Neyðarbílastæði við bráðamóttöku Kolbrún Baldursdóttir skrifar 20. mars 2019 08:00 Um hríð hefur verið lagt á stöðugjald þegar bifreiðum er lagt á bílastæðum við m.a. bráðamóttöku Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi, við fæðingardeildina við Hringbraut og víðar við deildir sjúkrahússins. Samkvæmt upplýsingum frá Bílastæðasjóði er umrædd gjaldtaka tilkomin að frumkvæði Landspítala – háskólasjúkrahúss í því skyni að koma í veg fyrir að þessi stæði séu teppt fyrir þeim sem leita þurfa til viðkomandi stofnana, ekki síst með bílum starfsmanna sjúkrahússins. Það gefur augaleið að oft stendur þannig á að fólk sem kemur á bráða- og neyðarmóttökur á eigin bíl getur ekki tafið við að fara að sjálfsala. Ekki er sanngjarnt að ætlast til þess að foreldri sem kemur eitt síns liðs með slasað/veikt barn á bráðamóttöku láti greiðslu stöðugjalds seinka því að barnið komist undir læknishendur. Viðbúið er hins vegar að þeir sem ekki geta gefið sér tíma til að sinna greiðslu stöðugjalds verði fyrir því að Bílastæðasjóður krefji þá um 6.000 kr. aukastöðugjald vegna vanrækslu. Þeir sem koma að bifreið sinni, hugsanlega í kjölfar erfiðrar reynslu inni á sjúkrahúsinu, þar sem bíður þeirra tilkynning frá Bílastæðasjóði um álagningu aukastöðugjalds, hljóta oft að upplifa það sem kaldar kveðjur samfélagsins í þeirri stöðu sem þeir eru. Sú tillaga að innleiða bifreiðastæðaklukkur í ákveðin stæði næst inngangi fyrir þá sem þurfa að leggja bíl sínum í skyndi vegna neyðartilfellis gæti komið okkur öllum vel. Hér er um að ræða framrúðuskífu í stað gjaldmæla. Framrúðuskífan er notuð mjög víða á meginlandinu, jafnt í miðborgum sem og við aðstæður eins og hér um ræðir. Þessi möguleiki yrði í boði við innganga, a.m.k. við bráðamóttökur og fæðingardeild, en einnig aðrar deildir þangað sem fólk kann að þurfa að leita í slíkum flýti að það getur ekki tafið við að finna stæði og greiða stöðugjald. Bílastæðin skulu kyrfilega merkt til umræddra nota. Leyfilegur tími væri tilgreindur á skiltum við stæðin. Sé bifreið lagt lengur en er heimilt er lagt á stöðugjald skv. ákveðinni gjaldskrá. Klukkuna má fá víða t.d. í anddyri afgreiðslu bráðavaktar eða í móttöku og á bensínstöðvum. Sú lausn að vera með gjaldtöku við mikilvæga innganga er ekki viðhlítandi aðferð til að bregðast við vanda sem fólginn er í ónógum fjölda bílastæða fyrir starfsmenn. Er því tilefni til að bregðast við og er ofangreindri hugmynd m.a. ætlað að bæta úr þessu ástandi. Tillaga um að fela Reykjavíkurborg í samstarfi við Landspítala – háskólasjúkrahús að innleiða bifreiðastæðaklukkur í ákveðin stæði næst inngangi bráðamóttöku og fæðingardeildar í neyðartilfellum hefur verið lögð fram í borgarstjórn af borgarfulltrúa Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Um hríð hefur verið lagt á stöðugjald þegar bifreiðum er lagt á bílastæðum við m.a. bráðamóttöku Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi, við fæðingardeildina við Hringbraut og víðar við deildir sjúkrahússins. Samkvæmt upplýsingum frá Bílastæðasjóði er umrædd gjaldtaka tilkomin að frumkvæði Landspítala – háskólasjúkrahúss í því skyni að koma í veg fyrir að þessi stæði séu teppt fyrir þeim sem leita þurfa til viðkomandi stofnana, ekki síst með bílum starfsmanna sjúkrahússins. Það gefur augaleið að oft stendur þannig á að fólk sem kemur á bráða- og neyðarmóttökur á eigin bíl getur ekki tafið við að fara að sjálfsala. Ekki er sanngjarnt að ætlast til þess að foreldri sem kemur eitt síns liðs með slasað/veikt barn á bráðamóttöku láti greiðslu stöðugjalds seinka því að barnið komist undir læknishendur. Viðbúið er hins vegar að þeir sem ekki geta gefið sér tíma til að sinna greiðslu stöðugjalds verði fyrir því að Bílastæðasjóður krefji þá um 6.000 kr. aukastöðugjald vegna vanrækslu. Þeir sem koma að bifreið sinni, hugsanlega í kjölfar erfiðrar reynslu inni á sjúkrahúsinu, þar sem bíður þeirra tilkynning frá Bílastæðasjóði um álagningu aukastöðugjalds, hljóta oft að upplifa það sem kaldar kveðjur samfélagsins í þeirri stöðu sem þeir eru. Sú tillaga að innleiða bifreiðastæðaklukkur í ákveðin stæði næst inngangi fyrir þá sem þurfa að leggja bíl sínum í skyndi vegna neyðartilfellis gæti komið okkur öllum vel. Hér er um að ræða framrúðuskífu í stað gjaldmæla. Framrúðuskífan er notuð mjög víða á meginlandinu, jafnt í miðborgum sem og við aðstæður eins og hér um ræðir. Þessi möguleiki yrði í boði við innganga, a.m.k. við bráðamóttökur og fæðingardeild, en einnig aðrar deildir þangað sem fólk kann að þurfa að leita í slíkum flýti að það getur ekki tafið við að finna stæði og greiða stöðugjald. Bílastæðin skulu kyrfilega merkt til umræddra nota. Leyfilegur tími væri tilgreindur á skiltum við stæðin. Sé bifreið lagt lengur en er heimilt er lagt á stöðugjald skv. ákveðinni gjaldskrá. Klukkuna má fá víða t.d. í anddyri afgreiðslu bráðavaktar eða í móttöku og á bensínstöðvum. Sú lausn að vera með gjaldtöku við mikilvæga innganga er ekki viðhlítandi aðferð til að bregðast við vanda sem fólginn er í ónógum fjölda bílastæða fyrir starfsmenn. Er því tilefni til að bregðast við og er ofangreindri hugmynd m.a. ætlað að bæta úr þessu ástandi. Tillaga um að fela Reykjavíkurborg í samstarfi við Landspítala – háskólasjúkrahús að innleiða bifreiðastæðaklukkur í ákveðin stæði næst inngangi bráðamóttöku og fæðingardeildar í neyðartilfellum hefur verið lögð fram í borgarstjórn af borgarfulltrúa Flokks fólksins.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar