Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. mars 2019 19:15 Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. Í fréttum okkar í gær var fjallað um ört vaxandi hóp þeirra sem sprauta sig reglulega með vímuefnum í æð en hátt í 300 manns með þennan vanda komu á sjúkrahúsið Vog í fyrra. Þá á fjölgunin einnig við um ungmenni á aldrinum 18-20 ára en fimmtíu og sex manns á þeim aldri komu á Vog í fyrra eftir að hafa sprautað sig. Forstjóri Barnaverndarstofu, Heiða Björg Pálmadóttir, segir þróunina því miður vera eins hjá þeim sem eru yngri en átján ára. Síðustu ár hafi verið að meðaltali um 10 til 15 börn sem hafi sprautað vímuefnum í æð í barnaverndarkerfinu. „Þessi tala hækkaði töluvert svo í fyrra og fór upp í 24 einstaklinga undir átján ára,“ sagði Heiða. Þetta þýði ekki að fleiri séu í vímuefnavanda heldur að neyslan sé orðin harðari, „Auðvitað höfum við áhyggjur þegar börn eru komin í svo þunga og harða neyslu og sprautuneyslan getur verið lífshættuleg“ segir Heiða. Ungmennin þurfi meiri stuðning Börnin 24 voru öll send í fíknimeðferð á vegum Barnaverndarstofu en barnaverndarnefndir hafa heimild til að þvinga þau í meðferð til átján ára aldurs. „Vandinn hverfur ekki við það að verða 18 ára. Þau fara þá bara inn í almenna kerfið sem fólk sem glímir við neysluvanda fer í.“ Flestir haldi áfram í neyslu og hefur Heiða áhyggjur af hópnum. Það þurfi að bregðast við þyngri neyslu. Ungmennin sem komi úr meðferðarkerfi barnaverndar þurfi meiri stuðning. „Að það séu auknar skyldur hins opinbera gagnvart þessum einstaklingum eftir 18 ára aldur og kannski fram yfir tvítugt,“ segir Heiða. Heiða segir að nú virðist þó vera að draga aðeins úr nýliðun í sprautunotkun hjá börnunum. Önnur efni séu að koma sterkt inn. „Eins og til dæmis Xanax. Til eru róandi efni sem eru í pilluformi og líka ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri neyslu.“ Heilbrigðismál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. Í fréttum okkar í gær var fjallað um ört vaxandi hóp þeirra sem sprauta sig reglulega með vímuefnum í æð en hátt í 300 manns með þennan vanda komu á sjúkrahúsið Vog í fyrra. Þá á fjölgunin einnig við um ungmenni á aldrinum 18-20 ára en fimmtíu og sex manns á þeim aldri komu á Vog í fyrra eftir að hafa sprautað sig. Forstjóri Barnaverndarstofu, Heiða Björg Pálmadóttir, segir þróunina því miður vera eins hjá þeim sem eru yngri en átján ára. Síðustu ár hafi verið að meðaltali um 10 til 15 börn sem hafi sprautað vímuefnum í æð í barnaverndarkerfinu. „Þessi tala hækkaði töluvert svo í fyrra og fór upp í 24 einstaklinga undir átján ára,“ sagði Heiða. Þetta þýði ekki að fleiri séu í vímuefnavanda heldur að neyslan sé orðin harðari, „Auðvitað höfum við áhyggjur þegar börn eru komin í svo þunga og harða neyslu og sprautuneyslan getur verið lífshættuleg“ segir Heiða. Ungmennin þurfi meiri stuðning Börnin 24 voru öll send í fíknimeðferð á vegum Barnaverndarstofu en barnaverndarnefndir hafa heimild til að þvinga þau í meðferð til átján ára aldurs. „Vandinn hverfur ekki við það að verða 18 ára. Þau fara þá bara inn í almenna kerfið sem fólk sem glímir við neysluvanda fer í.“ Flestir haldi áfram í neyslu og hefur Heiða áhyggjur af hópnum. Það þurfi að bregðast við þyngri neyslu. Ungmennin sem komi úr meðferðarkerfi barnaverndar þurfi meiri stuðning. „Að það séu auknar skyldur hins opinbera gagnvart þessum einstaklingum eftir 18 ára aldur og kannski fram yfir tvítugt,“ segir Heiða. Heiða segir að nú virðist þó vera að draga aðeins úr nýliðun í sprautunotkun hjá börnunum. Önnur efni séu að koma sterkt inn. „Eins og til dæmis Xanax. Til eru róandi efni sem eru í pilluformi og líka ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri neyslu.“
Heilbrigðismál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira