Opin fyrir endurskoðun LÍN til að liðka fyrir viðræðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2019 19:00 Forsætisráðherra telur útspil stjórnvalda í síðustu viku til þess fallið að liðka fyrir þeim kjaraviðræðum sem framundan eru. Hún segir stjórnvöld þó reiðubúin til að skoða sértækar aðgerðir til að auðvelda þá vinnu, eins og hugmyndir BHM um létta á námslánabyrði námsmanna. Þrátt fyrir að útspil stjórnvalda hafi gert gæfumuninn fyrir undirritun lífskjarasamningsins í liðinni viku er björninn svo sannarlega ekki unninn fyrir hið opinbera. Ríkið er eftir sem áður stór vinnuveitandi og hefur ekki gert samning við sitt fólk um kaup og kjör. Og nú þegar eru komnar fram vísbendingar um að opinberir starfsmenn muni ekki fallast á lífskjarasamninginn óbreyttan. Til að mynda frá Bandalagi háskólamanna, sem segist ekki getað hugsað sér krónutöluhækkanir. Forsætisráðherra hefur þó fulla trú á því að lífskjarasamningurinn geti orðið góður vegvísir fyrir þær kjaraviðræður sem framundan eru. „Það er þó ekki svo að það að einhverjir aðilar geri kjarasamning taki það samningsréttinn af öðrum. Auðvitað er samningagerðin við opinbera markaðinn bara eftir. Hins vegar held ég að nálgunin sem við kynntum í þessum samningum geti verði mjög áhugaverð, bæði fyrir íslenskt samfélag og efnahagslíf,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Innihald lífskjarasamningsins sé þannig ekki bundið við launþega. „Þær aðgerðir sem við kynntum í síðustu viku munu gagnast öllum; bæði á almenna og opinbera markaðnum, sem og öðrum hópum, eldri borgurum og örorkulífeyrisþegum. Fyrst og fremst eru þetta aðgerðir sem snúa að því að auka hér velferð og jöfnuð og skipta þannig allt samfélagið máli.“Framtíð LÍN megi skoða Þrátt fyrir það segir Katrín þó ekki loku fyrir það skotið að stjórnvöld taki virkan þátt í umræðum um sértækari aðgerðir fyrir einstaka hópa. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, kallaði til að mynda eftir því á Sprengisandi á Bylgjunni í dag að stjórnvöld myndu grípa til aðgerða til að létta námslánagreiðslur, sem lið í komandi kjaraviðræðum. Katrín segir að sú hugmynd sé ekki svo fjarstæðukennd. „BHM hefur lagt ákveðnar hugmyndir á borðið um önnur atriði sem þau telja að geti skipt máli fyrir lífskjör síns fólks, þ.e. háskólamenntaðra. Þau hafa sérstaklega vísað til Lánasjóðs íslenskra námsmanna í því samhengi og við erum að sjálfsögðu reiðubúin til að fara í þá skoðun með þeim,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lífskjarasamningurinn á að tryggja láglaunafólki betri kjör Launahækkanir í þeim samningi sem kynntur var í gær eru allar í formi krónutöluhækkanna bæði á taxta og föst mánaðarlaun. Í því á að felast breið sátt á vinnumarkaði um að launafólk með lágar tekjur hækki hlutfallslega meira en þeir sem hærri laun hafa. 4. apríl 2019 19:12 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. 7. apríl 2019 14:19 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Forsætisráðherra telur útspil stjórnvalda í síðustu viku til þess fallið að liðka fyrir þeim kjaraviðræðum sem framundan eru. Hún segir stjórnvöld þó reiðubúin til að skoða sértækar aðgerðir til að auðvelda þá vinnu, eins og hugmyndir BHM um létta á námslánabyrði námsmanna. Þrátt fyrir að útspil stjórnvalda hafi gert gæfumuninn fyrir undirritun lífskjarasamningsins í liðinni viku er björninn svo sannarlega ekki unninn fyrir hið opinbera. Ríkið er eftir sem áður stór vinnuveitandi og hefur ekki gert samning við sitt fólk um kaup og kjör. Og nú þegar eru komnar fram vísbendingar um að opinberir starfsmenn muni ekki fallast á lífskjarasamninginn óbreyttan. Til að mynda frá Bandalagi háskólamanna, sem segist ekki getað hugsað sér krónutöluhækkanir. Forsætisráðherra hefur þó fulla trú á því að lífskjarasamningurinn geti orðið góður vegvísir fyrir þær kjaraviðræður sem framundan eru. „Það er þó ekki svo að það að einhverjir aðilar geri kjarasamning taki það samningsréttinn af öðrum. Auðvitað er samningagerðin við opinbera markaðinn bara eftir. Hins vegar held ég að nálgunin sem við kynntum í þessum samningum geti verði mjög áhugaverð, bæði fyrir íslenskt samfélag og efnahagslíf,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Innihald lífskjarasamningsins sé þannig ekki bundið við launþega. „Þær aðgerðir sem við kynntum í síðustu viku munu gagnast öllum; bæði á almenna og opinbera markaðnum, sem og öðrum hópum, eldri borgurum og örorkulífeyrisþegum. Fyrst og fremst eru þetta aðgerðir sem snúa að því að auka hér velferð og jöfnuð og skipta þannig allt samfélagið máli.“Framtíð LÍN megi skoða Þrátt fyrir það segir Katrín þó ekki loku fyrir það skotið að stjórnvöld taki virkan þátt í umræðum um sértækari aðgerðir fyrir einstaka hópa. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, kallaði til að mynda eftir því á Sprengisandi á Bylgjunni í dag að stjórnvöld myndu grípa til aðgerða til að létta námslánagreiðslur, sem lið í komandi kjaraviðræðum. Katrín segir að sú hugmynd sé ekki svo fjarstæðukennd. „BHM hefur lagt ákveðnar hugmyndir á borðið um önnur atriði sem þau telja að geti skipt máli fyrir lífskjör síns fólks, þ.e. háskólamenntaðra. Þau hafa sérstaklega vísað til Lánasjóðs íslenskra námsmanna í því samhengi og við erum að sjálfsögðu reiðubúin til að fara í þá skoðun með þeim,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lífskjarasamningurinn á að tryggja láglaunafólki betri kjör Launahækkanir í þeim samningi sem kynntur var í gær eru allar í formi krónutöluhækkanna bæði á taxta og föst mánaðarlaun. Í því á að felast breið sátt á vinnumarkaði um að launafólk með lágar tekjur hækki hlutfallslega meira en þeir sem hærri laun hafa. 4. apríl 2019 19:12 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. 7. apríl 2019 14:19 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Lífskjarasamningurinn á að tryggja láglaunafólki betri kjör Launahækkanir í þeim samningi sem kynntur var í gær eru allar í formi krónutöluhækkanna bæði á taxta og föst mánaðarlaun. Í því á að felast breið sátt á vinnumarkaði um að launafólk með lágar tekjur hækki hlutfallslega meira en þeir sem hærri laun hafa. 4. apríl 2019 19:12
Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54
Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. 7. apríl 2019 14:19
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda