Breytingar á geðsviði í kjölfar sjálfsvíga Sighvatur Jónsson skrifar 19. mars 2019 18:45 Breytingar hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar tveggja sjálfsvíga. Verkefnastjóri sjúkrahússins segir að nýtt verklag tryggi frekar öryggi sjúklinga sem glíma við sjálfsvígshugsanir. Gamla verklagið hafi ekki verið eins öruggt og það nýja. Tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeildinni með skömmu millibili í ágúst 2017. Í framhaldi var gerð umfangsmikil greining á aðstæðum og verklagi á deildinni. Eyrún Thorstensen, verkefnastjóri á geðsviði Landspítala, segir að niðurstaðan hafi verið sú að heilmargt var hægt að gera betur. Þrjú stór verkefni hafa verið unnin í kjölfarið. Þau lúta að þjálfun starfsfólks, breytingum á umhverfi og auknu eftirliti með sjúklingum.Eyrún Thorstensen er verkefnastjóri á geðsviði Landspítala.Vísir/Friðrik ÞórMeira eftirlit með sjúklingum Fréttastofa fékk að skoða tvær deildir í dag. Önnur er í upprunalegu horfi, á hinni deildinni hafa verið gerðar breytingar. Sem dæmi er búið að fjarlægja allt sem sjúklingar geta mögulega notað til að skaða sjálfa sig. Í byrjun mars var tekið upp nýtt verklag varðandi eftirlit með sjúklingum vegna hættu á sjálfsvígum. „Allir sjúklingar sem leggjast inn á geðdeild eru settir á einhver konar öryggismeðferð. Öryggismeðferðin er í mörgum stigum og þrepum, eftir því hvað á við hverju sinni,“ segir Eyrún Thorstensen. Sjálfsvígseftirlitið er í þremur þrepum. Sjúklingur sem er metinn í mestri hættu er undir stöðugu eftirliti á herbergi sínu. Umhverfið á að vera snúrulaust og sjúklingur fær ekki að fara út af deildinni nema í fylgd að minnsta kosti tveggja starfsmanna. „Nýja verklagið er miklu nákvæmara, það er miklu auðveldara að fylgja því. Þetta gamla var kannski ekki bara nógu nákvæmt. Það var ekki nógu mikið öryggi í þessu gamla verklagi,“ segir Eyrún. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Breytingar hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar tveggja sjálfsvíga. Verkefnastjóri sjúkrahússins segir að nýtt verklag tryggi frekar öryggi sjúklinga sem glíma við sjálfsvígshugsanir. Gamla verklagið hafi ekki verið eins öruggt og það nýja. Tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeildinni með skömmu millibili í ágúst 2017. Í framhaldi var gerð umfangsmikil greining á aðstæðum og verklagi á deildinni. Eyrún Thorstensen, verkefnastjóri á geðsviði Landspítala, segir að niðurstaðan hafi verið sú að heilmargt var hægt að gera betur. Þrjú stór verkefni hafa verið unnin í kjölfarið. Þau lúta að þjálfun starfsfólks, breytingum á umhverfi og auknu eftirliti með sjúklingum.Eyrún Thorstensen er verkefnastjóri á geðsviði Landspítala.Vísir/Friðrik ÞórMeira eftirlit með sjúklingum Fréttastofa fékk að skoða tvær deildir í dag. Önnur er í upprunalegu horfi, á hinni deildinni hafa verið gerðar breytingar. Sem dæmi er búið að fjarlægja allt sem sjúklingar geta mögulega notað til að skaða sjálfa sig. Í byrjun mars var tekið upp nýtt verklag varðandi eftirlit með sjúklingum vegna hættu á sjálfsvígum. „Allir sjúklingar sem leggjast inn á geðdeild eru settir á einhver konar öryggismeðferð. Öryggismeðferðin er í mörgum stigum og þrepum, eftir því hvað á við hverju sinni,“ segir Eyrún Thorstensen. Sjálfsvígseftirlitið er í þremur þrepum. Sjúklingur sem er metinn í mestri hættu er undir stöðugu eftirliti á herbergi sínu. Umhverfið á að vera snúrulaust og sjúklingur fær ekki að fara út af deildinni nema í fylgd að minnsta kosti tveggja starfsmanna. „Nýja verklagið er miklu nákvæmara, það er miklu auðveldara að fylgja því. Þetta gamla var kannski ekki bara nógu nákvæmt. Það var ekki nógu mikið öryggi í þessu gamla verklagi,“ segir Eyrún.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira