Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Heimir Már Pétursson skrifar 9. apríl 2019 12:00 Þorsteinn Víglundsson er þingmaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. Þingmenn hafa enn ekki komist í að ræða frumvörp vegna málsins og eru enn í fyrri umferð umræðna um þingsályktun utanríkisráðherra um málið. Tuttugu og tveir þingmenn eru enn á mælendaskrá við framhald fyrri umræðunnar um þingsályktun utanríkisráðherra um innleiðingu þriðja orkupakkans. Þegar búið er að ræða þingsályktunina þarf að afgreiða tvö stjórnarfrumvörp ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra um málið og þingsályktunartillögu hennar vegna málsins. Þau fjalla um breytt hlutverk Orkustofnunar Íslands meðal annars varðandi eftirlit, uppbyggingu flutningskerfis raforku. Málin snúa öll að ákvæðum um neytendavernd og aðskilnað dreifingar og framleiðslu á raforku. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar gagnrýndi málflutning andstæðinga innleiðingarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði þá mála skrattann á vegginn. En margir einarðir andstæðingar Evrópusambandsins úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki , Vinstri grænum og Miðflokki hafa safnast saman undir heitinu Orkan okkar. „Þeim málflutningi sem beitt er í þessu máli er dæmigerður fyrir það sem við sjáum vaxandi hjá þeim sem ég kalla lýðskrumara eða þjóðernispopúlista í Evrópu og víðar. Það er verið að fara mjög frjálslega með staðreyndir mála eða jafnvel hreinar rangfærslur í málflutningi. Það er verið að reyna að tengja einhver hughrif fólks við að það sé verið að vega að sjálfstæði eða vega að auðlindum þjóðarinnar eins og í þessu tilfelli,“ sagði Þorsteinn. Þótt þriðji orkupakkinn fjalli um sameiginlegan orkumarkað Evrópusambandsins selja Íslendingar ekki orku til Evrópu og kaupa hana heldur ekki þaðan. Þá liggur fyrir sameiginlegur skilningur íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins um að ákvæði um orkuverð nái ekki til Íslands á meðan enginn sæstrengur er héðan til sambandsins og að slíkur strengur verði ekki lagður án lagasetningar á Alþingi. Þá verði ágreiningur um orkupakkana tekinn fyrir hjá Eftirlitsstofnun EFTA en ekki innan ESB. Árið 2008 voru síðan sett lög sem banna að orkuauðlindir eða eignarhlutir í orkufyrirtækjum yrðu seldar úr eigu ríkis og sveitarfélaga. „Það er ekki tilgangur þessa sameiginlega raforkumarkaðar að skipta sér að því hvað einstök ríki vilja gera. Hvort þau vilji virkja eða ekki virkja, hvort þau vilji bora eftir olíu eða ekki bora eftir olíu og svo framvegis. Það er verið að tengja saman flutningsnetin og búa til regluverkið utan um það. Svo tökum við okkar sjálfstæðu ákvarðanir út frá þeim grunni,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Alþingi Orkumál Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Tekist á um hvort Ísland afsali ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku Tekist er á hvort Ísland afsali sér heimildir, vald eða ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum að framselja þannig fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orku pakkinn samþykktur. 8. apríl 2019 19:37 Orkupakkinn á dagskrá í dag Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um þriðja orkupakka ESB hefst á Alþingi í dag. 8. apríl 2019 06:15 Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. Þingmenn hafa enn ekki komist í að ræða frumvörp vegna málsins og eru enn í fyrri umferð umræðna um þingsályktun utanríkisráðherra um málið. Tuttugu og tveir þingmenn eru enn á mælendaskrá við framhald fyrri umræðunnar um þingsályktun utanríkisráðherra um innleiðingu þriðja orkupakkans. Þegar búið er að ræða þingsályktunina þarf að afgreiða tvö stjórnarfrumvörp ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra um málið og þingsályktunartillögu hennar vegna málsins. Þau fjalla um breytt hlutverk Orkustofnunar Íslands meðal annars varðandi eftirlit, uppbyggingu flutningskerfis raforku. Málin snúa öll að ákvæðum um neytendavernd og aðskilnað dreifingar og framleiðslu á raforku. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar gagnrýndi málflutning andstæðinga innleiðingarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði þá mála skrattann á vegginn. En margir einarðir andstæðingar Evrópusambandsins úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki , Vinstri grænum og Miðflokki hafa safnast saman undir heitinu Orkan okkar. „Þeim málflutningi sem beitt er í þessu máli er dæmigerður fyrir það sem við sjáum vaxandi hjá þeim sem ég kalla lýðskrumara eða þjóðernispopúlista í Evrópu og víðar. Það er verið að fara mjög frjálslega með staðreyndir mála eða jafnvel hreinar rangfærslur í málflutningi. Það er verið að reyna að tengja einhver hughrif fólks við að það sé verið að vega að sjálfstæði eða vega að auðlindum þjóðarinnar eins og í þessu tilfelli,“ sagði Þorsteinn. Þótt þriðji orkupakkinn fjalli um sameiginlegan orkumarkað Evrópusambandsins selja Íslendingar ekki orku til Evrópu og kaupa hana heldur ekki þaðan. Þá liggur fyrir sameiginlegur skilningur íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins um að ákvæði um orkuverð nái ekki til Íslands á meðan enginn sæstrengur er héðan til sambandsins og að slíkur strengur verði ekki lagður án lagasetningar á Alþingi. Þá verði ágreiningur um orkupakkana tekinn fyrir hjá Eftirlitsstofnun EFTA en ekki innan ESB. Árið 2008 voru síðan sett lög sem banna að orkuauðlindir eða eignarhlutir í orkufyrirtækjum yrðu seldar úr eigu ríkis og sveitarfélaga. „Það er ekki tilgangur þessa sameiginlega raforkumarkaðar að skipta sér að því hvað einstök ríki vilja gera. Hvort þau vilji virkja eða ekki virkja, hvort þau vilji bora eftir olíu eða ekki bora eftir olíu og svo framvegis. Það er verið að tengja saman flutningsnetin og búa til regluverkið utan um það. Svo tökum við okkar sjálfstæðu ákvarðanir út frá þeim grunni,“ sagði Þorsteinn Víglundsson.
Alþingi Orkumál Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Tekist á um hvort Ísland afsali ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku Tekist er á hvort Ísland afsali sér heimildir, vald eða ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum að framselja þannig fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orku pakkinn samþykktur. 8. apríl 2019 19:37 Orkupakkinn á dagskrá í dag Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um þriðja orkupakka ESB hefst á Alþingi í dag. 8. apríl 2019 06:15 Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Tekist á um hvort Ísland afsali ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku Tekist er á hvort Ísland afsali sér heimildir, vald eða ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum að framselja þannig fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orku pakkinn samþykktur. 8. apríl 2019 19:37
Orkupakkinn á dagskrá í dag Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um þriðja orkupakka ESB hefst á Alþingi í dag. 8. apríl 2019 06:15
Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15