Pressa á Ronaldo fyrir leik kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. mars 2019 13:00 Cristiano Ronaldo í leik með Juventus á dögunum. Getty/Salvatore Laporta Seinni leikirnir í einvígjum Juventus og Atletico Madrid annars vegar og Manchester City og Schalke 04 hins vegar í Meistaradeild Evrópu fara fram í kvöld áður en sextán liða úrslitunum lýkur á morgun. Staðan er ansi vænleg fyrir leikmenn Atletico og City eftir fyrri leiki liðanna en það skyldi enginn afskrifa Juventus þegar kemur að þessari keppni. Juventus siglir lygnan sjó þegar kemur að ítölsku úrvalsdeildinni með átján stiga forskot þegar ellefu umferðir eru eftir og stefnir hraðbyri að áttunda meistaratitlinum í röð. Það dugar hins vegar ekki til fyrir forráðamenn Juventus sem stefna hærra. Með kaupum félagsins á Cristiano Ronaldo átti liðið að komast yfir þröskuldinn og vinna þriðja Meistaradeildartitilinn í sögu félagsins. Það eru 23 ár liðin í vor síðan Juventus hóf Evrópubikarinn á loft eftir sigur gegn Ajax í vítaspyrnukeppni í Róm í fyrstu ferð Juventus af þremur í úrslitaleikinn á þremur árum. Síðan þá hefur Juventus tapað fimm sinnum í úrslitum, þar af tvisvar á síðustu fjórum árum gegn Ronaldo og þáverandi liðsfélögum í Real Madrid. Til þess að komast áfram verður Juventus að komast fram hjá ógnarsterkum varnarmúr Atletico Madrid sem hefur haldið hreinu í síðustu fimm leikjum og aðeins hleypt inn sautján mörkum í 27 leikjum í deildinni. Ronaldo átti sjálfur góðu gengi að fagna sem leikmaður Real gegn nágrönnum þeirra í Atletico því hann kom að þrjátíu mörkum í 31 leik og skoraði 22 þeirra. Eftir 2-0 sigur Atletico í fyrri leik liðanna er það ljóst að mark frá Atletico á morgun gerir svo gott sem út um einvígið. Fari svo að Atletico nái að slá Juventus út er það í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem Cristiano Ronaldo fellur úr leik í keppninni í 16-liða úrslitunum. Seinni leikur kvöldsins ætti að vera formsatriði fyrir lærisveina Pep Guardiola þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum í fyrri leik liðanna í Þýskalandi. Manchester City náði að setja þrjú mörk í Gelsenkirchen og Schalke, sem er tveimur sætum frá fallsæti í þýsku deildinni, ætti ekki að valda Manchester City vandræðum. Fernandinho, Kevin de Bruyne og Nicolas Otamendi eru fjarverandi hjá City en Aymeric Laporte mun snúa aftur í lið Englandsmeistaranna. Sagan er Schalke ekki hliðholl fyrir leikinn í kvöld enda hefur Schalke ekki tekist að vinna Manchester City þegar liðin hafa mæst til þessa. Þetta verður fjórða viðureign liðanna , 49 árum eftir þá fyrstu. Þá hefur Pep Guardiola átt góðu gengi að fagna gegn Schalke á ferli sínum sem knattspyrnustjóri. Lið undir hans stjórn hafa aldrei tapað gegn Schalke í sjö leikjum til þessa. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Seinni leikirnir í einvígjum Juventus og Atletico Madrid annars vegar og Manchester City og Schalke 04 hins vegar í Meistaradeild Evrópu fara fram í kvöld áður en sextán liða úrslitunum lýkur á morgun. Staðan er ansi vænleg fyrir leikmenn Atletico og City eftir fyrri leiki liðanna en það skyldi enginn afskrifa Juventus þegar kemur að þessari keppni. Juventus siglir lygnan sjó þegar kemur að ítölsku úrvalsdeildinni með átján stiga forskot þegar ellefu umferðir eru eftir og stefnir hraðbyri að áttunda meistaratitlinum í röð. Það dugar hins vegar ekki til fyrir forráðamenn Juventus sem stefna hærra. Með kaupum félagsins á Cristiano Ronaldo átti liðið að komast yfir þröskuldinn og vinna þriðja Meistaradeildartitilinn í sögu félagsins. Það eru 23 ár liðin í vor síðan Juventus hóf Evrópubikarinn á loft eftir sigur gegn Ajax í vítaspyrnukeppni í Róm í fyrstu ferð Juventus af þremur í úrslitaleikinn á þremur árum. Síðan þá hefur Juventus tapað fimm sinnum í úrslitum, þar af tvisvar á síðustu fjórum árum gegn Ronaldo og þáverandi liðsfélögum í Real Madrid. Til þess að komast áfram verður Juventus að komast fram hjá ógnarsterkum varnarmúr Atletico Madrid sem hefur haldið hreinu í síðustu fimm leikjum og aðeins hleypt inn sautján mörkum í 27 leikjum í deildinni. Ronaldo átti sjálfur góðu gengi að fagna sem leikmaður Real gegn nágrönnum þeirra í Atletico því hann kom að þrjátíu mörkum í 31 leik og skoraði 22 þeirra. Eftir 2-0 sigur Atletico í fyrri leik liðanna er það ljóst að mark frá Atletico á morgun gerir svo gott sem út um einvígið. Fari svo að Atletico nái að slá Juventus út er það í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem Cristiano Ronaldo fellur úr leik í keppninni í 16-liða úrslitunum. Seinni leikur kvöldsins ætti að vera formsatriði fyrir lærisveina Pep Guardiola þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum í fyrri leik liðanna í Þýskalandi. Manchester City náði að setja þrjú mörk í Gelsenkirchen og Schalke, sem er tveimur sætum frá fallsæti í þýsku deildinni, ætti ekki að valda Manchester City vandræðum. Fernandinho, Kevin de Bruyne og Nicolas Otamendi eru fjarverandi hjá City en Aymeric Laporte mun snúa aftur í lið Englandsmeistaranna. Sagan er Schalke ekki hliðholl fyrir leikinn í kvöld enda hefur Schalke ekki tekist að vinna Manchester City þegar liðin hafa mæst til þessa. Þetta verður fjórða viðureign liðanna , 49 árum eftir þá fyrstu. Þá hefur Pep Guardiola átt góðu gengi að fagna gegn Schalke á ferli sínum sem knattspyrnustjóri. Lið undir hans stjórn hafa aldrei tapað gegn Schalke í sjö leikjum til þessa.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira