Hótar enn á ný að loka á fjármagn til Mið-Ameríkuríkja Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 30. mars 2019 21:25 Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst loka á fjárúthlutanir til þriggja Mið-Ameríkuríkja vegna fjölda flóttafólks. Getty/Chip Somodevilla Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var harðorður gagnvart ríkjunum þremur á föstudag, þar sem hann gagnrýndi þau fyrir að senda flóttafólk og hælisleitendur til Bandaríkjanna. Þó kemur fram í tilkynningunni að ákvörðunin yrði lögð fyrir þingið, enda þarf ákvörðunin um að ljúka fjárúthlutuninni þurfi að fá stuðning og samþykki löggjafarvaldsins. Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður Demókrata fyrir New Jersey fylki og nefndarmeðlimur í Alþjóðasamskiptanefnd þingsins, segir fyrirskipun Trumps „Gáleysislega yfirlýsingu“ og hvatti Demókrata sem og Repúblikana að hafna fyrirskipuninni. Hann sagði í tilkynningu sinni að fjárhagsleg aðstoð Bandaríkjanna til þessara landa sé ekki góðgerðarstarfsemi heldur sé það góð leið til að auka öryggi Bandarískra ríkisborgara. Trump sagði á föstudag að þessi þrjú lönd hafi komið upp flóttamannahópum og sent til Bandaríkjanna en fjöldi hælisleitenda í Bandaríkjunum frá þessum þremur löndum hefur aukist mikið á síðustu misserum. „Við vorum að gefa þeim 500 milljónir dollara. Við vorum að borga þeim gríðarlega háar upphæðir og við gerum það ekki lengur vegna þess að þau hafa ekki gert neitt fyrir okkur,“ sagði Trump á föstudag. Auk þessara hótanna fleygði Trump því fram að hann myndi láta loka landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó í komandi viku ef Mexíkó gerði ekkert til að stöðva þann mikla straum flóttafólks sem sækir til Bandaríkjanna, en það myndi stöðva innkomu milljóna löglegra innflytjenda inn í landið og valda miklum skaða fjárhagslegum skaða fyrir viðskipti milli landanna. Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44 Trump hótar að loka landamærunum Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump. 29. mars 2019 21:31 Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04 Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var harðorður gagnvart ríkjunum þremur á föstudag, þar sem hann gagnrýndi þau fyrir að senda flóttafólk og hælisleitendur til Bandaríkjanna. Þó kemur fram í tilkynningunni að ákvörðunin yrði lögð fyrir þingið, enda þarf ákvörðunin um að ljúka fjárúthlutuninni þurfi að fá stuðning og samþykki löggjafarvaldsins. Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður Demókrata fyrir New Jersey fylki og nefndarmeðlimur í Alþjóðasamskiptanefnd þingsins, segir fyrirskipun Trumps „Gáleysislega yfirlýsingu“ og hvatti Demókrata sem og Repúblikana að hafna fyrirskipuninni. Hann sagði í tilkynningu sinni að fjárhagsleg aðstoð Bandaríkjanna til þessara landa sé ekki góðgerðarstarfsemi heldur sé það góð leið til að auka öryggi Bandarískra ríkisborgara. Trump sagði á föstudag að þessi þrjú lönd hafi komið upp flóttamannahópum og sent til Bandaríkjanna en fjöldi hælisleitenda í Bandaríkjunum frá þessum þremur löndum hefur aukist mikið á síðustu misserum. „Við vorum að gefa þeim 500 milljónir dollara. Við vorum að borga þeim gríðarlega háar upphæðir og við gerum það ekki lengur vegna þess að þau hafa ekki gert neitt fyrir okkur,“ sagði Trump á föstudag. Auk þessara hótanna fleygði Trump því fram að hann myndi láta loka landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó í komandi viku ef Mexíkó gerði ekkert til að stöðva þann mikla straum flóttafólks sem sækir til Bandaríkjanna, en það myndi stöðva innkomu milljóna löglegra innflytjenda inn í landið og valda miklum skaða fjárhagslegum skaða fyrir viðskipti milli landanna.
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44 Trump hótar að loka landamærunum Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump. 29. mars 2019 21:31 Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04 Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44
Trump hótar að loka landamærunum Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump. 29. mars 2019 21:31
Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04