Risaákvörðun hjá Risunum í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2019 09:30 Odell Beckham Jr. Getty/Mitchell Leff NFL-liðið New York Giants ákvað í nótt að skipta frá sér stærstu stjörnu félagsins og það er óhætt að segja að þar hafi verið á ferðinni risaákvörðun hjá New York félaginu. Risarnir frá New York tóku þá risaákvörðun að senda Odell Beckham yngri til Cleveland Browns í skiptum fyrir tvo valrétti og varnarmanninn Jabrill Pepper. Útherjinn Odell Beckham Jr. hefur verið stærsta stjarna New York Giants undanfarin ár og skiptin koma mikið á óvart því kappinn skrifaði undir nýjan fimm ára og 95 milljón dollara samning á síðasta ári. Hann sló algjörlega í gegn þegar hann greip sendingu með annarri hendi í leik með New York Giants og hefur síðan margoft sýnt og sannað að hann er í hópi þeirra allra bestu í NFL-deildinni. Beckham var duglegur að gagnrýna það sem var í gangi hjá félaginu og eigandinn var greinilega búinn að fá nóg af honum. Hæfileikarnir eru vissulega til staðar en það fylgir þeim líka mikill aukafarangur því Beckham er vanur að koma sér á forsíður blaðanna. Odell Beckham Jr. er enn bara 26 ára gamall og á því mörg af sínum bestu árum eftir. Hann mun styrkja Cleveland Browns liðið mikið. Beckham var þriðji besti útherji NFL-deildarinnar tölfræðilega með 77 gripna bolta fyrir 1052 jarda og sex snertimörk. Beckham skoraði alls 44 snertimörk í 59 leikjum með New York Giants. Nýliðavalið fer fram 26. apríl næstkomandi. New York Giants fékk valrétti í fyrstu og þriðju umferð frá Cleveland Browns. NFL Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
NFL-liðið New York Giants ákvað í nótt að skipta frá sér stærstu stjörnu félagsins og það er óhætt að segja að þar hafi verið á ferðinni risaákvörðun hjá New York félaginu. Risarnir frá New York tóku þá risaákvörðun að senda Odell Beckham yngri til Cleveland Browns í skiptum fyrir tvo valrétti og varnarmanninn Jabrill Pepper. Útherjinn Odell Beckham Jr. hefur verið stærsta stjarna New York Giants undanfarin ár og skiptin koma mikið á óvart því kappinn skrifaði undir nýjan fimm ára og 95 milljón dollara samning á síðasta ári. Hann sló algjörlega í gegn þegar hann greip sendingu með annarri hendi í leik með New York Giants og hefur síðan margoft sýnt og sannað að hann er í hópi þeirra allra bestu í NFL-deildinni. Beckham var duglegur að gagnrýna það sem var í gangi hjá félaginu og eigandinn var greinilega búinn að fá nóg af honum. Hæfileikarnir eru vissulega til staðar en það fylgir þeim líka mikill aukafarangur því Beckham er vanur að koma sér á forsíður blaðanna. Odell Beckham Jr. er enn bara 26 ára gamall og á því mörg af sínum bestu árum eftir. Hann mun styrkja Cleveland Browns liðið mikið. Beckham var þriðji besti útherji NFL-deildarinnar tölfræðilega með 77 gripna bolta fyrir 1052 jarda og sex snertimörk. Beckham skoraði alls 44 snertimörk í 59 leikjum með New York Giants. Nýliðavalið fer fram 26. apríl næstkomandi. New York Giants fékk valrétti í fyrstu og þriðju umferð frá Cleveland Browns.
NFL Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira