Að missa barn úr fíkniefnaneyslu er einu barni of mikið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. mars 2019 18:12 Félags- og barnamálaráðherra ætlar að leggja fram tillögur til breytinga á barnaverndarkerfinu sem meðal annars gera það að verkum að hægt verði að grípa hraðar og fastar inni þegar börn og ungmenni leiðast út í fíkniefnaneyslu. Hann segir að hvert barn sem að við missum út af braut í lífinu með þessum hætti sé einu barni of mikið.Sjá einnig:Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Fréttastofan hefur fjallað um fíknivanda barna og ungmenna en helmingi fleiri unglingar yngri en 18 ára höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við árin þar á undan. Þá hafa þrefalt fleiri ungmenni á aldrinum átján til tuttugu ára leitað til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið þar á undan. Forvarnaraðilar segja ástandið grafalvarlegt og tekur félags og barnamálaráðherra undir áhyggjur Barnaverndarstofu, SÁÁ og Rauða krossins.Ásmundur Einar Daðason.Vísir/Stöð 2„Þetta er ofsalega dapurlegt og ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að samfélagið í heild taki höndum saman til þess að, bæði að bregðast hratt við þegar það snýr að meðferðum og öðru og eins gagnvart forvörnum, sagði Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra í samtali við fréttastofu nú síðdegis.Áformað að styrkja meðferðarhlutann enn frekar Ásmundur segir að áformað sé að styrkja enn frekar meðferðarhlutann meðal annars í framkvæmdaáætlun um barnavernd sem ráðherra ætlar að leggja fram á næstu vikum, en með breytingum á barnaverndarkerfinu er meðal annars til skoðunar með hvaða hætti er hægt grípa hraðar og fastar inni þegar börn og ungmenni eru í neyslu. „Heilt yfir held ég að við þurfum bara almennt að auka framboð á úrræðum til ungs fólks sem að leitar sér aðstoðar. Það er það sem við höfum verið að leita eftir að gera, bæði með því að vera styrkja við ný úrræði. Styrkja við úrræði eins og Hugarafl og fleiri aðila þannig að við getum gripið þessa krakka þegar að þau leita sér hjálpar og hjálpin og aðstoðin sé nærri,“ segir Ásmundur. Starfsmenn Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnið Rauða krossins á Íslandi að störfum í miðborginniVísir/Stöð 2Að missa ungan einstakling út af braut í lífinu með þessum hætti er einu barni of mikið Aldurshópurinn 18-20 ára, sem í raun er fallinn út úr eftirliti og út úr barnaverndarkerfinu er til sérstakrar skoðunar hjá ráðuneytinu. „Samkvæmt barnaverndarlögum að þá er heimilt að fylgja einstaklingum eftir sem hafa byrjað meðferð áður en þeir verða átján ára. Þetta er eitt af því sem við erum að skoða núna,“ segir Ásmundur. Til skoðunar er með hvaða hætti er hægt að bjóða úrræði innan barnaverndarkerfisins lengur heldur en orðið er. „Það er þannig að hvert barn sem að við missum og ungur einstaklingur sem að við missum út af braut í lífinu með þessum hætti að það er einu barni of mikið,“ segir Ásmundur. Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrefalt fleiri ungmenni leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað Þrefalt fleiri ungmenni, á aldrinum átján til tuttugu ára, sem sprauta vímuefnum í æð leituðu til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið 2017. 19. mars 2019 11:00 Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi. 17. mars 2019 22:15 Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra ætlar að leggja fram tillögur til breytinga á barnaverndarkerfinu sem meðal annars gera það að verkum að hægt verði að grípa hraðar og fastar inni þegar börn og ungmenni leiðast út í fíkniefnaneyslu. Hann segir að hvert barn sem að við missum út af braut í lífinu með þessum hætti sé einu barni of mikið.Sjá einnig:Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Fréttastofan hefur fjallað um fíknivanda barna og ungmenna en helmingi fleiri unglingar yngri en 18 ára höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við árin þar á undan. Þá hafa þrefalt fleiri ungmenni á aldrinum átján til tuttugu ára leitað til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið þar á undan. Forvarnaraðilar segja ástandið grafalvarlegt og tekur félags og barnamálaráðherra undir áhyggjur Barnaverndarstofu, SÁÁ og Rauða krossins.Ásmundur Einar Daðason.Vísir/Stöð 2„Þetta er ofsalega dapurlegt og ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að samfélagið í heild taki höndum saman til þess að, bæði að bregðast hratt við þegar það snýr að meðferðum og öðru og eins gagnvart forvörnum, sagði Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra í samtali við fréttastofu nú síðdegis.Áformað að styrkja meðferðarhlutann enn frekar Ásmundur segir að áformað sé að styrkja enn frekar meðferðarhlutann meðal annars í framkvæmdaáætlun um barnavernd sem ráðherra ætlar að leggja fram á næstu vikum, en með breytingum á barnaverndarkerfinu er meðal annars til skoðunar með hvaða hætti er hægt grípa hraðar og fastar inni þegar börn og ungmenni eru í neyslu. „Heilt yfir held ég að við þurfum bara almennt að auka framboð á úrræðum til ungs fólks sem að leitar sér aðstoðar. Það er það sem við höfum verið að leita eftir að gera, bæði með því að vera styrkja við ný úrræði. Styrkja við úrræði eins og Hugarafl og fleiri aðila þannig að við getum gripið þessa krakka þegar að þau leita sér hjálpar og hjálpin og aðstoðin sé nærri,“ segir Ásmundur. Starfsmenn Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnið Rauða krossins á Íslandi að störfum í miðborginniVísir/Stöð 2Að missa ungan einstakling út af braut í lífinu með þessum hætti er einu barni of mikið Aldurshópurinn 18-20 ára, sem í raun er fallinn út úr eftirliti og út úr barnaverndarkerfinu er til sérstakrar skoðunar hjá ráðuneytinu. „Samkvæmt barnaverndarlögum að þá er heimilt að fylgja einstaklingum eftir sem hafa byrjað meðferð áður en þeir verða átján ára. Þetta er eitt af því sem við erum að skoða núna,“ segir Ásmundur. Til skoðunar er með hvaða hætti er hægt að bjóða úrræði innan barnaverndarkerfisins lengur heldur en orðið er. „Það er þannig að hvert barn sem að við missum og ungur einstaklingur sem að við missum út af braut í lífinu með þessum hætti að það er einu barni of mikið,“ segir Ásmundur.
Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrefalt fleiri ungmenni leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað Þrefalt fleiri ungmenni, á aldrinum átján til tuttugu ára, sem sprauta vímuefnum í æð leituðu til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið 2017. 19. mars 2019 11:00 Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi. 17. mars 2019 22:15 Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira
Þrefalt fleiri ungmenni leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað Þrefalt fleiri ungmenni, á aldrinum átján til tuttugu ára, sem sprauta vímuefnum í æð leituðu til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið 2017. 19. mars 2019 11:00
Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi. 17. mars 2019 22:15
Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15