Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. mars 2019 09:30 Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar. Fréttablaðið/ernir Hæstiréttur fjallar ítarlega um heimildavernd blaðamanna í dómi um lögbannsmálið. Ritstjóri segir heiðvirða blaðamenn frekar fara í fangelsi en segja til heimildarmanna. Fordæmið treysti trúnaðarsambandið enn frekar.„Heimildarmenn mega vita að heiðvirðir blaðamenn eru tilbúnir til að fara í fangelsi fyrir þá. En það styrkir þetta trúnaðarsamband enn meira að nú vita heimildarmenn að ekki má þröngva blaðamönnum til að svara spurningum um heimildir sínar fyrir dómi. Þetta nýja fordæmi Hæstaréttar hjálpar því til við að taka af allan vafa um það,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, um dómHæstaréttar sem féll í gær og markaði endalok lögbannsmálsins.Í dómi Hæstaréttar er fjallað með ítarlegri hætti en áður hefur verið gert um þá vernd sem blaðamenn njóta við störf sín samkvæmt íslenskum lögum og á grundvelli tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu.Í dóminum er lengst dvalið við heimildavernd blaðamanna og gerð ítarlegri grein fyrir þessum réttindum blaðamanna og heimildarmanna þeirra. Því er slegið föstu að heimildaverndin nái ekki eingöngu til þess að upplýsa ekki nákvæmlega hver heimildarmaðurinn sé heldur felist einnig í verndinni að blaðamanni verði ekki gert skylt að veita upplýsingar sem geti leitt tilþess að kennsl verði borin á heimildarmanninn.Um kröfu Glitnis Holdco þess efnis að blaðamönnum verði gert að svara spurningum um gögnin, segir Hæstiréttur að útilokað sé að tryggja að svör við slíkum spurningum veiti ekki vísbendingar um frá hverjum umrædd gögn stafa.Allan vafa þar að lútandi verði að túlka heimildarmanni í hag og ætla verði blaðamanni verulegt svigrúm til að meta sjálfur hvort svör við spurningum tengdum tilvist slíkra gagna kunni hugsanlega að veita vísbendingar um hver heimildarmaður hans sé.Þá tekur Hæstiréttur einnig af skarið um afstöðu heimildarmannsins sjálfs til nafnleyndar og slær því föstu að til að blaðamanni verði heimilt að svara spurningum um heimildarmann sinn þurfi hann ótvírætt samþykki heimildarmanns sjálfs.Ekki dugi að heim ildarmanninum hafi láðst að láta þess getið að hann óski nafnleyndar og blaðamanni verði ekki gert að lýsa því yfir að slíkrar nafnleyndar hafi verið óskað.Auk ítarlegrar umfjöllunar um vernd heimildarmanna ítrekar Hæstiréttur fyrri fordæmi sín um hvernig túlka beri tjáningarfrelsið þegar það stangast á við friðhelgi einkalífs. Vísað er til þess hve stuttvar til kosninga og því brýnna en ella að skerða ekki upplýsta fréttaumfjöllun meira en nauðsyn krefði.Þá sé réttur til að fjalla opinberlega um málefni kjörinna stjórnmálamanna rýmri en ella og að sama skapi þurfi þeir sem gegna slíkum opinberum trúnaðarstörfum að þola að þeir kunni eftir atvikum að njóta lakari verndar til friðhelgi einkalífs en aðrir, ekki síst þegar umfjöllunarefnið sé af sama toga og í umræddu máli Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02 Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017. 22. mars 2019 11:28 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Hæstiréttur fjallar ítarlega um heimildavernd blaðamanna í dómi um lögbannsmálið. Ritstjóri segir heiðvirða blaðamenn frekar fara í fangelsi en segja til heimildarmanna. Fordæmið treysti trúnaðarsambandið enn frekar.„Heimildarmenn mega vita að heiðvirðir blaðamenn eru tilbúnir til að fara í fangelsi fyrir þá. En það styrkir þetta trúnaðarsamband enn meira að nú vita heimildarmenn að ekki má þröngva blaðamönnum til að svara spurningum um heimildir sínar fyrir dómi. Þetta nýja fordæmi Hæstaréttar hjálpar því til við að taka af allan vafa um það,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, um dómHæstaréttar sem féll í gær og markaði endalok lögbannsmálsins.Í dómi Hæstaréttar er fjallað með ítarlegri hætti en áður hefur verið gert um þá vernd sem blaðamenn njóta við störf sín samkvæmt íslenskum lögum og á grundvelli tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu.Í dóminum er lengst dvalið við heimildavernd blaðamanna og gerð ítarlegri grein fyrir þessum réttindum blaðamanna og heimildarmanna þeirra. Því er slegið föstu að heimildaverndin nái ekki eingöngu til þess að upplýsa ekki nákvæmlega hver heimildarmaðurinn sé heldur felist einnig í verndinni að blaðamanni verði ekki gert skylt að veita upplýsingar sem geti leitt tilþess að kennsl verði borin á heimildarmanninn.Um kröfu Glitnis Holdco þess efnis að blaðamönnum verði gert að svara spurningum um gögnin, segir Hæstiréttur að útilokað sé að tryggja að svör við slíkum spurningum veiti ekki vísbendingar um frá hverjum umrædd gögn stafa.Allan vafa þar að lútandi verði að túlka heimildarmanni í hag og ætla verði blaðamanni verulegt svigrúm til að meta sjálfur hvort svör við spurningum tengdum tilvist slíkra gagna kunni hugsanlega að veita vísbendingar um hver heimildarmaður hans sé.Þá tekur Hæstiréttur einnig af skarið um afstöðu heimildarmannsins sjálfs til nafnleyndar og slær því föstu að til að blaðamanni verði heimilt að svara spurningum um heimildarmann sinn þurfi hann ótvírætt samþykki heimildarmanns sjálfs.Ekki dugi að heim ildarmanninum hafi láðst að láta þess getið að hann óski nafnleyndar og blaðamanni verði ekki gert að lýsa því yfir að slíkrar nafnleyndar hafi verið óskað.Auk ítarlegrar umfjöllunar um vernd heimildarmanna ítrekar Hæstiréttur fyrri fordæmi sín um hvernig túlka beri tjáningarfrelsið þegar það stangast á við friðhelgi einkalífs. Vísað er til þess hve stuttvar til kosninga og því brýnna en ella að skerða ekki upplýsta fréttaumfjöllun meira en nauðsyn krefði.Þá sé réttur til að fjalla opinberlega um málefni kjörinna stjórnmálamanna rýmri en ella og að sama skapi þurfi þeir sem gegna slíkum opinberum trúnaðarstörfum að þola að þeir kunni eftir atvikum að njóta lakari verndar til friðhelgi einkalífs en aðrir, ekki síst þegar umfjöllunarefnið sé af sama toga og í umræddu máli
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02 Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017. 22. mars 2019 11:28 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02
Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017. 22. mars 2019 11:28
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent