Stórkostlegt tækifæri fyrir landsbyggðina Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2019 21:15 Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fjórða iðnbyltingin getur orðið stórkostlegt tækifæri fyrir landsbyggðina, með fjölgun starfa án staðsetningar. Þetta er mat bæjarstjóra Grundarfjarðar, sem telur brýnt að smærri þéttbýliskjarnar verði ekki látnir sitja eftir í iðnviðauppbyggingu, eins og ljósleiðaravæðingu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fjórða iðnbyltingin er í raun hafin í samfélagi eins og Grundarfirði. Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga er nemendum af sunnanverðum Vestfjörðum kennt í gegnum fjarfundabúnað og í nýrri fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar hf. nýtast róbótar og gervigreind við að hámarka nýtingu og arðsemi sjávaraflans.Frá fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar hf. Hún er hlaðin nýjum hátæknibúnaði, sem tekur yfir störf sem mannshöndin vann áður.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er athyglisvert að á stað eins og okkar eru það kannski fyrirtækin í sjávarútvegi sem jafnvel leiða okkur inn í fjórðu iðnbyltinguna,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar. Til að sveitir landsins sitji ekki eftir hefur ríkið undanfarin ár styrkt ljósleiðaravæðingu í dreifbýli. „Núna er bara staðan þannig að þéttbýlin eru orðin eftir. Þau eru skilgreind á svæði sem ekki er heimild til að styrkja með ríkisstyrkjum eða opinberu fé, þannig að markaðurinn verður að ráða.“ Hún spyr hvort einkafyrirtæki á fjarskiptamarkaði muni fjárfesta í byggðum Snæfellsness. „Hvenær ætla þau að ljósleiðaravæða Grundarfjörð? Ólafsvík? Hellissand? Og svo framvegis.“Frá Grundarfirði. Fjölbrautaskóli Snæfellinga er í gula húsinu næst.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Öflugt net til gagnaflutninga sé lykilforsenda til að skapa störf án staðsetningar. „Að unga fólkið sem býr til störfin sín, getur unnið þessvegna hvar sem er í heiminum, en vill setja sig niður hér, - að það geti þá gert það.“ Fjórða iðnbyltingin geti leitt til stökkbreytinga á samfélögum. „Og landsbyggðin á raunverulega stórkostlegt tækifæri. Ef við erum að tala um byggðastefnu þá er þetta eitt stærsta tækifærið.“ Blómleg byggð haldist þó ekki nema innviðir séu í lagi. „Ef við sitjum eftir, þessi byggðarlög, þá er þetta búið,“ segir Björg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Grundarfjörður Sjávarútvegur Skóla - og menntamál Snæfellsbær Tengdar fréttir Leggja ljósleiðara inn að Húsafelli 16. júní 2018 08:00 Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27. mars 2019 21:00 Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Geta tekist á við breytingar á vinnumarkaði í fjórðu iðnbyltingunni Ekki öll störf verða fyrir jafnmiklum áhrifum af sjálfvirknivæðingu og sum störf hverfa ekki endilega heldur breytast mikið, að sögn formanns nefndar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað. 3. mars 2019 13:30 Bjarnfirðingum kippt yfir á öld háhraðans Íbúum Bjarnarfjarðar á Ströndum hefur í einu vetfangi verið kippt yfir á öld háhraðans. Þeir eru að fá allt í senn; ljósleiðara, þriggja fasa rafmagn og malbikaðan veg. 26. nóvember 2018 21:00 Húnvetningar ljósleiðaravæða Ljósleiðaravæða á Húnavatnshrepp. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum Sjá meira
Fjórða iðnbyltingin getur orðið stórkostlegt tækifæri fyrir landsbyggðina, með fjölgun starfa án staðsetningar. Þetta er mat bæjarstjóra Grundarfjarðar, sem telur brýnt að smærri þéttbýliskjarnar verði ekki látnir sitja eftir í iðnviðauppbyggingu, eins og ljósleiðaravæðingu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fjórða iðnbyltingin er í raun hafin í samfélagi eins og Grundarfirði. Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga er nemendum af sunnanverðum Vestfjörðum kennt í gegnum fjarfundabúnað og í nýrri fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar hf. nýtast róbótar og gervigreind við að hámarka nýtingu og arðsemi sjávaraflans.Frá fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar hf. Hún er hlaðin nýjum hátæknibúnaði, sem tekur yfir störf sem mannshöndin vann áður.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er athyglisvert að á stað eins og okkar eru það kannski fyrirtækin í sjávarútvegi sem jafnvel leiða okkur inn í fjórðu iðnbyltinguna,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar. Til að sveitir landsins sitji ekki eftir hefur ríkið undanfarin ár styrkt ljósleiðaravæðingu í dreifbýli. „Núna er bara staðan þannig að þéttbýlin eru orðin eftir. Þau eru skilgreind á svæði sem ekki er heimild til að styrkja með ríkisstyrkjum eða opinberu fé, þannig að markaðurinn verður að ráða.“ Hún spyr hvort einkafyrirtæki á fjarskiptamarkaði muni fjárfesta í byggðum Snæfellsness. „Hvenær ætla þau að ljósleiðaravæða Grundarfjörð? Ólafsvík? Hellissand? Og svo framvegis.“Frá Grundarfirði. Fjölbrautaskóli Snæfellinga er í gula húsinu næst.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Öflugt net til gagnaflutninga sé lykilforsenda til að skapa störf án staðsetningar. „Að unga fólkið sem býr til störfin sín, getur unnið þessvegna hvar sem er í heiminum, en vill setja sig niður hér, - að það geti þá gert það.“ Fjórða iðnbyltingin geti leitt til stökkbreytinga á samfélögum. „Og landsbyggðin á raunverulega stórkostlegt tækifæri. Ef við erum að tala um byggðastefnu þá er þetta eitt stærsta tækifærið.“ Blómleg byggð haldist þó ekki nema innviðir séu í lagi. „Ef við sitjum eftir, þessi byggðarlög, þá er þetta búið,“ segir Björg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Grundarfjörður Sjávarútvegur Skóla - og menntamál Snæfellsbær Tengdar fréttir Leggja ljósleiðara inn að Húsafelli 16. júní 2018 08:00 Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27. mars 2019 21:00 Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Geta tekist á við breytingar á vinnumarkaði í fjórðu iðnbyltingunni Ekki öll störf verða fyrir jafnmiklum áhrifum af sjálfvirknivæðingu og sum störf hverfa ekki endilega heldur breytast mikið, að sögn formanns nefndar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað. 3. mars 2019 13:30 Bjarnfirðingum kippt yfir á öld háhraðans Íbúum Bjarnarfjarðar á Ströndum hefur í einu vetfangi verið kippt yfir á öld háhraðans. Þeir eru að fá allt í senn; ljósleiðara, þriggja fasa rafmagn og malbikaðan veg. 26. nóvember 2018 21:00 Húnvetningar ljósleiðaravæða Ljósleiðaravæða á Húnavatnshrepp. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum Sjá meira
Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27. mars 2019 21:00
Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15
Geta tekist á við breytingar á vinnumarkaði í fjórðu iðnbyltingunni Ekki öll störf verða fyrir jafnmiklum áhrifum af sjálfvirknivæðingu og sum störf hverfa ekki endilega heldur breytast mikið, að sögn formanns nefndar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað. 3. mars 2019 13:30
Bjarnfirðingum kippt yfir á öld háhraðans Íbúum Bjarnarfjarðar á Ströndum hefur í einu vetfangi verið kippt yfir á öld háhraðans. Þeir eru að fá allt í senn; ljósleiðara, þriggja fasa rafmagn og malbikaðan veg. 26. nóvember 2018 21:00