Tugmilljóna bótadómur bifhjólamanns sendur aftur í hérað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2019 09:20 Landsréttur. Vísir/Hanna Landsréttur hefur vísað 67 milljóna króna bótamáli bifhjólamanns aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninum milljónirnar í bætur vegna umferðarslyss sem hann varð fyrir árið 2013. Maðurinn varð fyrir slysi þann 11. ágúst það ár en þá ók maðurinn bifhjóli sínu aftan á pallbifreið. Krafist hann 67 milljóna bóta frá Verði, tryggingarfélagi mannsins en krafist var fullra og óskertra bóta úr slysatryggingu mannsins. Þegar málið var tekið fyrir í héraði óskuðu bifhjólamaðurinn og tryggingarfélagið sameiginlega eftir mati á líkamstjóni hans. Læknir og lögmaður framkvæmdu matið og mátu sem svo að varanleg örorka mannsins væri 85 prósent og varanlegur miski 68 stig. Tryggingarfélagið vildi hins vegar helminga bætur mannsins þar sem það taldi að rekja mætti slysið til stórkostlegs gáleysis bifhjólamannsins. Deila mannsins og Tryggingarfélagsins í héraði snerist að miklu leyti um á hvaða hraða maðurinn hafi verið þegar slysið varð. Taldi Tryggingarfélagið manninn hafi ekið bifhjólinu á 115 km/klst er slysið var. Þessu mótmælti maðurinn en hámarkshraði á vegarkaflanum þar sem slysið var er 70 km/klst. Mátti ekki kalla til tvo sérfróða meðdómendur með sömu sérkunnáttu Þegar dæmt var í málinu í héraðsdómi voru kallaðir til tveir sérfróðir meðdómendur, byggingarverkfræðingur og prófessor í eðlisfræði. Var það niðurstaða þeirra að ekki lægu fyrir nægjanlega áreiðanleg gögn til þess að leggja mat á ökuhraða bifhjólsins er slysið varð, því þyrfti tryggingarfélagið að bera hallann af því að hafa ekki náð að að sýna fram á hið meinta stórkostlega gáleysi mannsins. Voru manninum því dæmdar fullar bætur, 67 milljónir. Tryggingarfélagið áfrýjaði málinu til Landsréttar sem kvað upp úrskurð sinn í gær. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að samkvæmt lagabreytingum sem tóku gildi árið 2018, áður en hinir sérfróðu meðdómsmenn tóku sæti í dómi við meðferð málsins héraði, væri skipan þeirra ólögleg. Í lögunum segir að að dómari geti, ef deilt er um staðreyndir, kvatt til einn meðdómsmann sem hafi sérkunnáttu. Heimilt sé að kalla til tvo meðdómsmenn ef dómari telji þurfa sérkunnáttu á fleiri en einu sviði. Í úrskurði Landsréttar segir að sérkunnátta byggingarverkfræðingsins og eðlisfræðingsins lúti að sama matsatriði, hraða bifhjólsns, og því hafi skipan þeirra beggja andstæð lögum. Ómerkti Landsréttur því dóminn og sendi hann aftur til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Úrskurð Landsréttar má lesa hér. Dómsmál Tryggingar Samgönguslys Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira
Landsréttur hefur vísað 67 milljóna króna bótamáli bifhjólamanns aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninum milljónirnar í bætur vegna umferðarslyss sem hann varð fyrir árið 2013. Maðurinn varð fyrir slysi þann 11. ágúst það ár en þá ók maðurinn bifhjóli sínu aftan á pallbifreið. Krafist hann 67 milljóna bóta frá Verði, tryggingarfélagi mannsins en krafist var fullra og óskertra bóta úr slysatryggingu mannsins. Þegar málið var tekið fyrir í héraði óskuðu bifhjólamaðurinn og tryggingarfélagið sameiginlega eftir mati á líkamstjóni hans. Læknir og lögmaður framkvæmdu matið og mátu sem svo að varanleg örorka mannsins væri 85 prósent og varanlegur miski 68 stig. Tryggingarfélagið vildi hins vegar helminga bætur mannsins þar sem það taldi að rekja mætti slysið til stórkostlegs gáleysis bifhjólamannsins. Deila mannsins og Tryggingarfélagsins í héraði snerist að miklu leyti um á hvaða hraða maðurinn hafi verið þegar slysið varð. Taldi Tryggingarfélagið manninn hafi ekið bifhjólinu á 115 km/klst er slysið var. Þessu mótmælti maðurinn en hámarkshraði á vegarkaflanum þar sem slysið var er 70 km/klst. Mátti ekki kalla til tvo sérfróða meðdómendur með sömu sérkunnáttu Þegar dæmt var í málinu í héraðsdómi voru kallaðir til tveir sérfróðir meðdómendur, byggingarverkfræðingur og prófessor í eðlisfræði. Var það niðurstaða þeirra að ekki lægu fyrir nægjanlega áreiðanleg gögn til þess að leggja mat á ökuhraða bifhjólsins er slysið varð, því þyrfti tryggingarfélagið að bera hallann af því að hafa ekki náð að að sýna fram á hið meinta stórkostlega gáleysi mannsins. Voru manninum því dæmdar fullar bætur, 67 milljónir. Tryggingarfélagið áfrýjaði málinu til Landsréttar sem kvað upp úrskurð sinn í gær. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að samkvæmt lagabreytingum sem tóku gildi árið 2018, áður en hinir sérfróðu meðdómsmenn tóku sæti í dómi við meðferð málsins héraði, væri skipan þeirra ólögleg. Í lögunum segir að að dómari geti, ef deilt er um staðreyndir, kvatt til einn meðdómsmann sem hafi sérkunnáttu. Heimilt sé að kalla til tvo meðdómsmenn ef dómari telji þurfa sérkunnáttu á fleiri en einu sviði. Í úrskurði Landsréttar segir að sérkunnátta byggingarverkfræðingsins og eðlisfræðingsins lúti að sama matsatriði, hraða bifhjólsns, og því hafi skipan þeirra beggja andstæð lögum. Ómerkti Landsréttur því dóminn og sendi hann aftur til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Úrskurð Landsréttar má lesa hér.
Dómsmál Tryggingar Samgönguslys Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira