Vor í Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 22. mars 2019 08:00 Reykjavík er leiðandi afl sem stærsta sveitarfélag landsins. Reykjavíkurborg er stór vinnustaður sem þjónustar alla sem hér búa og fyrirtækin sem hér starfa. Í stórum rekstri getur ýmislegt komið upp á, það má alltaf breyta og bæta. Þess vegna getur samtal og rýni verið til góðs. Það er því gagnlegt að líta yfir stóru verkefnin fram undan.Húsnæðismálin Meirihlutinn vissi frá upphafi kjörtímabils að húsnæðismál og framkvæmdir yrðu stóru verkefnin. Eftir hrun þurfti að taka margar erfiðar ákvarðanir og margt sat á hakanum. Við sem samfélag tókum ákvörðun um að láta fólk og menntun ganga fyrir til að bjarga atvinnustigi og fyrirbyggja ýmsa félagslega erfiðleika sem geta verið fylgikvillar kreppuástands. Það fór aldrei á milli mála að aftur yrði að setja framkvæmdir og uppbyggingu í forgang. Nú þegar rekstur borgarinnar er í jafnvægi gerum við það, húsnæðismál og framkvæmdir eru efst á verkefnalistanum. Á þessu ári setjum við 20 milljarða í framkvæmdir auk þess sem við stóreflum framkvæmdaráð og umsýslu til að tryggja að allt fari vel fram.Þétting byggðar Meirihlutinn hefur lagt áherslu á hagkvæmar og nútímalegar lausnir í húsnæðisuppbyggingu. Við viljum lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, meðal annars með Borgarlínu. Lykilsvæði í húsnæðisuppbyggingunni eru fjölbreyttir þéttingarreitir, meðal annars meðfram þróunarásum aðalskipulags ásamt nýrri, blandaðri byggð í Gufunesi, Bryggjuhverfi, Úlfarsárdal, Elliðaárvogi, Höfðum, Skeifu og Skerjafirði.Borgarbúar og borgin okkar allra Það sem við tryggjum í þessu meirihlutasamstarfi er að þjónusta við borgarbúa sé í forgrunni. Við ætlum að einfalda kerfið og stytta boðleiðir svo að borgarbúar geti með einfaldari hætti nálgast þjónustu borgarinnar. Við höfum lagt áherslu á snjallar lausnir og rafræna þjónustu. Við lækkuðum fasteignaskatta á árinu 2018 og skattur á atvinnuhúsnæði verður lækkaður. Umfram allt viljum við að þjónusta borgarinnar taki mið af þörfum hins fjölbreytta hóps notenda. Sem fyrr segir þá getur ýmislegt komið upp á stórum vinnustað. Þá þarf að ganga hreint til verks og leysa málin en þar skorumst við ekki undan. Við erum stöðugt að bæta störf okkar með það markmið að borgarbúar fái betri þjónustu. Verkefnin eru mörg og við höldum ótrauð áfram að vinna borgarbúum í hag.Höfundur er oddviti Viðreisnar í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Reykjavík er leiðandi afl sem stærsta sveitarfélag landsins. Reykjavíkurborg er stór vinnustaður sem þjónustar alla sem hér búa og fyrirtækin sem hér starfa. Í stórum rekstri getur ýmislegt komið upp á, það má alltaf breyta og bæta. Þess vegna getur samtal og rýni verið til góðs. Það er því gagnlegt að líta yfir stóru verkefnin fram undan.Húsnæðismálin Meirihlutinn vissi frá upphafi kjörtímabils að húsnæðismál og framkvæmdir yrðu stóru verkefnin. Eftir hrun þurfti að taka margar erfiðar ákvarðanir og margt sat á hakanum. Við sem samfélag tókum ákvörðun um að láta fólk og menntun ganga fyrir til að bjarga atvinnustigi og fyrirbyggja ýmsa félagslega erfiðleika sem geta verið fylgikvillar kreppuástands. Það fór aldrei á milli mála að aftur yrði að setja framkvæmdir og uppbyggingu í forgang. Nú þegar rekstur borgarinnar er í jafnvægi gerum við það, húsnæðismál og framkvæmdir eru efst á verkefnalistanum. Á þessu ári setjum við 20 milljarða í framkvæmdir auk þess sem við stóreflum framkvæmdaráð og umsýslu til að tryggja að allt fari vel fram.Þétting byggðar Meirihlutinn hefur lagt áherslu á hagkvæmar og nútímalegar lausnir í húsnæðisuppbyggingu. Við viljum lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, meðal annars með Borgarlínu. Lykilsvæði í húsnæðisuppbyggingunni eru fjölbreyttir þéttingarreitir, meðal annars meðfram þróunarásum aðalskipulags ásamt nýrri, blandaðri byggð í Gufunesi, Bryggjuhverfi, Úlfarsárdal, Elliðaárvogi, Höfðum, Skeifu og Skerjafirði.Borgarbúar og borgin okkar allra Það sem við tryggjum í þessu meirihlutasamstarfi er að þjónusta við borgarbúa sé í forgrunni. Við ætlum að einfalda kerfið og stytta boðleiðir svo að borgarbúar geti með einfaldari hætti nálgast þjónustu borgarinnar. Við höfum lagt áherslu á snjallar lausnir og rafræna þjónustu. Við lækkuðum fasteignaskatta á árinu 2018 og skattur á atvinnuhúsnæði verður lækkaður. Umfram allt viljum við að þjónusta borgarinnar taki mið af þörfum hins fjölbreytta hóps notenda. Sem fyrr segir þá getur ýmislegt komið upp á stórum vinnustað. Þá þarf að ganga hreint til verks og leysa málin en þar skorumst við ekki undan. Við erum stöðugt að bæta störf okkar með það markmið að borgarbúar fái betri þjónustu. Verkefnin eru mörg og við höldum ótrauð áfram að vinna borgarbúum í hag.Höfundur er oddviti Viðreisnar í borginni.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun