Breiða sáttin Guðmundur Steingrímsson skrifar 18. mars 2019 08:00 Þegar ríkisstjórnin var mynduð var mikið talað um það af forsprökkum hennar að skapa ætti breiða sátt. Um væri að ræða ákaflega ólíka flokka og því heyrði það til mikilla tímamóta að þeir skyldu hafa ákveðið að slíðra sverðin og starfa saman pólanna á milli, eins og kallað var. Það er merkilegt hvað lítið hefur orðið úr þessari breiðu sátt. Katrín virðist kannski sátt við Bjarna og Svandís við Sigurð. Það er gott og blessað. Fólkið er ekki að munnhöggvast á þingi, eins og það væri væntanlega að gera núna ef það væri ekki saman í ríkisstjórn. Svo langt nær sáttin. En hún nær ekki mikið lengra.Mótmæli úti um allt Breiða sáttin átti væntanlega að ná út í þjóðfélagið. Það er ekki að sjá. Þvert á móti virðist ríkja mjög breitt ósætti. Hælisleitendur mótmæla á degi hverjum. Verkafólk er í baráttuhug og mundar verkfallsvopnið af áður óþekktri löngun, líkt og ósættið hafi soðið undir um árabil og sé loks að gjósa upp. Grunnskólanemar skrópa í skólum á föstudögum og fjölmenna niður í bæ til að mótmæla þeirri alvarlegu staðreynd að mannkynið er að kæfa sig sjálft í gróðurhúsalofttegundum og framtíðarútlit unga fólksins því vægast sagt dökkt. Satt að segja veit ég ekki almennilega hvort það sé hægt að finna beinlínis manneskju á Íslandi í dag sem er sátt. Hinn glaði Íslendingur er vandfundinn. Manni líður stundum eins og sá síðasti hressi á opinberum vettvangi hafi verið Hemmi Gunn.Vont einkenni Þetta er bagalegt einkenni á samfélagi. Sérstaklega forríku örsamfélagi norður í hafsauga. Það ætti að vera hægt að skapa nokkuð umfangsmikla sátt meðal hinna sárafáu íbúa með réttum áherslum og aðferðum. Það fer mikil orka í það að vera ósáttur. Dæs er orkusuga. Maður vill treysta samfélagi sínu. Maður vill búa í samfélagi þar sem málefnum hælisleitenda er sinnt af mannúð og víðsýni, en ekki piparúða. Maður vill tilheyra þjóðfélagi sem lítur á það sem frumskyldu að sjá til þess að vinnandi fólk geti lifað af launum sínum. Maður vill tilheyra þjóð sem er í fararbroddi í umhverfismálum og setur allt kapp á að vera öðrum þjóðum fordæmi. Ég gleymi því ekki þegar ég sat á þingi og nýkrýndur forsætisráðherra ákvað að ýta metnaðarfullum, og áður samþykktum tillögum um uppbyggingu græns hagkerfis á Íslandi til hliðar og setja fjármagnið í varðveislu torfbæja. Í ræðu sinni sagði hann að fátt væri grænna en torfbæir.Hvað og hvernig? Það er þetta sem ég á við. Augljósum kröfum tímans er mætt með skætingi. Deilur eru dyggð. Hungri er mætt með hagtölum. Neyð með kylfum. Dómur mannréttindadómstóls, sem hefur það hlutverk að vernda borgarana gegn valdmiklum stjórnvöldum sem ætíð hafa tilhneigingu til að misnota stöðu sína, er mætt með hundshaus. Spurningamerki reist við niðurstöðuna. Lítið um auðmýkt. Hvernig verður meiri sátt til? Jú, ég held að hún verði til dæmis sköpuð með því að ríkisstjórn sem sagðist ætla að skapa meiri sátt fari að íhuga af meiri þunga og alvöru hvernig hún geti náð því markmiði sínu. Eitt held ég að geti verið leiðarljós í þeirri vinnu: Að hlusta. Til að gera eitthvað af viti þarf að skilja og til að skilja þarf að hlusta. Hlusta á tif tíðarandans. Hlusta á fólk falla í fátæktargildrur. Hlusta á einstaklinga flýja til Íslands og mygla úr afskiptaleysi á Ásbrú. Hlusta á leiðann sem grípur um sig þegar ákvarðanir eru ekki réttar, þegar viðbrögð eru röng. Hlusta á vonbrigðin sem aðgerðarleysi getur valdið og særindin sem aðgerðir geta valdið. Hlusta á áhyggjur annarra. Hlusta á jörðina hitna. Hlusta á framtíðina versna.Þjóðfélagshvíslari Góð stjórnmálamanneskja er eins og þjóðfélagshvíslari. Hún horfir. Hún heyrir. Hún rýnir í. Hún leitar eftir. Hún trúir því líka — og þetta er erfitt á stundum — að innan um allan orðaflauminn, skoðanirnar, hrópin, köllin, jafnvel hatrið, birtist ætíð um síðir ákvörðun sem er kristaltær í sannleika sínum. Setningar verða til, aðgerðir verða til og þær eru góðar af einni og aðeins einni ástæðu: Þær gera heiminn betri, núna og til framtíðar. Þær auka sátt. Ég held að fólk á þingi hafi mismikla trú á því að þetta sé hægt. Ég gruna suma um að skeyta litlu um svona markmið. Á sumum bæjum virðist tilgangurinn fremur að halda völdum og skipta gæðum. Ég veit þó líka hitt, að á meðal forystufólks þjóðarinnar eru manneskjur sem vita vel að markmið stjórnmála er æðra og merkilegra en stundargróði fárra eða gæsla úreltra hagsmuna. Það veit vel að stjórnmál geta verið ægifögur. Staðreyndin er hins vegar sú að margt af þessu fólki er upptekið þessa stundina við að halda saman ríkisstjórn hinnar breiðu sáttar á meðan þjóðfélagið logar í ósætti. Það kalla ég rangan fókus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Skoðun Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar ríkisstjórnin var mynduð var mikið talað um það af forsprökkum hennar að skapa ætti breiða sátt. Um væri að ræða ákaflega ólíka flokka og því heyrði það til mikilla tímamóta að þeir skyldu hafa ákveðið að slíðra sverðin og starfa saman pólanna á milli, eins og kallað var. Það er merkilegt hvað lítið hefur orðið úr þessari breiðu sátt. Katrín virðist kannski sátt við Bjarna og Svandís við Sigurð. Það er gott og blessað. Fólkið er ekki að munnhöggvast á þingi, eins og það væri væntanlega að gera núna ef það væri ekki saman í ríkisstjórn. Svo langt nær sáttin. En hún nær ekki mikið lengra.Mótmæli úti um allt Breiða sáttin átti væntanlega að ná út í þjóðfélagið. Það er ekki að sjá. Þvert á móti virðist ríkja mjög breitt ósætti. Hælisleitendur mótmæla á degi hverjum. Verkafólk er í baráttuhug og mundar verkfallsvopnið af áður óþekktri löngun, líkt og ósættið hafi soðið undir um árabil og sé loks að gjósa upp. Grunnskólanemar skrópa í skólum á föstudögum og fjölmenna niður í bæ til að mótmæla þeirri alvarlegu staðreynd að mannkynið er að kæfa sig sjálft í gróðurhúsalofttegundum og framtíðarútlit unga fólksins því vægast sagt dökkt. Satt að segja veit ég ekki almennilega hvort það sé hægt að finna beinlínis manneskju á Íslandi í dag sem er sátt. Hinn glaði Íslendingur er vandfundinn. Manni líður stundum eins og sá síðasti hressi á opinberum vettvangi hafi verið Hemmi Gunn.Vont einkenni Þetta er bagalegt einkenni á samfélagi. Sérstaklega forríku örsamfélagi norður í hafsauga. Það ætti að vera hægt að skapa nokkuð umfangsmikla sátt meðal hinna sárafáu íbúa með réttum áherslum og aðferðum. Það fer mikil orka í það að vera ósáttur. Dæs er orkusuga. Maður vill treysta samfélagi sínu. Maður vill búa í samfélagi þar sem málefnum hælisleitenda er sinnt af mannúð og víðsýni, en ekki piparúða. Maður vill tilheyra þjóðfélagi sem lítur á það sem frumskyldu að sjá til þess að vinnandi fólk geti lifað af launum sínum. Maður vill tilheyra þjóð sem er í fararbroddi í umhverfismálum og setur allt kapp á að vera öðrum þjóðum fordæmi. Ég gleymi því ekki þegar ég sat á þingi og nýkrýndur forsætisráðherra ákvað að ýta metnaðarfullum, og áður samþykktum tillögum um uppbyggingu græns hagkerfis á Íslandi til hliðar og setja fjármagnið í varðveislu torfbæja. Í ræðu sinni sagði hann að fátt væri grænna en torfbæir.Hvað og hvernig? Það er þetta sem ég á við. Augljósum kröfum tímans er mætt með skætingi. Deilur eru dyggð. Hungri er mætt með hagtölum. Neyð með kylfum. Dómur mannréttindadómstóls, sem hefur það hlutverk að vernda borgarana gegn valdmiklum stjórnvöldum sem ætíð hafa tilhneigingu til að misnota stöðu sína, er mætt með hundshaus. Spurningamerki reist við niðurstöðuna. Lítið um auðmýkt. Hvernig verður meiri sátt til? Jú, ég held að hún verði til dæmis sköpuð með því að ríkisstjórn sem sagðist ætla að skapa meiri sátt fari að íhuga af meiri þunga og alvöru hvernig hún geti náð því markmiði sínu. Eitt held ég að geti verið leiðarljós í þeirri vinnu: Að hlusta. Til að gera eitthvað af viti þarf að skilja og til að skilja þarf að hlusta. Hlusta á tif tíðarandans. Hlusta á fólk falla í fátæktargildrur. Hlusta á einstaklinga flýja til Íslands og mygla úr afskiptaleysi á Ásbrú. Hlusta á leiðann sem grípur um sig þegar ákvarðanir eru ekki réttar, þegar viðbrögð eru röng. Hlusta á vonbrigðin sem aðgerðarleysi getur valdið og særindin sem aðgerðir geta valdið. Hlusta á áhyggjur annarra. Hlusta á jörðina hitna. Hlusta á framtíðina versna.Þjóðfélagshvíslari Góð stjórnmálamanneskja er eins og þjóðfélagshvíslari. Hún horfir. Hún heyrir. Hún rýnir í. Hún leitar eftir. Hún trúir því líka — og þetta er erfitt á stundum — að innan um allan orðaflauminn, skoðanirnar, hrópin, köllin, jafnvel hatrið, birtist ætíð um síðir ákvörðun sem er kristaltær í sannleika sínum. Setningar verða til, aðgerðir verða til og þær eru góðar af einni og aðeins einni ástæðu: Þær gera heiminn betri, núna og til framtíðar. Þær auka sátt. Ég held að fólk á þingi hafi mismikla trú á því að þetta sé hægt. Ég gruna suma um að skeyta litlu um svona markmið. Á sumum bæjum virðist tilgangurinn fremur að halda völdum og skipta gæðum. Ég veit þó líka hitt, að á meðal forystufólks þjóðarinnar eru manneskjur sem vita vel að markmið stjórnmála er æðra og merkilegra en stundargróði fárra eða gæsla úreltra hagsmuna. Það veit vel að stjórnmál geta verið ægifögur. Staðreyndin er hins vegar sú að margt af þessu fólki er upptekið þessa stundina við að halda saman ríkisstjórn hinnar breiðu sáttar á meðan þjóðfélagið logar í ósætti. Það kalla ég rangan fókus.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun