Segir ekkert smámál að lækka laun Birnu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. mars 2019 07:15 Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka. Fréttablaðið/Eyþór „Við þurftum að ræða þetta fram og til baka, það er ekkert smámál að gera þessar breytingar,“ segir Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, um það samkomulag að lækka laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra um 12,5 prósent frá og með næstu mánaðamótum. Hann segir sátt hafa ríkt um niðurstöðuna innan stjórnar, hjá bankastjóranum og Bankasýslu ríkisins. Heildarlaun Birnu lækka úr 4,4 milljónum á mánuði í rúmlega 3,8 milljónir eftir að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kom þeim skilaboðum til stjórna ríkisbankanna tveggja, í gegnum Bankasýslu ríkisins, að tafarlaus endurskoðun á launaskriði stjóranna skyldi framkvæmd. Bankarnir hafa báðir brugðist við. Friðrik og stjórn Íslandsbanka höfðu nýverið í bréfi til Bankasýslunnar varið launaákvarðanir sínar til bankastjórans sem hóflegar og ekki leiðandi. Hin skarpa launalækkun Birnu er því nokkur viðsnúningur. Friðrik segir umræðuna hafa vegið þungt. „Það voru umræður í þjóðfélaginu, bæði bréfaskipti milli fjármálaráðuneytisins og bankasýslunnar og umræður ýmissa ráðherra um þessi launamál sem gera það að verkum að við töldum ástæðu til að endurskoða launasetningu bankastjórans.“ Friðrik bendir á að laun Birnu lækkuðu einnig að hennar frumkvæði um fjórtán prósent í upphafi árs. Með ákvörðuninni nú hafi laun hennar lækkað um nærri fjórðung síðan ríkið eignaðist bankann. Launavísitalan hafi hækkað um tæp 23,6 prósent á sama tímabili. „En okkur hefur þótt staða Íslandsbanka sérstök og öðruvísi en hjá öðrum því sögulega hefur bankinn ekkert verið í eigu ríkisins. Hann var ekki einn þeirra sem voru einkavæddir um síðustu aldamót og Íslandsbanki og forverar hans verið í eigu einkaaðila talsvert langt aftur í tímann. Bankinn starfar auðvitað á samkeppnismarkaði og sá markaður er alltaf að breytast og það hefur meðal annars ráðið launasetningunni hingað til,“ segir Friðrik. Þá telur hann að launasamanburður við aðra ríkisforstjóra gefi ekki alveg rétta mynd. „Bankastjóranum er ekki heimilt að sitja í stjórnum fyrirtækja og fá fyrir það laun. En það er á allra vitorði að margir forstjórar fyrirtækja í ríkiseigu sitja í ýmsum stjórnum fyrirtækja og fá þar tekjur utan þess sem þeir hafa af aðalstarfi sínu.“ Aðalfundur Íslandsbanka fer fram í næstu viku og boðar Friðrik að þar verði kynntar breytingar á starfskjarastefnunni. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Við þurftum að ræða þetta fram og til baka, það er ekkert smámál að gera þessar breytingar,“ segir Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, um það samkomulag að lækka laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra um 12,5 prósent frá og með næstu mánaðamótum. Hann segir sátt hafa ríkt um niðurstöðuna innan stjórnar, hjá bankastjóranum og Bankasýslu ríkisins. Heildarlaun Birnu lækka úr 4,4 milljónum á mánuði í rúmlega 3,8 milljónir eftir að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kom þeim skilaboðum til stjórna ríkisbankanna tveggja, í gegnum Bankasýslu ríkisins, að tafarlaus endurskoðun á launaskriði stjóranna skyldi framkvæmd. Bankarnir hafa báðir brugðist við. Friðrik og stjórn Íslandsbanka höfðu nýverið í bréfi til Bankasýslunnar varið launaákvarðanir sínar til bankastjórans sem hóflegar og ekki leiðandi. Hin skarpa launalækkun Birnu er því nokkur viðsnúningur. Friðrik segir umræðuna hafa vegið þungt. „Það voru umræður í þjóðfélaginu, bæði bréfaskipti milli fjármálaráðuneytisins og bankasýslunnar og umræður ýmissa ráðherra um þessi launamál sem gera það að verkum að við töldum ástæðu til að endurskoða launasetningu bankastjórans.“ Friðrik bendir á að laun Birnu lækkuðu einnig að hennar frumkvæði um fjórtán prósent í upphafi árs. Með ákvörðuninni nú hafi laun hennar lækkað um nærri fjórðung síðan ríkið eignaðist bankann. Launavísitalan hafi hækkað um tæp 23,6 prósent á sama tímabili. „En okkur hefur þótt staða Íslandsbanka sérstök og öðruvísi en hjá öðrum því sögulega hefur bankinn ekkert verið í eigu ríkisins. Hann var ekki einn þeirra sem voru einkavæddir um síðustu aldamót og Íslandsbanki og forverar hans verið í eigu einkaaðila talsvert langt aftur í tímann. Bankinn starfar auðvitað á samkeppnismarkaði og sá markaður er alltaf að breytast og það hefur meðal annars ráðið launasetningunni hingað til,“ segir Friðrik. Þá telur hann að launasamanburður við aðra ríkisforstjóra gefi ekki alveg rétta mynd. „Bankastjóranum er ekki heimilt að sitja í stjórnum fyrirtækja og fá fyrir það laun. En það er á allra vitorði að margir forstjórar fyrirtækja í ríkiseigu sitja í ýmsum stjórnum fyrirtækja og fá þar tekjur utan þess sem þeir hafa af aðalstarfi sínu.“ Aðalfundur Íslandsbanka fer fram í næstu viku og boðar Friðrik að þar verði kynntar breytingar á starfskjarastefnunni.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira