Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Kristján Már Unnarsson skrifar 10. mars 2019 11:00 Harald T. Nesvik, sjávarútvegsráðherra Noregs, er kominn til Japans til að ræða við þarlend stjórnvöld. Mynd/FRP, Bjørn Inge Bergestuen. Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. Norski ráðherrann verður í Japan til 15. mars en megintilgangur heimsóknarinnar er að styrkja viðskiptatengsl þjóðanna á sviði sjávarútvegs og ræða um mögulegan viðskiptasamning. „Japan er mikilvægasti markaður Noregs í Asíu fyrir sjávarafurðir. Hann er sá markaður sem á margan hátt hefur mesta þýðingu fyrir norska laxaævintýrið,“ segir ráðherrann í yfirlýsingu á heimasíðu ráðuneytisins. Þar kemur fram að Norðmenn fluttu út sjávarafurðir til Japans á síðasta ári fyrir um 55 milljarða íslenskra króna. Norskar sjávarafurðir voru seldar til Japans fyrir yfir 50 milljarða íslenskra króna í fyrra.Mynd/Getty. Framkvæmdastjóri Sjømat Norge, samtaka norska sjávarútvegsins, Geir Ove Ystmark, hvatti til þess í viðtali í Fiskeribladet í síðasta mánuði að sjávarútvegsráðherrann myndi krefja japanska ráðamenn um aukinn markaðsaðgang fyrir norskt hvalkjöt í staðinn fyrir sérfræðiráðgjöf, sem Norðmenn hefðu veitt Japönum á sviði hvalveiða. Hann benti á að fulltrúar frá Japan hefðu nýlega verið í Noregi til að kynna sér stjórnun og kvótasetningu hvalveiða en Japanir stefna að því að hefja atvinnuveiðar að nýju þann 1. júlí í sumar. Japönsk stjórnvöld tilkynntu í desember að þau hefðu ákveðið að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og tekur úrsögnin gildi 30. júní. Japanir hafa sagt sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og hefja atvinnuveiðar í sumar. Þeir leita nú í smiðju til Norðmanna um sérfræðiráðgjöf.Mynd/EPA. „Vilji þeir fá okkar sérfræðiþekkingu, þá eigum við að fá markaðsaðgang fyrir okkar hvalaafurðir í staðinn,“ sagði Geir Ystmark. Hann sagði að Norðmenn hefðu þegar aðgang að japanska markaðnum með frosið hvalkjöt en þegar kæmi að ferskum afurðum væri reglurnar flóknar og ruglingslegar. „Ef það er eitthvað sem norskar hvalveiðar þurfa, þá er það markaðsaðgang,“ sagði hann en norski hvalveiðikvótinn gerir ráð fyrir að allt að 1.278 hrefnur verði veiddar við Noregsstrendur í ár. Sjávarútvegsráðherrann tók vel í þessa kröfu og lýsti því yfir að hann hygðist ræða um markaðsaðgang fyrir norskt hvalkjöt í Japansheimsókninni. Fiskeldi Hvalveiðar Japan Noregur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45 „Ákvörðun sjálfstæðs fullvalda ríkis“ Stjórnvöld í Japan ætla að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og hefja hvalveiðar í atvinnuskyni í japanskri lögsögu næsta sumar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ákvörðun Japana ekki setja neitt fordæmi fyrir Ísland. Ákvörðunin hefur verið fordæmd úr ýmsum áttum. 26. desember 2018 19:30 Segja skilið við Hvalveiðiráðið og hefja veiðar í sumar Japanska ríkisstjórnin segir sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og veiðar hefjast í sumar. 26. desember 2018 09:15 Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. Norski ráðherrann verður í Japan til 15. mars en megintilgangur heimsóknarinnar er að styrkja viðskiptatengsl þjóðanna á sviði sjávarútvegs og ræða um mögulegan viðskiptasamning. „Japan er mikilvægasti markaður Noregs í Asíu fyrir sjávarafurðir. Hann er sá markaður sem á margan hátt hefur mesta þýðingu fyrir norska laxaævintýrið,“ segir ráðherrann í yfirlýsingu á heimasíðu ráðuneytisins. Þar kemur fram að Norðmenn fluttu út sjávarafurðir til Japans á síðasta ári fyrir um 55 milljarða íslenskra króna. Norskar sjávarafurðir voru seldar til Japans fyrir yfir 50 milljarða íslenskra króna í fyrra.Mynd/Getty. Framkvæmdastjóri Sjømat Norge, samtaka norska sjávarútvegsins, Geir Ove Ystmark, hvatti til þess í viðtali í Fiskeribladet í síðasta mánuði að sjávarútvegsráðherrann myndi krefja japanska ráðamenn um aukinn markaðsaðgang fyrir norskt hvalkjöt í staðinn fyrir sérfræðiráðgjöf, sem Norðmenn hefðu veitt Japönum á sviði hvalveiða. Hann benti á að fulltrúar frá Japan hefðu nýlega verið í Noregi til að kynna sér stjórnun og kvótasetningu hvalveiða en Japanir stefna að því að hefja atvinnuveiðar að nýju þann 1. júlí í sumar. Japönsk stjórnvöld tilkynntu í desember að þau hefðu ákveðið að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og tekur úrsögnin gildi 30. júní. Japanir hafa sagt sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og hefja atvinnuveiðar í sumar. Þeir leita nú í smiðju til Norðmanna um sérfræðiráðgjöf.Mynd/EPA. „Vilji þeir fá okkar sérfræðiþekkingu, þá eigum við að fá markaðsaðgang fyrir okkar hvalaafurðir í staðinn,“ sagði Geir Ystmark. Hann sagði að Norðmenn hefðu þegar aðgang að japanska markaðnum með frosið hvalkjöt en þegar kæmi að ferskum afurðum væri reglurnar flóknar og ruglingslegar. „Ef það er eitthvað sem norskar hvalveiðar þurfa, þá er það markaðsaðgang,“ sagði hann en norski hvalveiðikvótinn gerir ráð fyrir að allt að 1.278 hrefnur verði veiddar við Noregsstrendur í ár. Sjávarútvegsráðherrann tók vel í þessa kröfu og lýsti því yfir að hann hygðist ræða um markaðsaðgang fyrir norskt hvalkjöt í Japansheimsókninni.
Fiskeldi Hvalveiðar Japan Noregur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45 „Ákvörðun sjálfstæðs fullvalda ríkis“ Stjórnvöld í Japan ætla að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og hefja hvalveiðar í atvinnuskyni í japanskri lögsögu næsta sumar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ákvörðun Japana ekki setja neitt fordæmi fyrir Ísland. Ákvörðunin hefur verið fordæmd úr ýmsum áttum. 26. desember 2018 19:30 Segja skilið við Hvalveiðiráðið og hefja veiðar í sumar Japanska ríkisstjórnin segir sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og veiðar hefjast í sumar. 26. desember 2018 09:15 Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45
„Ákvörðun sjálfstæðs fullvalda ríkis“ Stjórnvöld í Japan ætla að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og hefja hvalveiðar í atvinnuskyni í japanskri lögsögu næsta sumar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ákvörðun Japana ekki setja neitt fordæmi fyrir Ísland. Ákvörðunin hefur verið fordæmd úr ýmsum áttum. 26. desember 2018 19:30
Segja skilið við Hvalveiðiráðið og hefja veiðar í sumar Japanska ríkisstjórnin segir sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og veiðar hefjast í sumar. 26. desember 2018 09:15
Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19. febrúar 2019 23:00