Tjón af brennu tánings í Sandgerði metið tuttugu milljónir króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2019 09:00 Eldsins varð vart um sexleytið sunnudaginn 8. maí. Skúrinn, sem var úr timbri, var alelda þegar slökkviliðið mætti á vettvang. Slökkvistarf tók um klukkustund. Brunavarnir Suðurnesja Héraðssaksóknari hefur höfðað mál gegn fjórum körlum á þrítugsaldri fyrir brennu, þjófnað og eignaspjöll í Sandgerði sunnudaginn 8. maí árið 2016. Tveir karlanna eru bræður en þeir voru á aldrinum 17 til 20 ára þegar atburðurinn átti sér stað. Bræðurnir eru ákærðir fyrir þjófnað og eignaspjöll með því að hafa brotist saman inn í gróðrarstöð í Sandgerði. Segir í ákæru að þeir hafi brotið gler í hurð og á suðurhlið hússins, stolið þaðan kókómjólk og kexi. Þá eru þeir sömuleiðis ákærðir fyrir þjófnað með því að hafa saman brotist inn í áhaldahús Sandgerðisbæjar og stolið þaðan slökkvitæki. Þá er eldri bróðirinn ákærður ásamt öðrum karlmanni fyrir þjófnað og eignaspjöll með því að hafa saman brotist inn í fiskvinnsluna Nesfisk í Garðinum með því að brjóta glugga á húsinu, valdið skemmdum innandyra á tveimur kaffibrúsum, síma, stól, kaffivél, tveimur kæliskápum, tveimur örbylgjuofnum, stjórnborði loftpressu, hurð, stimpilklukku, borði, eldhúsinnréttingu, hitablásara, þvottavél, skáp, hillu og búsáhöldum. Er áætlað tjón af eignarspjöllunum 1,5 milljón króna. Þá er þeim gefið að sök að hafa stolið þaðan exi og mótorhjólahjálmi. Þá er eldri bróðirinn ákærður ásamt ungu mönnunum, utan yngri bróður síns, fyrir tilraun til þjófnaðar með því að hafa brotist inn í áhaldaskúr Sandgerðisbæjar í því skyni að stela þaðan bensíni. Þá er einn karlanna, sem þá var átján ára, ákærður fyrir brennu og eignaspjöll með því að hafa hellt bensíni yfir tjalddúk sem geymdur var í skúrnum, borið eld að og valdið með því eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og yfirgripsmikla eyðingu á eignum Sandgerðisbæjar. Allir þeir munir sem voru í skúrnum eyðilögðust og nam áætlað tjón af brunanum tæpum 20 milljónum króna. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness. Dómsmál Slökkvilið Suðurnesjabær Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur höfðað mál gegn fjórum körlum á þrítugsaldri fyrir brennu, þjófnað og eignaspjöll í Sandgerði sunnudaginn 8. maí árið 2016. Tveir karlanna eru bræður en þeir voru á aldrinum 17 til 20 ára þegar atburðurinn átti sér stað. Bræðurnir eru ákærðir fyrir þjófnað og eignaspjöll með því að hafa brotist saman inn í gróðrarstöð í Sandgerði. Segir í ákæru að þeir hafi brotið gler í hurð og á suðurhlið hússins, stolið þaðan kókómjólk og kexi. Þá eru þeir sömuleiðis ákærðir fyrir þjófnað með því að hafa saman brotist inn í áhaldahús Sandgerðisbæjar og stolið þaðan slökkvitæki. Þá er eldri bróðirinn ákærður ásamt öðrum karlmanni fyrir þjófnað og eignaspjöll með því að hafa saman brotist inn í fiskvinnsluna Nesfisk í Garðinum með því að brjóta glugga á húsinu, valdið skemmdum innandyra á tveimur kaffibrúsum, síma, stól, kaffivél, tveimur kæliskápum, tveimur örbylgjuofnum, stjórnborði loftpressu, hurð, stimpilklukku, borði, eldhúsinnréttingu, hitablásara, þvottavél, skáp, hillu og búsáhöldum. Er áætlað tjón af eignarspjöllunum 1,5 milljón króna. Þá er þeim gefið að sök að hafa stolið þaðan exi og mótorhjólahjálmi. Þá er eldri bróðirinn ákærður ásamt ungu mönnunum, utan yngri bróður síns, fyrir tilraun til þjófnaðar með því að hafa brotist inn í áhaldaskúr Sandgerðisbæjar í því skyni að stela þaðan bensíni. Þá er einn karlanna, sem þá var átján ára, ákærður fyrir brennu og eignaspjöll með því að hafa hellt bensíni yfir tjalddúk sem geymdur var í skúrnum, borið eld að og valdið með því eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og yfirgripsmikla eyðingu á eignum Sandgerðisbæjar. Allir þeir munir sem voru í skúrnum eyðilögðust og nam áætlað tjón af brunanum tæpum 20 milljónum króna. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness.
Dómsmál Slökkvilið Suðurnesjabær Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira