Óljós kostnaður á göngudeild Sveinn Arnarsson skrifar 1. mars 2019 06:00 Göngudeild SÁÁ á Akureyri verður lokað innan tíðar og skellt í lás eftir aldursfjórðungs rekstur í bænum. Svo virðist sem samskipti SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands séu í hnút. Arnþór Jónsson, framkvæmdastjóri SÁÁ, segir ríkið ekki vilja kaupa göngudeildarþjónustu af samtökunum heldur kaupa nýja þjónustu sem hann viti ekki enn hver er. Því hefur SÁÁ skellt í lás á Akureyri. Göngudeild SÁÁ hefur verið rekin á Akureyri í aldarfjórðung. Fjárframlag af hálfu ríkisins til starfseminnar er tryggt í fjárlögum þessa árs. „Það kemur því á óvart að SÁÁ ætli að loka göngudeildarþjónustunni tímabundið vegna kostnaðar,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins í gær. Fréttablaðið hefur undir höndum tölvupóstsamskipti SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands. Ríkinu er skylt samkvæmt lögum um sjúkratryggingar að gera samninga um þá heilbrigðisþjónustu sem ákveðið er að kaupa og því hafa samningaviðræður verið í gangi milli aðila. Arnþór segir að lokaákvörðun hafi verið tekin fyrir tveimur dögum um að loka göngudeildinni á Akureyri. Þann sama dag sendu Sjúkratryggingar beiðni um gögn frá SÁÁ. Þar er beðið um ársreikning fyrir árið 2018 auk þess sem stofnunin fer fram á ítarlegar upplýsingar um starfsemi SÁÁ á Akureyri og kostnaðargreiningu hennar.Arnþór Jónsson formaður SÁÁEkki er hægt að sjá nákvæmlega hver kostnaður við göngudeildarþjónustuna hjá SÁÁ er á Akureyri né hversu margir nýttu sér úrræðið miðað við þær upplýsingar sem Fréttablaðið hefur aflað frá SÁÁ. Samt sem áður segir Arnþór við Fréttablaðið að göngudeildin á Akureyri kosti 2 milljónir á mánuði. Í nefndaráliti með meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarp þessa árs kemur vilji stjórnvalda skýrt fram. „Gerð er tillaga um 150 milljón króna tímabundið framlag til reksturs SÁÁ. Velferðarráðuneyti feli Sjúkratryggingum Íslands að ganga til samninga um göngudeildarþjónustu á vegum SÁÁ auk þess að styrkja aðra þjónustu í samræmi við stefnumótun,“ segir í nefndarálitinu. Þetta telur Arnþór hins vegar ekki vera nógu skýrt. „Þetta er svolítið flókið að útskýra en hugmyndin með þessu framlagi er að veita tímabundið framlag til að kaupa nýja þjónustu í stað þeirrar sem verið er að veita nú. Það á þá að leysa tímabundinn vanda til áramóta. Þá myndi nýja þjónustan hætta,“ segir Arnþór. „Það er í raun ekkert skýrt í þessu og enginn samningur til staðar núna.“ Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir vonbrigðum með að samningar náist ekki milli aðila. Málið var tekið fyrir á fundi ráðsins í gær. „Bæjarráð óskar jafnframt eftir skýringum frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands á því hvers vegna samningar hafa ekki náðst. Enn fremur óskar bæjarráð eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands um hvort til greina komi að semja við aðra aðila um sambærilega göngudeildarþjónustu fyrir fíkla og aðstandendur þeirra á Akureyri,“ segir í ályktun bæjarráðs. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59 Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Svo virðist sem samskipti SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands séu í hnút. Arnþór Jónsson, framkvæmdastjóri SÁÁ, segir ríkið ekki vilja kaupa göngudeildarþjónustu af samtökunum heldur kaupa nýja þjónustu sem hann viti ekki enn hver er. Því hefur SÁÁ skellt í lás á Akureyri. Göngudeild SÁÁ hefur verið rekin á Akureyri í aldarfjórðung. Fjárframlag af hálfu ríkisins til starfseminnar er tryggt í fjárlögum þessa árs. „Það kemur því á óvart að SÁÁ ætli að loka göngudeildarþjónustunni tímabundið vegna kostnaðar,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins í gær. Fréttablaðið hefur undir höndum tölvupóstsamskipti SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands. Ríkinu er skylt samkvæmt lögum um sjúkratryggingar að gera samninga um þá heilbrigðisþjónustu sem ákveðið er að kaupa og því hafa samningaviðræður verið í gangi milli aðila. Arnþór segir að lokaákvörðun hafi verið tekin fyrir tveimur dögum um að loka göngudeildinni á Akureyri. Þann sama dag sendu Sjúkratryggingar beiðni um gögn frá SÁÁ. Þar er beðið um ársreikning fyrir árið 2018 auk þess sem stofnunin fer fram á ítarlegar upplýsingar um starfsemi SÁÁ á Akureyri og kostnaðargreiningu hennar.Arnþór Jónsson formaður SÁÁEkki er hægt að sjá nákvæmlega hver kostnaður við göngudeildarþjónustuna hjá SÁÁ er á Akureyri né hversu margir nýttu sér úrræðið miðað við þær upplýsingar sem Fréttablaðið hefur aflað frá SÁÁ. Samt sem áður segir Arnþór við Fréttablaðið að göngudeildin á Akureyri kosti 2 milljónir á mánuði. Í nefndaráliti með meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarp þessa árs kemur vilji stjórnvalda skýrt fram. „Gerð er tillaga um 150 milljón króna tímabundið framlag til reksturs SÁÁ. Velferðarráðuneyti feli Sjúkratryggingum Íslands að ganga til samninga um göngudeildarþjónustu á vegum SÁÁ auk þess að styrkja aðra þjónustu í samræmi við stefnumótun,“ segir í nefndarálitinu. Þetta telur Arnþór hins vegar ekki vera nógu skýrt. „Þetta er svolítið flókið að útskýra en hugmyndin með þessu framlagi er að veita tímabundið framlag til að kaupa nýja þjónustu í stað þeirrar sem verið er að veita nú. Það á þá að leysa tímabundinn vanda til áramóta. Þá myndi nýja þjónustan hætta,“ segir Arnþór. „Það er í raun ekkert skýrt í þessu og enginn samningur til staðar núna.“ Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir vonbrigðum með að samningar náist ekki milli aðila. Málið var tekið fyrir á fundi ráðsins í gær. „Bæjarráð óskar jafnframt eftir skýringum frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands á því hvers vegna samningar hafa ekki náðst. Enn fremur óskar bæjarráð eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands um hvort til greina komi að semja við aðra aðila um sambærilega göngudeildarþjónustu fyrir fíkla og aðstandendur þeirra á Akureyri,“ segir í ályktun bæjarráðs.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59 Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59
Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20