Enn óvissa með fiskútflutning vegna Brexit Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2019 15:34 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Vísir/stefán Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir nokkurri óvissu eytt með bráðabirgðasamkomulagi íslenskra stjórnvalda við Breta um tollfrjálsan innflutning á sjávarafurðum eftir Brexit. Enn ríki þó óvissa um útflutning sem fer um Bretland inn á meginland Evrópu. Utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi hefðu náð bráðabirgðasamkomulagi við Breta vegna vöruviðskipta ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu sem á að gerast hinn 29. mars að óbreyttu.Samningurinn mun tryggja áframhaldandi útflutning um 55.000 tonna af sjávarafurðum til Bretlands a.m.k. á sömu tollkjörum og gilda í dag. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, segir alltaf létti þegar óvissu sé eytt. „Miðað við alla vega það sem verið hefur kynnt er verið að tala um óbreytta umgjörð viðskipta. Það er í sjálfu sér mjög jákvætt. Síða hafa Bretar auðvitað líka birt bráðabirgða trollskrá sem á að gilda í allt að eitt ár frá útgöngu og það jafnvel þótt það verði útganga án samnings,” segir Heiðrún Lind. Þetta þýði að nær allar fiskafurðir geti talist tollfrjálsar í Bretlandi. Markmiðið um að fá betri eða jafngóð viðskiptakjör virðist því vera að ganga eftir miðað við fyrstu fréttir. Magnið sem talað sé um sé svipað því og flutt hafi verið út til Bretlands á undanförnum árum. „Þetta eru auðvitað mikilir hagsmunir í húfi. Útflutningsverðmæti okkar til Bretlands í fyrra voru 37 milljarðar króna. Þetta eru rúmlega 15 prósent af útflutningsverðmæti okkar í sjávarafurðum í heild,” segir Heiðrún Lind. Bráðabirgðasamkomulagið sé jákvætt skref þótt allri óvissu í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafi ekki verið eytt, til að mynda varðandi íslenskan fisk sem fer áfram frá Bretlandi til meginlands Evrópu og þar með inn í Evrópusambandið. „Annars vegar er fiskur unninn að einhverju leyti í Bretlandi, í vinnslum í Bretlandi sem fer áfram til meginlandsins. Þar gæti mögulega orðið eitthvað stopp. Svo er líka áhætta í tengslum við flutning um Bretland. Þar sem fiskurinn er í raun bara flyuttur inn á Immingham sem dæmi og fer svo beint áfram til meginlandsins. Maður veit í raun ekki hvað verður þegar þetta síðan skellur á,” segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Brexit Sjávarútvegur Tengdar fréttir Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20 Ísland og Noregur ná samningi við Bretland Ísland og Noregur hafa náð að landa samningi við Bretland sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta og réttindi borgaranna fari það svo að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings. 18. mars 2019 21:32 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir nokkurri óvissu eytt með bráðabirgðasamkomulagi íslenskra stjórnvalda við Breta um tollfrjálsan innflutning á sjávarafurðum eftir Brexit. Enn ríki þó óvissa um útflutning sem fer um Bretland inn á meginland Evrópu. Utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi hefðu náð bráðabirgðasamkomulagi við Breta vegna vöruviðskipta ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu sem á að gerast hinn 29. mars að óbreyttu.Samningurinn mun tryggja áframhaldandi útflutning um 55.000 tonna af sjávarafurðum til Bretlands a.m.k. á sömu tollkjörum og gilda í dag. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, segir alltaf létti þegar óvissu sé eytt. „Miðað við alla vega það sem verið hefur kynnt er verið að tala um óbreytta umgjörð viðskipta. Það er í sjálfu sér mjög jákvætt. Síða hafa Bretar auðvitað líka birt bráðabirgða trollskrá sem á að gilda í allt að eitt ár frá útgöngu og það jafnvel þótt það verði útganga án samnings,” segir Heiðrún Lind. Þetta þýði að nær allar fiskafurðir geti talist tollfrjálsar í Bretlandi. Markmiðið um að fá betri eða jafngóð viðskiptakjör virðist því vera að ganga eftir miðað við fyrstu fréttir. Magnið sem talað sé um sé svipað því og flutt hafi verið út til Bretlands á undanförnum árum. „Þetta eru auðvitað mikilir hagsmunir í húfi. Útflutningsverðmæti okkar til Bretlands í fyrra voru 37 milljarðar króna. Þetta eru rúmlega 15 prósent af útflutningsverðmæti okkar í sjávarafurðum í heild,” segir Heiðrún Lind. Bráðabirgðasamkomulagið sé jákvætt skref þótt allri óvissu í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafi ekki verið eytt, til að mynda varðandi íslenskan fisk sem fer áfram frá Bretlandi til meginlands Evrópu og þar með inn í Evrópusambandið. „Annars vegar er fiskur unninn að einhverju leyti í Bretlandi, í vinnslum í Bretlandi sem fer áfram til meginlandsins. Þar gæti mögulega orðið eitthvað stopp. Svo er líka áhætta í tengslum við flutning um Bretland. Þar sem fiskurinn er í raun bara flyuttur inn á Immingham sem dæmi og fer svo beint áfram til meginlandsins. Maður veit í raun ekki hvað verður þegar þetta síðan skellur á,” segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Brexit Sjávarútvegur Tengdar fréttir Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20 Ísland og Noregur ná samningi við Bretland Ísland og Noregur hafa náð að landa samningi við Bretland sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta og réttindi borgaranna fari það svo að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings. 18. mars 2019 21:32 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20
Ísland og Noregur ná samningi við Bretland Ísland og Noregur hafa náð að landa samningi við Bretland sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta og réttindi borgaranna fari það svo að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings. 18. mars 2019 21:32
Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47