Kraft biðst afsökunar eftir ákæru vegna vændiskaupa Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2019 20:51 Robert Kraft, eigandi New England Patriots. AP/Charlie Neibergall Robert Kraft, eigandi New England Patriots, hefur beðist afsökunar eftir að hann var kærður fyrir meint vændiskaup á nuddstofu í Flórída. Í fyrstu yfirlýsingu sinni eftir að hann var kærður segist hann vita að hann hafi sært fjölskyldumeðlimi sína, vini, samstarfsmenn, aðdáendur Patriots og aðra og hann hafi valdið þeim vonbrigðum. Kraft, sem er 77 ára gamall, sagðist bera gífurlega virðingu fyrir konum og að siðferði hans hafi mótast af eiginkonu hans sem lést árið 2011. „Allt mitt líf hef ég reynt að breyta rétta. Það síðasta sem ég vildi gert hafa er að vanvirða aðra mannveru,“ hefur AP fréttaveitan eftir Kraft. Þá sagðist hann vonast til þess að vinna sér inn traust og virðingu á nýjan leik.Kraft var ákærður í síðasta mánuði fyrir að hafa keypt vændi tvisvar sinnum. Hann neitar sök. Hann og aðrir sakborningar (um300) í umfangsmiklu vændismáli lögreglunnar í Flórída, berjast nú gegn því að myndbönd, sem lögreglan segir að sýni sakborninga stunda kynlíf með vændiskonum og mögulegum fórnarlömbum mansals, verði gerð opinber. Nokkrir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa tekið höndum saman til að reyna að koma höndum yfir sönnunargögn í málinu. Dómsskjöl segja lögregluþjóna hafa tekið vændiskaup Kraft upp á falda myndavél þann 19. janúar og þann 20. janúar. Saksóknarar hafa boðist til þess að fella ákærurnar niður ef mennirnir samþykkja að sitja námskeið um hættur vændis og mansals, sinna samfélagsþjónustu og greiða sekt. Samkomulagið fæli einnig í sér viðurkenningu á sekt þeirra. Þar að auki þyrftu þeir að mæta fyrir dómara og gangast próf vegna kynsjúkdóma. Lögreglan hefur lokað tíu nuddstofum í Palm Beach og Orlando. AP segir margar af konunum sem þar unnu vera frá Kína og þær hafi verið þvingaðar til að búa á nuddstofunum og þær hafi ekki fengið að fara út án þess að vera fylgt eftir. Bandaríkin NFL Tengdar fréttir Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49 Stofnandi nuddstofunnar þar sem Kraft var gómaður horfði á Superbowl með Trump Konan sem stofnaði nuddstofuna þar sem Robert Kraft, eigandi New England Patriots, er sakaður um að hafa keypt sér vændi, fagnaði Superbowl-sigri Patriots með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og vini Kraft. 8. mars 2019 15:30 Ekki einu sinni laserljós dugði til þess að stöðva Brady | Myndband NFL er nú að rannsaka hegðun stuðningsmanna Kansas City Chiefs um síðustu helgi því laserljósi var ítrekað beint að Tom Brady, leikstjórnanda Patriots, í leiknum. 24. janúar 2019 11:30 Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Robert Kraft, eigandi New England Patriots, hefur beðist afsökunar eftir að hann var kærður fyrir meint vændiskaup á nuddstofu í Flórída. Í fyrstu yfirlýsingu sinni eftir að hann var kærður segist hann vita að hann hafi sært fjölskyldumeðlimi sína, vini, samstarfsmenn, aðdáendur Patriots og aðra og hann hafi valdið þeim vonbrigðum. Kraft, sem er 77 ára gamall, sagðist bera gífurlega virðingu fyrir konum og að siðferði hans hafi mótast af eiginkonu hans sem lést árið 2011. „Allt mitt líf hef ég reynt að breyta rétta. Það síðasta sem ég vildi gert hafa er að vanvirða aðra mannveru,“ hefur AP fréttaveitan eftir Kraft. Þá sagðist hann vonast til þess að vinna sér inn traust og virðingu á nýjan leik.Kraft var ákærður í síðasta mánuði fyrir að hafa keypt vændi tvisvar sinnum. Hann neitar sök. Hann og aðrir sakborningar (um300) í umfangsmiklu vændismáli lögreglunnar í Flórída, berjast nú gegn því að myndbönd, sem lögreglan segir að sýni sakborninga stunda kynlíf með vændiskonum og mögulegum fórnarlömbum mansals, verði gerð opinber. Nokkrir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa tekið höndum saman til að reyna að koma höndum yfir sönnunargögn í málinu. Dómsskjöl segja lögregluþjóna hafa tekið vændiskaup Kraft upp á falda myndavél þann 19. janúar og þann 20. janúar. Saksóknarar hafa boðist til þess að fella ákærurnar niður ef mennirnir samþykkja að sitja námskeið um hættur vændis og mansals, sinna samfélagsþjónustu og greiða sekt. Samkomulagið fæli einnig í sér viðurkenningu á sekt þeirra. Þar að auki þyrftu þeir að mæta fyrir dómara og gangast próf vegna kynsjúkdóma. Lögreglan hefur lokað tíu nuddstofum í Palm Beach og Orlando. AP segir margar af konunum sem þar unnu vera frá Kína og þær hafi verið þvingaðar til að búa á nuddstofunum og þær hafi ekki fengið að fara út án þess að vera fylgt eftir.
Bandaríkin NFL Tengdar fréttir Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49 Stofnandi nuddstofunnar þar sem Kraft var gómaður horfði á Superbowl með Trump Konan sem stofnaði nuddstofuna þar sem Robert Kraft, eigandi New England Patriots, er sakaður um að hafa keypt sér vændi, fagnaði Superbowl-sigri Patriots með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og vini Kraft. 8. mars 2019 15:30 Ekki einu sinni laserljós dugði til þess að stöðva Brady | Myndband NFL er nú að rannsaka hegðun stuðningsmanna Kansas City Chiefs um síðustu helgi því laserljósi var ítrekað beint að Tom Brady, leikstjórnanda Patriots, í leiknum. 24. janúar 2019 11:30 Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49
Stofnandi nuddstofunnar þar sem Kraft var gómaður horfði á Superbowl með Trump Konan sem stofnaði nuddstofuna þar sem Robert Kraft, eigandi New England Patriots, er sakaður um að hafa keypt sér vændi, fagnaði Superbowl-sigri Patriots með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og vini Kraft. 8. mars 2019 15:30
Ekki einu sinni laserljós dugði til þess að stöðva Brady | Myndband NFL er nú að rannsaka hegðun stuðningsmanna Kansas City Chiefs um síðustu helgi því laserljósi var ítrekað beint að Tom Brady, leikstjórnanda Patriots, í leiknum. 24. janúar 2019 11:30
Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30