Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2019 08:22 Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air. Vísir/Egill „Ég les það út úr þessum aðstæðum að staða WOW hefur versnað frá því Icelandair gekk frá borðinu en staða Icelandair hefur sömuleiðis versnað vegna MAX-vélanna,“ segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird og fyrrverandi framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, um viðræður íslensku flugfélaganna tveggja sem ganga út á að Icelandair hafi aðkomu að rekstri WOW Air. Steinn Logi segir auðsýnt að Airbus-vélar WOW Air gætu nýst við að leysa úr vandanum sem Icelandair stendur frammi fyrir eftir að Boeing 737 MAX-vélar voru kyrrsettar. Icelandair er með þrjár slíkar í rekstri og sex til viðbótar væntanlegar í reksturinn. „Rekstur WOW Air skiptir því meira máli í dag,“ segir Steinn Logi og vísar þar til þess í hver munurinn verður á fyrri viðræðum Icelandair og WOW Air sem sigldu í strand undir lok síðasta árs og þeim sem eiga að standa yfir næstu daga.Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird.fbl/ValliSteinn segir mikla hagsmuni undir hjá íslenska ríkinu sem getur þó ekki komið að flugrekstrinum með beinum framlögum út af Evrópureglum. Hann segir það einnig spurning hvort að Icelandair geti einfaldlega keypt eigur úr rekstri WOW air, en þó sé óvíst hvað Icelandair ætli sér að fá út úr þessum viðræðum. Steinn segir að miðað við hversu mikið viðræður WOW Air og bandaríska fjárfestingarsjóðsins Indigo Partners drógust á langinn þá sé hægt að lesa úr því að Indigo hafi reynt að ganga ansi langt að Skúla Mogensen, forstjóra WOW. „Þeir virðast hafa algjörlega ætlað að slíta Skúla og hann fengi ekkert út úr þessu. Auðvitað reynir Skúli allar leiðir, það gera særð ljón. Það er mannlegt og eðlilegt og auðvitað hefur það áhrif,“ segir Skúli. Kröfur Indigo hafi aukist til muna um framlög í WOW ásamt því að reyna að kreista skuldabréfaeigendur WOW air enn frekar.Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli við hlið Boeing 757 í síðasta mánuði. Gert er ráð fyrir níu þotum af MAX-gerð í sumaráætlun félagsins.Mynd/Icelandair.Í tilkynningu frá Icelandair Group um viðræðurnar kom fram að þeim eigi að ljúka fyrir mánudaginn næsta, 25. mars. Steinn segir ljóst að um kapphlaup við tíma sé að ræða fyrir bæði félög. „Og hvað ætla menn að ná samkomulagi um. Ef Icelandair ætlar að kaupa fyrirtækið þá þarf að ná samkomulagi við skuldabréfaeigendur, flugvélaeigendur og stóra lánardrottna, flugvelli og Isavia og fleira. Þetta er kapphlaup við tímann enda setja þeir sér knappan tíma,“ segir Steinn. Í tilkynningu frá Icelandair kom fram að viðræðurnar fara fram í samráði við stjórnvöld og að vísað verði til ákvæða samkeppnislaga um fyrirtæki á fallandi fæti. Steinn segir það liggja í augum uppi miðað við tilkynninguna að staða WOW Air er ekki björt gangi viðræðurnar ekki eftir. Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira
„Ég les það út úr þessum aðstæðum að staða WOW hefur versnað frá því Icelandair gekk frá borðinu en staða Icelandair hefur sömuleiðis versnað vegna MAX-vélanna,“ segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird og fyrrverandi framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, um viðræður íslensku flugfélaganna tveggja sem ganga út á að Icelandair hafi aðkomu að rekstri WOW Air. Steinn Logi segir auðsýnt að Airbus-vélar WOW Air gætu nýst við að leysa úr vandanum sem Icelandair stendur frammi fyrir eftir að Boeing 737 MAX-vélar voru kyrrsettar. Icelandair er með þrjár slíkar í rekstri og sex til viðbótar væntanlegar í reksturinn. „Rekstur WOW Air skiptir því meira máli í dag,“ segir Steinn Logi og vísar þar til þess í hver munurinn verður á fyrri viðræðum Icelandair og WOW Air sem sigldu í strand undir lok síðasta árs og þeim sem eiga að standa yfir næstu daga.Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird.fbl/ValliSteinn segir mikla hagsmuni undir hjá íslenska ríkinu sem getur þó ekki komið að flugrekstrinum með beinum framlögum út af Evrópureglum. Hann segir það einnig spurning hvort að Icelandair geti einfaldlega keypt eigur úr rekstri WOW air, en þó sé óvíst hvað Icelandair ætli sér að fá út úr þessum viðræðum. Steinn segir að miðað við hversu mikið viðræður WOW Air og bandaríska fjárfestingarsjóðsins Indigo Partners drógust á langinn þá sé hægt að lesa úr því að Indigo hafi reynt að ganga ansi langt að Skúla Mogensen, forstjóra WOW. „Þeir virðast hafa algjörlega ætlað að slíta Skúla og hann fengi ekkert út úr þessu. Auðvitað reynir Skúli allar leiðir, það gera særð ljón. Það er mannlegt og eðlilegt og auðvitað hefur það áhrif,“ segir Skúli. Kröfur Indigo hafi aukist til muna um framlög í WOW ásamt því að reyna að kreista skuldabréfaeigendur WOW air enn frekar.Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli við hlið Boeing 757 í síðasta mánuði. Gert er ráð fyrir níu þotum af MAX-gerð í sumaráætlun félagsins.Mynd/Icelandair.Í tilkynningu frá Icelandair Group um viðræðurnar kom fram að þeim eigi að ljúka fyrir mánudaginn næsta, 25. mars. Steinn segir ljóst að um kapphlaup við tíma sé að ræða fyrir bæði félög. „Og hvað ætla menn að ná samkomulagi um. Ef Icelandair ætlar að kaupa fyrirtækið þá þarf að ná samkomulagi við skuldabréfaeigendur, flugvélaeigendur og stóra lánardrottna, flugvelli og Isavia og fleira. Þetta er kapphlaup við tímann enda setja þeir sér knappan tíma,“ segir Steinn. Í tilkynningu frá Icelandair kom fram að viðræðurnar fara fram í samráði við stjórnvöld og að vísað verði til ákvæða samkeppnislaga um fyrirtæki á fallandi fæti. Steinn segir það liggja í augum uppi miðað við tilkynninguna að staða WOW Air er ekki björt gangi viðræðurnar ekki eftir.
Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira