Engin loðnuveiði á þessari vertíð og gríðarlegt tjón Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. mars 2019 19:00 Útgerðafélög fá ekki að veiða neina loðnu á þessari vertíð þrátt fyrir mestu leit frá upphafi. Þau verða fyrir gríðarlegu tjóni og þjóðarbúið verður af milljörðum að sögn framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. Brýnt sé að rannsaka betur hvað veldur slíku hruni. Hafrannsóknarstofnun hefur frá því í janúar staðið fyrir mestu leit frá upphafi á loðnu á Íslandsmiðum í samstarfi við útgerðarfyrirtæki. Í gær var ákveðið að hætta leitinni og engar veiðiheimildir verða gefnar út. „Eins og staðan er í dag þá er ljóst að Hafrannsóknarstofnun mun ekki mæla með neinum veiðum á loðnum. Það þarf eitthvað verulega nýtt að gerast til að það verði leyft. Sú leit sem var fyrir suðurströndinni, fyrir norðan og útaf Vestfjörðum síðustu tvær vikur og lauk í gær breytir ekki þeirri mynd sem við höfum áður líst að ástand loðnustofnsins er mjög slæmt og þessar niðurstöður gefa ekki tilefni til að Hafrannsóknarstofnun mæli með nokkrum veiðum út þessa vertíð,“ segir Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri uppsjávarlífríkis Hafrannsóknarstofnunar. Útgerðafélög um allt land hafa fylgst vel með í þeirri von að eitthvað finnist en nú er sú von úti. Um er að ræða félög eins og HB Granda á Vopnafirði og Akranesi, Síldarvinnsluna á Neskaupsstað, Eskju á Eskifirði, Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði, Skinney Þinganes á Höfn í Hornafirði, Ísfélagið í Vestmanneyjum og Vinnslustöðina í Vestmanneyjum. Þorsteinn Sigurðsson segir tjónið hlaupa á milljörðum. „Aflaverðmætið hleypur á milljörðum eða tugum milljarða en það sem við erum að horfa meira til eru áhrifin á vistkerfið í sjónum kringum landið,“ segir Þorsteinn.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Fjarðarbyggð segir þetta mikið tjón.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Fjarðarbyggð segir þetta mikið tjón. „Fyrir þessi fyrirtæki sem byggja á uppsjávarveiðum þá er loðnan hvað þýðingarmest í rekstri félaganna. Loðnan er næstverðmætasta tegund Íslands. Þessi fyrirtæki hafa verið að verið að veiða loðnu fyrir á annan tug milljarða króna á ári sem hefur skilað þjóðarbúin 3-5 milljarða þannig að tjónið er gríðarlegt,“ segir hann. Mikilvægt sé að vita hvað sé að gerast í vistkerfinu. „Hafrannsóknarstofnun og stjórnvöld þurfa að setjast niður og velta fyrir sér með hvaða hætti á að skipa rannsóknum á loðnustofninum í framhaldinu. Því það er alveg ljóst að við höfum engan veginn næga vitnesku um hvað er að eiga sér stað í hafinu. Þetta er það mikil undirstaða fyrir lífríkið að við verðum að vita hvað er að eiga sér stað“ segir Gunnþór. Sjávarútvegur Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Útgerðafélög fá ekki að veiða neina loðnu á þessari vertíð þrátt fyrir mestu leit frá upphafi. Þau verða fyrir gríðarlegu tjóni og þjóðarbúið verður af milljörðum að sögn framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. Brýnt sé að rannsaka betur hvað veldur slíku hruni. Hafrannsóknarstofnun hefur frá því í janúar staðið fyrir mestu leit frá upphafi á loðnu á Íslandsmiðum í samstarfi við útgerðarfyrirtæki. Í gær var ákveðið að hætta leitinni og engar veiðiheimildir verða gefnar út. „Eins og staðan er í dag þá er ljóst að Hafrannsóknarstofnun mun ekki mæla með neinum veiðum á loðnum. Það þarf eitthvað verulega nýtt að gerast til að það verði leyft. Sú leit sem var fyrir suðurströndinni, fyrir norðan og útaf Vestfjörðum síðustu tvær vikur og lauk í gær breytir ekki þeirri mynd sem við höfum áður líst að ástand loðnustofnsins er mjög slæmt og þessar niðurstöður gefa ekki tilefni til að Hafrannsóknarstofnun mæli með nokkrum veiðum út þessa vertíð,“ segir Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri uppsjávarlífríkis Hafrannsóknarstofnunar. Útgerðafélög um allt land hafa fylgst vel með í þeirri von að eitthvað finnist en nú er sú von úti. Um er að ræða félög eins og HB Granda á Vopnafirði og Akranesi, Síldarvinnsluna á Neskaupsstað, Eskju á Eskifirði, Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði, Skinney Þinganes á Höfn í Hornafirði, Ísfélagið í Vestmanneyjum og Vinnslustöðina í Vestmanneyjum. Þorsteinn Sigurðsson segir tjónið hlaupa á milljörðum. „Aflaverðmætið hleypur á milljörðum eða tugum milljarða en það sem við erum að horfa meira til eru áhrifin á vistkerfið í sjónum kringum landið,“ segir Þorsteinn.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Fjarðarbyggð segir þetta mikið tjón.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Fjarðarbyggð segir þetta mikið tjón. „Fyrir þessi fyrirtæki sem byggja á uppsjávarveiðum þá er loðnan hvað þýðingarmest í rekstri félaganna. Loðnan er næstverðmætasta tegund Íslands. Þessi fyrirtæki hafa verið að verið að veiða loðnu fyrir á annan tug milljarða króna á ári sem hefur skilað þjóðarbúin 3-5 milljarða þannig að tjónið er gríðarlegt,“ segir hann. Mikilvægt sé að vita hvað sé að gerast í vistkerfinu. „Hafrannsóknarstofnun og stjórnvöld þurfa að setjast niður og velta fyrir sér með hvaða hætti á að skipa rannsóknum á loðnustofninum í framhaldinu. Því það er alveg ljóst að við höfum engan veginn næga vitnesku um hvað er að eiga sér stað í hafinu. Þetta er það mikil undirstaða fyrir lífríkið að við verðum að vita hvað er að eiga sér stað“ segir Gunnþór.
Sjávarútvegur Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira