Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Sveinn Arnarsson skrifar 21. mars 2019 06:15 Vaðlaheiðargöng tengja saman Þingeyjarsýslur og Eyjafjörð með göngum undir Vaðlaheiði. Fréttablaðið/Auðunn „Þessi samgöngubót er aðeins fyrir þá efnameiri. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd,“ segir Guðbergur Egill Eyjólfsson, íbúi í Fnjóskadal, en hann rekur ásamt fjölskyldu sinni dýragarðinn Daladýrð á bænum Brúnagerði í dalnum. Frá því Vaðlaheiðargöng voru opnuð hefur hann nýtt göngin enda margt að sækja til Akureyrar. Nú er svo komið að hann hefur tvisvar keypt 100 ferðir í göngin og eru þær ferðir búnar. „Við reynum eftir fremsta megni að fara Víkurskarðið aðra leiðina þar sem þetta er mikill kostnaður,“ segir Guðbergur.Guðbergur Egill Eyjólfsson, bóndi í FnjóskadalÞá rekur fjölskyldan saumastofu og hafa starfsmenn komið frá Akureyri. „Allt mögulegt vinnuafl fyrir svæðið býr á Akureyri. Til að vera samkeppnishæf þá þurfum við að greiða hærri laun. Þetta er því nokkur farartálmi,“ segir Guðbergur. Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga, segir 700 krónur á hverja ferð ekki hátt verð og að fyrirtækið verði að geta greitt af lánum. „Við sjáum á umferðartölum að við erum að fá í gegnum göngin þá umferð sem fór um Víkurskarðið í fyrra en auðvitað er of snemmt að fullyrða það að það haldi áfram,“ segir Hilmar. Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. Mikið hefur verið rætt um að gjald fyrir þyngstu bifreiðar sé of hátt og fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa gagnrýnt hátt verð. Vaðlaheiðargöng reyndust miklu dýrari en ráð var fyrir gert og því þarf að greiða niður hærra lán með veggjöldum en vonir stóðu til. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
„Þessi samgöngubót er aðeins fyrir þá efnameiri. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd,“ segir Guðbergur Egill Eyjólfsson, íbúi í Fnjóskadal, en hann rekur ásamt fjölskyldu sinni dýragarðinn Daladýrð á bænum Brúnagerði í dalnum. Frá því Vaðlaheiðargöng voru opnuð hefur hann nýtt göngin enda margt að sækja til Akureyrar. Nú er svo komið að hann hefur tvisvar keypt 100 ferðir í göngin og eru þær ferðir búnar. „Við reynum eftir fremsta megni að fara Víkurskarðið aðra leiðina þar sem þetta er mikill kostnaður,“ segir Guðbergur.Guðbergur Egill Eyjólfsson, bóndi í FnjóskadalÞá rekur fjölskyldan saumastofu og hafa starfsmenn komið frá Akureyri. „Allt mögulegt vinnuafl fyrir svæðið býr á Akureyri. Til að vera samkeppnishæf þá þurfum við að greiða hærri laun. Þetta er því nokkur farartálmi,“ segir Guðbergur. Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga, segir 700 krónur á hverja ferð ekki hátt verð og að fyrirtækið verði að geta greitt af lánum. „Við sjáum á umferðartölum að við erum að fá í gegnum göngin þá umferð sem fór um Víkurskarðið í fyrra en auðvitað er of snemmt að fullyrða það að það haldi áfram,“ segir Hilmar. Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. Mikið hefur verið rætt um að gjald fyrir þyngstu bifreiðar sé of hátt og fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa gagnrýnt hátt verð. Vaðlaheiðargöng reyndust miklu dýrari en ráð var fyrir gert og því þarf að greiða niður hærra lán með veggjöldum en vonir stóðu til.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira