Síminn lokar verslun sinni í Kringlunni og segir upp starfsmönnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2019 18:09 Opnunartími Símaverslunarinnar í Ármúla verður lokað til að koma til móts við viðskiptavini úr Kringlunni. Vísir/Hanna Fimm starfsmönnum var sagt upp hjá samskiptafyrirtækinu Símanum í síðustu viku en uppsagnirnar má rekja til breytinga í rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Þá verður verslun símans í Kringlunni lokað um helgina. Þetta staðfestir Guðmundur Jóhannsson samskiptafulltrúi Símans í samtali við Vísi en fyrst var greint frá á vef Fréttablaðsins. „Uppsagnirnar voru í síðustu viku. Það er ekki þannig að starfsfólkið í Kringlunni sé að missa vinnuna heldur var þeim boðin vinna annars staðar. Í kjölfarið eru gerðar breytingar á söluteyminu og þessir fimm missa þá vinnuna,“ segir Guðmundur. Inntur eftir því hvort uppsagnirnar tengist gjaldþroti WOW air, líkt og almennt hefur verið í uppsagnahrinunni sem nú virðist ganga yfir, segir Guðmundur svo ekki vera. „Nei alls ekki. Þetta er talsvert lengri aðdragandi. Það hefur verið þannig að samskiptafyrirtæki finna almennt fyrir því seinna heldur en margir aðrir þegar verður samdráttur í þjóðfélaginu, samkvæmt eðli þjónustunnar sem við veitum.“Versla frekar á netinu en að gera sér ferð í verslunina Alls starfa um 500 manns hjá Símanum en Guðmundur segist ekki eiga von á því að fleiri starfsmönnum verði sagt upp hjá fyrirtækinu. „Nei, það er ekkert slíkt í kortunum. Þetta tengist bara akkúrat þessum breytingum og engu öðru.“ Eins og áður segir verður verslun Símans í Kringlunni lokað á sunnudag. Í kjölfarið verður opnunartími Símaverslunarinnar í Ármúla rýmkaður og þá verður engin breyting á rekstri verslana fyritækisins í Smáralind og á Akureyri. Guðmundur segir að lokunina megi rekja til breytinga í neyslumynstri viðskiptavina. „Heimsóknum hefur fækkað í verslunina þrátt fyrir að viðskiptavinum hafi fjölgað. Fólk er meira að þjónusta sig sjálft á netinu, í snjallsímanum og versla í vefversluninni.“ Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Fimm starfsmönnum var sagt upp hjá samskiptafyrirtækinu Símanum í síðustu viku en uppsagnirnar má rekja til breytinga í rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Þá verður verslun símans í Kringlunni lokað um helgina. Þetta staðfestir Guðmundur Jóhannsson samskiptafulltrúi Símans í samtali við Vísi en fyrst var greint frá á vef Fréttablaðsins. „Uppsagnirnar voru í síðustu viku. Það er ekki þannig að starfsfólkið í Kringlunni sé að missa vinnuna heldur var þeim boðin vinna annars staðar. Í kjölfarið eru gerðar breytingar á söluteyminu og þessir fimm missa þá vinnuna,“ segir Guðmundur. Inntur eftir því hvort uppsagnirnar tengist gjaldþroti WOW air, líkt og almennt hefur verið í uppsagnahrinunni sem nú virðist ganga yfir, segir Guðmundur svo ekki vera. „Nei alls ekki. Þetta er talsvert lengri aðdragandi. Það hefur verið þannig að samskiptafyrirtæki finna almennt fyrir því seinna heldur en margir aðrir þegar verður samdráttur í þjóðfélaginu, samkvæmt eðli þjónustunnar sem við veitum.“Versla frekar á netinu en að gera sér ferð í verslunina Alls starfa um 500 manns hjá Símanum en Guðmundur segist ekki eiga von á því að fleiri starfsmönnum verði sagt upp hjá fyrirtækinu. „Nei, það er ekkert slíkt í kortunum. Þetta tengist bara akkúrat þessum breytingum og engu öðru.“ Eins og áður segir verður verslun Símans í Kringlunni lokað á sunnudag. Í kjölfarið verður opnunartími Símaverslunarinnar í Ármúla rýmkaður og þá verður engin breyting á rekstri verslana fyritækisins í Smáralind og á Akureyri. Guðmundur segir að lokunina megi rekja til breytinga í neyslumynstri viðskiptavina. „Heimsóknum hefur fækkað í verslunina þrátt fyrir að viðskiptavinum hafi fjölgað. Fólk er meira að þjónusta sig sjálft á netinu, í snjallsímanum og versla í vefversluninni.“
Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira