Tveir Íslendingar fá heilablóðfall á dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. mars 2019 19:30 Um tveir Íslendingar fá heilablóðfall á hverjum degi en áhættu þættirnir geta verið of hár blóðþrýstingur, of hátt kólesteról, undirliggjandi æðasjúkdómar eða óregla á viðkomandi manneskju. Magnús Hlynur Hreiðarsson fór á fræðslufund um heilablóðfall. Heilaheill er í fundarherferð um landið þar sem fundargestum er sagt frá öllu sem við kemur heilablóðfalli. Einn slíkur fundur var haldin nýlega á Hótel Selfossi. Heilablóðfall verður þegar æð sem flytur súrefnis- og næringarríkt blóð til ákveðins svæði heilans stíflast eða springur. Um tveir Íslendingar fá að meðaltali heilablóðfall á dag en sú tala fer þó sífellt lækkandi. En hverjir eru helstu áhættuþættirnir? „Það getur verið of hár blóðþrýstingur, það getur verið of mikið kólesteról, það getur verið óregla á mannskapnum, það geta verið ýmsir aðrir undirliggjandi hlutir, t.d. æðasjúkdómar. Það þarf að láta lækni strax vita af öllum þessum þáttum til þess að hann geti fylgst með líkama hvers og eins“, segir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla.Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla fór á kostum í erindi sínu á Selfossi um heilablóðfall og allt það helsta sem skiptir máli þegar um slíkt áfall er að ræða.Vísir/Magnús HlynurÞórir fékk heilablóðfall fyrir 14 árum, honum datt aldrei í hug að hann væri að fá slíkt áfall þrátt fyrir að nokkur einkenni gáfu til kynna að ekki væri allt með felldu. „Ég sagði við konuna mína áður en við fórum til læknis, eigum við að vera að gera vesen út af þessu, það er ekkert að mér, einhver flensa eða eitthvað jafnvægisleysi, skiptir engu máli en hún heimtaði það að ég færi til heimilislæknis“. Eftir heimsóknina til læknisins var Þórir sendur heim, lækninum þótti ekki ástæða til að gera neitt, en svo fékk hann slag morguninn eftir. En hverjar eru lífslíkur þeirra sem fá heilablóðfall? „Það eru margar tölur um það, það er talað um 12% af þeim sem fá heilablóðfall búi við varanlega örorku og eitthvað um 6% sem látast“, segir Þórir.Séra Baldur Kristjánsson fékk heilablóðfall fyrir sex árum.Vísir/Magnús HlynurSéra Baldur Kristjánsson, prestur í Þorlákshöfn fékk heilablóðfall fyrir sex árum. Því fylgdi málstol en hann hefur verið ótrúlega duglegur að ná málinu til baka. „Ég er enn þá að æfa mig þó sex ár séu liðin, þá er mér enn þá að fara fram að mínu viti. Ég hef stundað prestskap alla tíð, átti að vísu ósköp erfitt með að tala fyrst en með góðra manna hjálp þá gekk það“. Þá má geta þess að Heilaheill hefur komið uppi appi þar sem hægt er að fá upplýsingar um helstu einkenni heilablóðfalls og hringja þá beint í 112 sé grunur um slíkt.Mjög góð mæting var á fundinn á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Um tveir Íslendingar fá heilablóðfall á hverjum degi en áhættu þættirnir geta verið of hár blóðþrýstingur, of hátt kólesteról, undirliggjandi æðasjúkdómar eða óregla á viðkomandi manneskju. Magnús Hlynur Hreiðarsson fór á fræðslufund um heilablóðfall. Heilaheill er í fundarherferð um landið þar sem fundargestum er sagt frá öllu sem við kemur heilablóðfalli. Einn slíkur fundur var haldin nýlega á Hótel Selfossi. Heilablóðfall verður þegar æð sem flytur súrefnis- og næringarríkt blóð til ákveðins svæði heilans stíflast eða springur. Um tveir Íslendingar fá að meðaltali heilablóðfall á dag en sú tala fer þó sífellt lækkandi. En hverjir eru helstu áhættuþættirnir? „Það getur verið of hár blóðþrýstingur, það getur verið of mikið kólesteról, það getur verið óregla á mannskapnum, það geta verið ýmsir aðrir undirliggjandi hlutir, t.d. æðasjúkdómar. Það þarf að láta lækni strax vita af öllum þessum þáttum til þess að hann geti fylgst með líkama hvers og eins“, segir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla.Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla fór á kostum í erindi sínu á Selfossi um heilablóðfall og allt það helsta sem skiptir máli þegar um slíkt áfall er að ræða.Vísir/Magnús HlynurÞórir fékk heilablóðfall fyrir 14 árum, honum datt aldrei í hug að hann væri að fá slíkt áfall þrátt fyrir að nokkur einkenni gáfu til kynna að ekki væri allt með felldu. „Ég sagði við konuna mína áður en við fórum til læknis, eigum við að vera að gera vesen út af þessu, það er ekkert að mér, einhver flensa eða eitthvað jafnvægisleysi, skiptir engu máli en hún heimtaði það að ég færi til heimilislæknis“. Eftir heimsóknina til læknisins var Þórir sendur heim, lækninum þótti ekki ástæða til að gera neitt, en svo fékk hann slag morguninn eftir. En hverjar eru lífslíkur þeirra sem fá heilablóðfall? „Það eru margar tölur um það, það er talað um 12% af þeim sem fá heilablóðfall búi við varanlega örorku og eitthvað um 6% sem látast“, segir Þórir.Séra Baldur Kristjánsson fékk heilablóðfall fyrir sex árum.Vísir/Magnús HlynurSéra Baldur Kristjánsson, prestur í Þorlákshöfn fékk heilablóðfall fyrir sex árum. Því fylgdi málstol en hann hefur verið ótrúlega duglegur að ná málinu til baka. „Ég er enn þá að æfa mig þó sex ár séu liðin, þá er mér enn þá að fara fram að mínu viti. Ég hef stundað prestskap alla tíð, átti að vísu ósköp erfitt með að tala fyrst en með góðra manna hjálp þá gekk það“. Þá má geta þess að Heilaheill hefur komið uppi appi þar sem hægt er að fá upplýsingar um helstu einkenni heilablóðfalls og hringja þá beint í 112 sé grunur um slíkt.Mjög góð mæting var á fundinn á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira