Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 12. mars 2019 16:00 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Vísir/Jói K Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að truflunin á leiðakerfi Icelandair ætti ekki að verða mikil næstu vikurnar þó að félagið hafi ákveðið að taka allar Boeing 737 MAX 8 vélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Fyrr í dag bönnuðu bresk flugmálayfirvöld flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX að fljúga í sinni lofthelgi. Bogi segir í samtali við fréttastofu að sú ákvörðun hafi haft áhrif á ákvörðun Icelandair. Í gær var félagið ekki á því að kyrrsetja vélarnar en ákvað að gera það í dag vegna ákvörðunar Breta sem gerði það að verkum að truflanir hefðu orðið á leiðakerfi félagsins hefði það haldið MAX-vélunum í rekstri. „Við ákváðum að bregðast við með því að stöðva rekstur MAX-vélanna. Við höfum ákveðið svigrúm, mikinn fjölda véla, þannig að við getum brugðist við án þess að það hafi neikvæð áhrif á leiðakerfið,“ segir Bogi. Hann efast ekki um öryggi þessara véla. „Nei alls ekki við höfum fulla trú á þessum vélum og gerum ráð fyrir að þær muni nýtast mjög vel í okkar leiðakerfi í framtíðinni.“TF-ICE vél Icelandair af gerðinni Boeing 737 MAX 8.Fréttablaðið/Anton BrinkSpurður hvað Icelandair þoli lengi að hafa þessar vélar kyrrsettar segir Bogi að félagið hafi svigrúm í sínum flota út marsmánuð. „Ef þetta breytist í mars aftur verða áhrifin ekki mikil,“ segir Bogi. Um 300 Boeing 737 MAX-vélar eru í notkun í heiminum en Bogi segir þær enn í notkun í Bandaríkjunum og ekki fyrirhugaðar breytingar þar. „Síðan veit maður aldrei hvað gerist og við erum í sambandi við flugfélög í Evrópu og Norður Ameríku og flugmálayfirvöld beggja vegna Atlantshafsins.“ Hann segir Icelandair hafa vélar upp á að hlaupa út þennan mánuð og því ætti truflunin og kostnaður ekki að verða mikill ef þetta leysist á þeim tíma. Sex MAX-vélar munu bætast við leiðakerfi Icelandair yfir háanna tímann í sumar og áætlar félagið að vera þá með þrjár MAX 9-vélar og sex MAX 8-vélar. Farþegar sem áttu bókað flug með Icelandair til London í dag áttu að fara með MAX-vél en Bogi segir þá hafa verið flutta með Boeing 757-vél og að félagið búi yfir góðum flota af 757-vélum og 767-vélum sem verða notaðar til að leysa úr stöðunni á meðan þessar aðstæður eru. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43 Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri. 12. mars 2019 14:43 Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að truflunin á leiðakerfi Icelandair ætti ekki að verða mikil næstu vikurnar þó að félagið hafi ákveðið að taka allar Boeing 737 MAX 8 vélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Fyrr í dag bönnuðu bresk flugmálayfirvöld flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX að fljúga í sinni lofthelgi. Bogi segir í samtali við fréttastofu að sú ákvörðun hafi haft áhrif á ákvörðun Icelandair. Í gær var félagið ekki á því að kyrrsetja vélarnar en ákvað að gera það í dag vegna ákvörðunar Breta sem gerði það að verkum að truflanir hefðu orðið á leiðakerfi félagsins hefði það haldið MAX-vélunum í rekstri. „Við ákváðum að bregðast við með því að stöðva rekstur MAX-vélanna. Við höfum ákveðið svigrúm, mikinn fjölda véla, þannig að við getum brugðist við án þess að það hafi neikvæð áhrif á leiðakerfið,“ segir Bogi. Hann efast ekki um öryggi þessara véla. „Nei alls ekki við höfum fulla trú á þessum vélum og gerum ráð fyrir að þær muni nýtast mjög vel í okkar leiðakerfi í framtíðinni.“TF-ICE vél Icelandair af gerðinni Boeing 737 MAX 8.Fréttablaðið/Anton BrinkSpurður hvað Icelandair þoli lengi að hafa þessar vélar kyrrsettar segir Bogi að félagið hafi svigrúm í sínum flota út marsmánuð. „Ef þetta breytist í mars aftur verða áhrifin ekki mikil,“ segir Bogi. Um 300 Boeing 737 MAX-vélar eru í notkun í heiminum en Bogi segir þær enn í notkun í Bandaríkjunum og ekki fyrirhugaðar breytingar þar. „Síðan veit maður aldrei hvað gerist og við erum í sambandi við flugfélög í Evrópu og Norður Ameríku og flugmálayfirvöld beggja vegna Atlantshafsins.“ Hann segir Icelandair hafa vélar upp á að hlaupa út þennan mánuð og því ætti truflunin og kostnaður ekki að verða mikill ef þetta leysist á þeim tíma. Sex MAX-vélar munu bætast við leiðakerfi Icelandair yfir háanna tímann í sumar og áætlar félagið að vera þá með þrjár MAX 9-vélar og sex MAX 8-vélar. Farþegar sem áttu bókað flug með Icelandair til London í dag áttu að fara með MAX-vél en Bogi segir þá hafa verið flutta með Boeing 757-vél og að félagið búi yfir góðum flota af 757-vélum og 767-vélum sem verða notaðar til að leysa úr stöðunni á meðan þessar aðstæður eru.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43 Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri. 12. mars 2019 14:43 Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43
Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri. 12. mars 2019 14:43
Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39