Endurbætur og endurgerð Hjálmar Sveinsson skrifar 14. mars 2019 07:00 Þessa dagana er verið að klára að gera upp Stórasel vestur í bæ, gamalt tómthúsbýli á baklóð við Holtsgötu. Minjavernd hf. stendur að verkinu. Þarna var reistur tvöfaldur steinbær á árunum 1884 til 1893 en hann hafði tapað upprunalegum einkennum sínum og var orðinn mjög hrörlegur. Fyrir fáeinum misserum gerðu Reykjavíkurborg og Minjavernd með sér samning um endurgerð nokkurra húsa í borginni, þar á meðal Stórasels og Gröndalshúss sem var flutt frá Vesturgötu að Fischersundi með viðkomu úti á Granda. Kostnaður við endurgerð gamalla húsa í borginni hefur verið mikið í umræðunni frá síðustu kosningum. Mörgum blöskrar hvað þær kostnaðaráætlanir reynast oft haldlitlar þegar á reynir. Það er augljóslega mikilvægt fyrir borgaryfirvöld að bæta vinnubrögðin. Ég tel samt að þegar fram í sækir muni flestir telja að það hafi verið þjóðþrifaverk að ráðast í vandaða endurgerð þessara húsa. Ákvörðun borgaryfirvalda um síðustu aldamót að taka Geysishúsið við Aðalstræti í gegn og Hafnarstræti 16 skipti miklu máli. Enn stærra skref var tekið þegar gömlu húsin við Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 voru endurgerð af miklum metnaði eftir brunann mikla þar á horninu árið 2007. Kostnaðurinn var mikill og framkvæmdin umdeild. Í dag eru flestir ánægðir með þessi fallegu nýju/gömlu hús. Síðustu misserin hafa einkaaðilar staðið fyrir metnaðarfullri endurgerð gamalla húsa við Hafnarstræti. Svolítið vestar, við Tryggvagötu, er búið að endurbyggja gömlu Fiskhöllina og Exeterhúsið. Til mikillar prýði. Margt fleira mætti nefna. Þyrping gamalla húsa við Vitastíg, milli Laugavegs og Hverfisgötu, er að þéttast og ganga í endurnýjun lífdaga sinna. Sama er að segja um timburhúsaröðina við Vallarstræti. Tímabærar endurbætur glerskálans á Hlemmtorgi, sem varð 40 ára í fyrra, hafa heppnast vel, jafnvel þótt sú framkvæmd hafi verið kostnaðarsamari en til stóð, líkt og endurgert Gröndalshús. Nýlega stóð borgin ásamt HR fyrir endurbyggingu húsaþyrpingar frá stríðsárunum við Nauthólsveg sem hefur verið kölluð „bragginn“. Eins og frægt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er verið að klára að gera upp Stórasel vestur í bæ, gamalt tómthúsbýli á baklóð við Holtsgötu. Minjavernd hf. stendur að verkinu. Þarna var reistur tvöfaldur steinbær á árunum 1884 til 1893 en hann hafði tapað upprunalegum einkennum sínum og var orðinn mjög hrörlegur. Fyrir fáeinum misserum gerðu Reykjavíkurborg og Minjavernd með sér samning um endurgerð nokkurra húsa í borginni, þar á meðal Stórasels og Gröndalshúss sem var flutt frá Vesturgötu að Fischersundi með viðkomu úti á Granda. Kostnaður við endurgerð gamalla húsa í borginni hefur verið mikið í umræðunni frá síðustu kosningum. Mörgum blöskrar hvað þær kostnaðaráætlanir reynast oft haldlitlar þegar á reynir. Það er augljóslega mikilvægt fyrir borgaryfirvöld að bæta vinnubrögðin. Ég tel samt að þegar fram í sækir muni flestir telja að það hafi verið þjóðþrifaverk að ráðast í vandaða endurgerð þessara húsa. Ákvörðun borgaryfirvalda um síðustu aldamót að taka Geysishúsið við Aðalstræti í gegn og Hafnarstræti 16 skipti miklu máli. Enn stærra skref var tekið þegar gömlu húsin við Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 voru endurgerð af miklum metnaði eftir brunann mikla þar á horninu árið 2007. Kostnaðurinn var mikill og framkvæmdin umdeild. Í dag eru flestir ánægðir með þessi fallegu nýju/gömlu hús. Síðustu misserin hafa einkaaðilar staðið fyrir metnaðarfullri endurgerð gamalla húsa við Hafnarstræti. Svolítið vestar, við Tryggvagötu, er búið að endurbyggja gömlu Fiskhöllina og Exeterhúsið. Til mikillar prýði. Margt fleira mætti nefna. Þyrping gamalla húsa við Vitastíg, milli Laugavegs og Hverfisgötu, er að þéttast og ganga í endurnýjun lífdaga sinna. Sama er að segja um timburhúsaröðina við Vallarstræti. Tímabærar endurbætur glerskálans á Hlemmtorgi, sem varð 40 ára í fyrra, hafa heppnast vel, jafnvel þótt sú framkvæmd hafi verið kostnaðarsamari en til stóð, líkt og endurgert Gröndalshús. Nýlega stóð borgin ásamt HR fyrir endurbyggingu húsaþyrpingar frá stríðsárunum við Nauthólsveg sem hefur verið kölluð „bragginn“. Eins og frægt er.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar