Toppliðin í Evrópu myndu neita að mæta í nýju FIFA-keppnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2019 16:15 Real Madrid vann heimsmeistarakeppni félagsliða í desember síðastliðnum. Getty/Michael Regan Alþjóða knattspyrnusambandið hefur fengið skýr skilaboð frá toppklúbbunum í Evrópu sem taka ekki vel í nýja og stærri heimsmeistarakeppni félagsliða. FIFA ætlar að breyta heimsmeistarakeppni félagsliða frá og með árinu 2021 en það yrði ekki rismikil keppni ef bestu lið Evrópu neita að taka þátt í keppninni. Samtök evrópskra knattspyrnufélaga segja að ekki sé hægt að gera neinar breytingar á keppnisdagatalinu fyrr en eftir árið 2024. FIFA hefur lagt til að nýja útgáfan af heimsmeistarakeppni félagsliða fari fram í júní 2021. Síðustu ár hefur keppnin farið fram í desember og þar hafa tekið þátt sjö félög frá sex álfusamböndum. FIFA hefur nú endurhannað heimsmeistarakeppni félagsliða þannig að hún innihaldi 24 félög, þar af átta frá Evrópu, og fari fram frá júní fram í júlí en ekki í jólamánuðinum. Stjórnarmenn í samtökum evrópskra knattspyrnufélaga eða ECA hafa nú sent FIFA formlegt bréf þar sem lýst er yfir áhyggjum með með fyrrnefnd plön.Top European clubs have told Fifa they would boycott the revised Club World Cup. Find out morehttps://t.co/mVQSupb0zDpic.twitter.com/HvScxIJ35q — BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2019„Við erum alveg á móti hugsanlegu samkomulagi um nýja útgáfu af heimsmeistarakeppni félagsliða og ekkert ECA félag myndi taka þátt í slíkri keppni,“ sagði Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United, sem er líka í stjórn samtaka evrópskra knattspyrnufélaga. Bréfið var stílað á Aleksander Ceferin, forseta UEFA, og er honum ætlað að gera grein fyrir því á stjórnarfundi FIFA sem stendur nú yfir í Miami í Bandaríkjunum. Nýja FIFA keppnin á að fara fram 17. júní til 4. júlí sumarið 2021 og það yrði mjög mikið að gera í fótboltanum þetta sumar því leikir í undankeppni HM 2022 eiga að fara fram 31. maí til 8. júní. Af þeim sökum yrðu síðan Afríkukeppni landsliða og Gullbikar Norður- og Mið-Ameríku að fara fram frá 5. til 31. júlí. FIFA HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið hefur fengið skýr skilaboð frá toppklúbbunum í Evrópu sem taka ekki vel í nýja og stærri heimsmeistarakeppni félagsliða. FIFA ætlar að breyta heimsmeistarakeppni félagsliða frá og með árinu 2021 en það yrði ekki rismikil keppni ef bestu lið Evrópu neita að taka þátt í keppninni. Samtök evrópskra knattspyrnufélaga segja að ekki sé hægt að gera neinar breytingar á keppnisdagatalinu fyrr en eftir árið 2024. FIFA hefur lagt til að nýja útgáfan af heimsmeistarakeppni félagsliða fari fram í júní 2021. Síðustu ár hefur keppnin farið fram í desember og þar hafa tekið þátt sjö félög frá sex álfusamböndum. FIFA hefur nú endurhannað heimsmeistarakeppni félagsliða þannig að hún innihaldi 24 félög, þar af átta frá Evrópu, og fari fram frá júní fram í júlí en ekki í jólamánuðinum. Stjórnarmenn í samtökum evrópskra knattspyrnufélaga eða ECA hafa nú sent FIFA formlegt bréf þar sem lýst er yfir áhyggjum með með fyrrnefnd plön.Top European clubs have told Fifa they would boycott the revised Club World Cup. Find out morehttps://t.co/mVQSupb0zDpic.twitter.com/HvScxIJ35q — BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2019„Við erum alveg á móti hugsanlegu samkomulagi um nýja útgáfu af heimsmeistarakeppni félagsliða og ekkert ECA félag myndi taka þátt í slíkri keppni,“ sagði Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United, sem er líka í stjórn samtaka evrópskra knattspyrnufélaga. Bréfið var stílað á Aleksander Ceferin, forseta UEFA, og er honum ætlað að gera grein fyrir því á stjórnarfundi FIFA sem stendur nú yfir í Miami í Bandaríkjunum. Nýja FIFA keppnin á að fara fram 17. júní til 4. júlí sumarið 2021 og það yrði mjög mikið að gera í fótboltanum þetta sumar því leikir í undankeppni HM 2022 eiga að fara fram 31. maí til 8. júní. Af þeim sökum yrðu síðan Afríkukeppni landsliða og Gullbikar Norður- og Mið-Ameríku að fara fram frá 5. til 31. júlí.
FIFA HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira