Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. mars 2019 22:15 Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi. Árið 2018 komu 443 einstaklingar sem hafa sprautað sig í æð, 755 sinnum, inn á sjúkrahúsið Vog en það er þriðjungur af öllum innritunum. Til samanburðar voru þeir 363 árið 2015 og 357 árið 2011. Síðustu tíu ára hafa þeir sem nota vímuefni í æð verið um tuttugu prósent af öllum innlögðum á Vogi. „En við sjáum að á síðustu þremur árum hefur það verið að færast upp og er komið upp í 27 prósent af innlögnunum,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Valgeðrur Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogivísir/baldurAðeins hluti hópsins er í reglulegri neyslu en í fyrra komu 276 einstaklingar sem sprauta vímuefnum reglulega í æð á Vog. Þessi hópur er einnig að stækka. „Við sjáum aukningu í því í þessum tölum okkar sem hafa verið mjög jafnar í langan tíma,“ segir Valgerður. Í 85 prósent tilfella sprautar fólkið örvandi efnum í æð. „Amfetamín og kokaín og líka metilfenidat lyf. En það er svo um fimmtán prósent sem eru að sprauta sig með sterkum verkjalyfjum,“ segir Valgerður. Stærsti hópurinn er á milli tvítugs og þrítugs. Valgerður segir eitt helsta áhyggjuefnið vera það að fjölgunin eigi einnig við um allra yngsta hópinn, tuttugu ára og yngri. Árið 2018 innrituðust 169 ungmenni 20 ára og yngri á Vog og höfðu 56 af þeim notað vímuefni í æð. Þá höfðu sautján einstaklingar undir 18 ára sprautað sig. „Ef þetta er eitthvað sem er orðið meira heillandi en áður þá er það svo miklu verri afleiðingar. Hættulegra. Það er lífshættulegt að sprauta í æð,“ segir Valgerður. Jafnvel þó gott aðgengi sé að hreinum áhöldum á Íslandi. „Það er lífshætta á meðan á neyslunni stendur. Ekki bara vegna ofskömmtunar heldur einnig bara af afleiðingum af efninum og bakteríum í húð og fleira sem getur óhjákvæmilega fylgt.“ Hún telur margt geta haft áhrif á þróunina. „Þetta eru umhverfisáhrif í raun sem hvetja til þess hvers konar vímuefni fólk velur sér.“ Þá segir Valgerður að staðan á Vogi sé alls ekki nógu góð fyrir þennan hóp. „Við höfum ekki tök á að sinna öllum þeim sem biðja um aðstoð jafnvel þó hann sé í svo hættulegri neyslu.“ Heilbrigðismál Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi. Árið 2018 komu 443 einstaklingar sem hafa sprautað sig í æð, 755 sinnum, inn á sjúkrahúsið Vog en það er þriðjungur af öllum innritunum. Til samanburðar voru þeir 363 árið 2015 og 357 árið 2011. Síðustu tíu ára hafa þeir sem nota vímuefni í æð verið um tuttugu prósent af öllum innlögðum á Vogi. „En við sjáum að á síðustu þremur árum hefur það verið að færast upp og er komið upp í 27 prósent af innlögnunum,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Valgeðrur Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogivísir/baldurAðeins hluti hópsins er í reglulegri neyslu en í fyrra komu 276 einstaklingar sem sprauta vímuefnum reglulega í æð á Vog. Þessi hópur er einnig að stækka. „Við sjáum aukningu í því í þessum tölum okkar sem hafa verið mjög jafnar í langan tíma,“ segir Valgerður. Í 85 prósent tilfella sprautar fólkið örvandi efnum í æð. „Amfetamín og kokaín og líka metilfenidat lyf. En það er svo um fimmtán prósent sem eru að sprauta sig með sterkum verkjalyfjum,“ segir Valgerður. Stærsti hópurinn er á milli tvítugs og þrítugs. Valgerður segir eitt helsta áhyggjuefnið vera það að fjölgunin eigi einnig við um allra yngsta hópinn, tuttugu ára og yngri. Árið 2018 innrituðust 169 ungmenni 20 ára og yngri á Vog og höfðu 56 af þeim notað vímuefni í æð. Þá höfðu sautján einstaklingar undir 18 ára sprautað sig. „Ef þetta er eitthvað sem er orðið meira heillandi en áður þá er það svo miklu verri afleiðingar. Hættulegra. Það er lífshættulegt að sprauta í æð,“ segir Valgerður. Jafnvel þó gott aðgengi sé að hreinum áhöldum á Íslandi. „Það er lífshætta á meðan á neyslunni stendur. Ekki bara vegna ofskömmtunar heldur einnig bara af afleiðingum af efninum og bakteríum í húð og fleira sem getur óhjákvæmilega fylgt.“ Hún telur margt geta haft áhrif á þróunina. „Þetta eru umhverfisáhrif í raun sem hvetja til þess hvers konar vímuefni fólk velur sér.“ Þá segir Valgerður að staðan á Vogi sé alls ekki nógu góð fyrir þennan hóp. „Við höfum ekki tök á að sinna öllum þeim sem biðja um aðstoð jafnvel þó hann sé í svo hættulegri neyslu.“
Heilbrigðismál Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira