Án ECMO dælunnar hefði sjúklingunum vart verið hugað líf Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. apríl 2019 17:55 Góður árangur hefur náðst með notkun svokallaðrar ECMO-dælu sem aðeins er nýtt í meðferð sjúklinga hérlendis þegar öll önnur úrræði hafa verið reynd. Athygli vekur erlendis að tiltölulega lítill spítali á borð við Landspítalann geti boðið upp á svona flókna meðferð, en ástæða þess er góð menntun heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. ECMO-dæla er hjarta- og lungnavél sem búin er bæði gervilunga og hjartadælu og er beitt þegar sjúklingar er komnir með endastigs hjarta- eða öndunarfærabilun. Þannig getur ECMO-dæla nýst í meðferð sjúklinga með lífshættulega öndunarbilun, t.d. eftir svæsna lungnabólgu, alvarlega áverka eða nær drukknun. Meðferðinni er aðeins beitt þegar öll önnur meðferðarúrræði hafa verið reynd og þáí lífsbjargandi tilgangi. „Sjúklingarnir eru það veikir að þrátt fyrir að veita fullan stuðning í öndunarvél og með öllum lyfjum sem við höfum í tækjabúrinu þá er þeim ekki hugað líf. Þetta er mjög flókin meðferð þannig við grípum ekki til hennar nema að nauðsyn krefji,“ sagði Inga Lára Ingvarsdóttir, sérnámslæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Rannsókn var gerð sem snéri að 17 sjúklingum. Alls lifðu 11 sjúklingar af meðferðina þar af allir þrír sem fengu svínainflúensu. Án ECMO-dælunnar hefði sjúklingunum vart verið hugað líf.Frá Landspítalanum.Fréttablaðið/GVA„Um það bil 2/3 sjúklinganna hafa lifað af meðferðina sem er sambærilegt við stóru sjúkrahúsin erlendis og þau sjúkrahús sem við miðum okkur við, alþjóðlega gagnagrunna og slíkt, þannig við erum mjög ánægð með niðurstöðurnar,“ sagði Inga Lára. Hvers vegna er mikilvægt að geta boðið upp á svona úrræði hérlendis? „Já það er vegna þess að samkvæmt eðli sjúkdómsins þá er það mjög brátt sem þetta ber að. Innan skamms tíma þurfa þeir á meðferðinni að halda. Það eru þrír klukkutímar með flugi í næsta sjúkrahús erlendis þannig að í rauninni höfum við ekki upp á annað að bjóða en að bjóða upp á þetta hér. Það er fyrir tilstilli vel þjálfaðs og menntaðs starfsfólks sem hægt er að bjóða upp á þessa meðferð hér,“ sagði Inga Lára. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Góður árangur hefur náðst með notkun svokallaðrar ECMO-dælu sem aðeins er nýtt í meðferð sjúklinga hérlendis þegar öll önnur úrræði hafa verið reynd. Athygli vekur erlendis að tiltölulega lítill spítali á borð við Landspítalann geti boðið upp á svona flókna meðferð, en ástæða þess er góð menntun heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. ECMO-dæla er hjarta- og lungnavél sem búin er bæði gervilunga og hjartadælu og er beitt þegar sjúklingar er komnir með endastigs hjarta- eða öndunarfærabilun. Þannig getur ECMO-dæla nýst í meðferð sjúklinga með lífshættulega öndunarbilun, t.d. eftir svæsna lungnabólgu, alvarlega áverka eða nær drukknun. Meðferðinni er aðeins beitt þegar öll önnur meðferðarúrræði hafa verið reynd og þáí lífsbjargandi tilgangi. „Sjúklingarnir eru það veikir að þrátt fyrir að veita fullan stuðning í öndunarvél og með öllum lyfjum sem við höfum í tækjabúrinu þá er þeim ekki hugað líf. Þetta er mjög flókin meðferð þannig við grípum ekki til hennar nema að nauðsyn krefji,“ sagði Inga Lára Ingvarsdóttir, sérnámslæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Rannsókn var gerð sem snéri að 17 sjúklingum. Alls lifðu 11 sjúklingar af meðferðina þar af allir þrír sem fengu svínainflúensu. Án ECMO-dælunnar hefði sjúklingunum vart verið hugað líf.Frá Landspítalanum.Fréttablaðið/GVA„Um það bil 2/3 sjúklinganna hafa lifað af meðferðina sem er sambærilegt við stóru sjúkrahúsin erlendis og þau sjúkrahús sem við miðum okkur við, alþjóðlega gagnagrunna og slíkt, þannig við erum mjög ánægð með niðurstöðurnar,“ sagði Inga Lára. Hvers vegna er mikilvægt að geta boðið upp á svona úrræði hérlendis? „Já það er vegna þess að samkvæmt eðli sjúkdómsins þá er það mjög brátt sem þetta ber að. Innan skamms tíma þurfa þeir á meðferðinni að halda. Það eru þrír klukkutímar með flugi í næsta sjúkrahús erlendis þannig að í rauninni höfum við ekki upp á annað að bjóða en að bjóða upp á þetta hér. Það er fyrir tilstilli vel þjálfaðs og menntaðs starfsfólks sem hægt er að bjóða upp á þessa meðferð hér,“ sagði Inga Lára.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira