætlað að geimfarið tengist geimstöðinni skömmu eftir hádegi á sunnudag. Þar á geimfarið að vera þar til á föstudaginn 8. mars. Þá stendur til að lenda geimfarinu í Atlantshafinu. Fregnir hafa borist af því að starfsmenn Geimvísindastofnunnar hafi áhyggjur af geimförum SpaceX og Boeing, sem ætlað er að bera menn út í geim. Bandaríkin hafa ekki geta skotið mönnum út í heim frá því geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011.Sjá einnig: NASA hefur áhyggjur af þróun geimfara SpaceX og BoeingSpaceX hefur gert 2,6 milljarða dala samning við NASA um að ferja geimfara fyrir stofnunina. Forsvarsmenn SpaceX vonast til þess að geta skotið fyrstu geimförunum á loft í júlí og því er mjög mikilvægt fyrir fyrirtækið að allt gangi vel á morgun. Bandaríkin Boeing Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Fyrirtækið SpaceX mun á morgun taka mikilvægt skref í því að skjóta mönnum út í geim á nýjan leik frá Bandaríkjunum. Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon en einnig stendur til að reyna að lenda Falcon 9 eldflauginni sem bera á farið út í geim á drónaskipinu Of Course I Still love You undan ströndum Flórída. Í tilkynningu frá SpaceX segir að til standi að skjóta geimfarinu á loft um klukkan átta í fyrramálið. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast klukkan 07:49 að íslenskum tíma. Sýnt verður frá geimskotinu á Vísi. Gangi ekki eftir að skjóta farinu á loft verður það næst reynt klukkan sjö á þriðjudagsmorgun.Crew Dragon farið mun flytja um 180 kíló af birgðum til geimstöðvarinnar en þar um borð verða einnig fjölmargir skynjarar. Þeim er meðal annars ætlað að kanna það álag sem geimfarar yrðu fyrir um borð í farinu og hvort andrúmsloft þess verði í lagi. Til að kanna mögulegt álag á geimfara hefur nokkurs konar gínu verið komið fyrir í farinu. Sú gína inniheldur skynjara í höfði, hálsi og mænu sem eiga að greina hvaða áhrif þau miklu þyngdaraflsáhrif sem geimfarar munu verða fyrir við geimskot munu hafa. Gínan er af sömu gerðinni og Starman, sem SpaceX sendi í ævintýralegt ferðalag í fyrra. Þessi gína hefur einnig fengið nafn, eins og Elon Musk, eigandi SpaceX, opinberaði á Twitter í dag. Hún heitir Ripley í höfuðið á persónu Sigourney Weaver í Alien myndunum.Við tístið hér að neðan skrifar Musk einnig að myndavél verði komið fyrir svo áhorfendur geti fylgst með geimferð Ripley frá hennar sjónarhorni.Ripley pic.twitter.com/Z9Ztram8Ai — Elon Musk (@elonmusk) March 1, 2019 Ef geimskotið heppnast er áætlað að geimfarið tengist geimstöðinni skömmu eftir hádegi á sunnudag. Þar á geimfarið að vera þar til á föstudaginn 8. mars. Þá stendur til að lenda geimfarinu í Atlantshafinu. Fregnir hafa borist af því að starfsmenn Geimvísindastofnunnar hafi áhyggjur af geimförum SpaceX og Boeing, sem ætlað er að bera menn út í geim. Bandaríkin hafa ekki geta skotið mönnum út í heim frá því geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011.Sjá einnig: NASA hefur áhyggjur af þróun geimfara SpaceX og BoeingSpaceX hefur gert 2,6 milljarða dala samning við NASA um að ferja geimfara fyrir stofnunina. Forsvarsmenn SpaceX vonast til þess að geta skotið fyrstu geimförunum á loft í júlí og því er mjög mikilvægt fyrir fyrirtækið að allt gangi vel á morgun.
Bandaríkin Boeing Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira