Flugvélar Boeing fara aftur í loftið í fyrsta lagi í maí Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2019 22:45 Flugvélarnar voru kyrrsettar í kjölfar banvæns slyss í Eþíópíu á sunnudaginn og annars í Indónesíu í fyrra. AP/Matt York Allar flugvélar Boeing af gerðinni 737 MAX 8 og MAX 9 verða kyrrsettar þar til í maí, í fyrsta lagi. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, segja að þeim verði ekki flogið á ný fyrr en þær hafa allar fengið hugbúnaðaruppfærslu. Flugvélarnar voru kyrrsettar í kjölfar banvæns slyss í Eþíópíu á sunnudaginn og annars í Indónesíu í fyrra. Sérfræðingar hafa fundið líkindi hafa á slysunum með því að bera saman gögn úr gervihnöttum. Báðar flugvélarnar brotlentu skömmu eftir flugtak og í Eþíópíu tilkynnti flugstjóri flugvélarinnar að hann ætti í erfiðleikum með að stýra henni og hafði hann beðið um, og fengið, heimild til að snúa við og lenda aftur. Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu í Indónesíu í fyrra að skynjari hafi fyrir mistök talið nef flugvélarinnar vera of hátt og sjálfstýring flugvélarinnar hafi því tekið völdin og lækkað flugið. Flugmenn flugvélarinnar hafi ekki getað hækkað flugið og því hafi hún hrapað í Jövuhaf.Þar að auki hafa fregnir borist af því að FAA hafi minnst tvisvar sinnum borist tilkynningar frá flugmönnum í Bandaríkjunum um að flugvélar af þessum gerðum hafi lækkað flugið um tólfhundruð til fimmtánhundruð fet á mínútu, eftir að kveikt var á sjálfsstýringu þeirra. Í bæði skiptin tók þó stuttan tíma að rétta flugvélarnar af, þegar slökkt hafði verið á sjálfsstýringunni.Rannsókn á flugrita hefst á morgunBBC hefur eftir þingmanninum Rick Larsen að það muni taka nokkrar vikur að uppfæra hugbúnað allra flugvélanna sem um ræðir. Það muni í það minnsta taka út apríl. Þó er bent á að FAA sagði í gær að uppfærsla sem starfsmenn Boeing hafa verið að vinna að frá flugslysinu í Indónesíu sé langt frá því að vera tilbúin. Það muni taka mánuði að klára hana.Frakkar hafa tekið yfir rannsókn á flugrita flugvélarinnar sem brotlenti í Eþíópíu. Flugritinn er þó sagður hafa orðið fyrir verulegum skemmdum og óljóst er hve langan tíma það mun taka að ná gögnum af honum. Vinnan hefst í fyrramálið, samkvæmt Reuters.Forsvarsmenn Boeing staðhæfa að flugvélarnar séu öruggar en hafa þó stöðvað afhendingu þeirra fimm þúsund flugvéla sem flugfélög um heiminn allan hafa pantað af bandaríska fyrirtækinu. Framleiðslu þeirra verður þó haldið áfram í millitíðinni. Hlutabréf Boeing hafa lækkað um ellefu prósent frá því á sunnudaginn. Bandaríkin Boeing Eþíópía Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Allar flugvélar Boeing af gerðinni 737 MAX 8 og MAX 9 verða kyrrsettar þar til í maí, í fyrsta lagi. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, segja að þeim verði ekki flogið á ný fyrr en þær hafa allar fengið hugbúnaðaruppfærslu. Flugvélarnar voru kyrrsettar í kjölfar banvæns slyss í Eþíópíu á sunnudaginn og annars í Indónesíu í fyrra. Sérfræðingar hafa fundið líkindi hafa á slysunum með því að bera saman gögn úr gervihnöttum. Báðar flugvélarnar brotlentu skömmu eftir flugtak og í Eþíópíu tilkynnti flugstjóri flugvélarinnar að hann ætti í erfiðleikum með að stýra henni og hafði hann beðið um, og fengið, heimild til að snúa við og lenda aftur. Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu í Indónesíu í fyrra að skynjari hafi fyrir mistök talið nef flugvélarinnar vera of hátt og sjálfstýring flugvélarinnar hafi því tekið völdin og lækkað flugið. Flugmenn flugvélarinnar hafi ekki getað hækkað flugið og því hafi hún hrapað í Jövuhaf.Þar að auki hafa fregnir borist af því að FAA hafi minnst tvisvar sinnum borist tilkynningar frá flugmönnum í Bandaríkjunum um að flugvélar af þessum gerðum hafi lækkað flugið um tólfhundruð til fimmtánhundruð fet á mínútu, eftir að kveikt var á sjálfsstýringu þeirra. Í bæði skiptin tók þó stuttan tíma að rétta flugvélarnar af, þegar slökkt hafði verið á sjálfsstýringunni.Rannsókn á flugrita hefst á morgunBBC hefur eftir þingmanninum Rick Larsen að það muni taka nokkrar vikur að uppfæra hugbúnað allra flugvélanna sem um ræðir. Það muni í það minnsta taka út apríl. Þó er bent á að FAA sagði í gær að uppfærsla sem starfsmenn Boeing hafa verið að vinna að frá flugslysinu í Indónesíu sé langt frá því að vera tilbúin. Það muni taka mánuði að klára hana.Frakkar hafa tekið yfir rannsókn á flugrita flugvélarinnar sem brotlenti í Eþíópíu. Flugritinn er þó sagður hafa orðið fyrir verulegum skemmdum og óljóst er hve langan tíma það mun taka að ná gögnum af honum. Vinnan hefst í fyrramálið, samkvæmt Reuters.Forsvarsmenn Boeing staðhæfa að flugvélarnar séu öruggar en hafa þó stöðvað afhendingu þeirra fimm þúsund flugvéla sem flugfélög um heiminn allan hafa pantað af bandaríska fyrirtækinu. Framleiðslu þeirra verður þó haldið áfram í millitíðinni. Hlutabréf Boeing hafa lækkað um ellefu prósent frá því á sunnudaginn.
Bandaríkin Boeing Eþíópía Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00
Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30
Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00