Sköpum störf Sirrí Hallgrímsdóttir skrifar 6. apríl 2019 09:30 Allt í kringum okkur sjáum við öflug og rótgróin fyrirtæki með fjölda fólks í vinnu, þau eru hluti af daglega lífinu okkar. Við erum sennilega langflest sek um að hugsa ekki út í þá staðreynd að eitt sinn voru öll þessi fyrirtæki hugmynd. Hugmyndin var í kollinum á frumkvöðli og ekki er ólíklegt að hún hafi þótt ævintýraleg, djörf og jafnvel hálfgalin. En það var einhver sem ákvað að stíga skrefið, ráðast í málið og hrinda því af stað. Það var einhver sem var tilbúinn að taka áhættuna, leggja sparnaðinn sinn og annarra undir til þess að láta hugmynd verða að veruleika. Við sjáum ekki allar hugmyndirnar sem gengu ekki upp, fyrirtækin sem lifðu ekki af vegna þess að hugmyndin var röng, tíminn var rangur eða frumkvöðullinn var óheppinn. Ótrúlega margt getur farið úrskeiðis í frumkvöðlastarfinu og það er í raun ótrúlegt að einhverjir séu tilbúnir til að taka áhættuna og reyna að skapa eitthvað nýtt. Við eigum því að vera mjög þakklát fyrir þá einstaklinga sem eru tilbúnir að taka áhættuna og leggja á sig það þrotlausa erfiði sem felst í því að gera hugmynd að veruleika. Við eigum því að fagna með þeim þegar vel gengur og virða það starf sem leitt hefur til árangurs. En það er líka mikilvægt að styðja við þá í mótlæti, sýna því skilning að ekki eru allar ferðir til fjár og hlutirnir geta farið úrskeiðis. Það geta nefnilega ekki allir unnið hjá ríkinu og störfin skapa sig ekki sjálf, við þurfum frumkvöðla og þá sem flesta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Allt í kringum okkur sjáum við öflug og rótgróin fyrirtæki með fjölda fólks í vinnu, þau eru hluti af daglega lífinu okkar. Við erum sennilega langflest sek um að hugsa ekki út í þá staðreynd að eitt sinn voru öll þessi fyrirtæki hugmynd. Hugmyndin var í kollinum á frumkvöðli og ekki er ólíklegt að hún hafi þótt ævintýraleg, djörf og jafnvel hálfgalin. En það var einhver sem ákvað að stíga skrefið, ráðast í málið og hrinda því af stað. Það var einhver sem var tilbúinn að taka áhættuna, leggja sparnaðinn sinn og annarra undir til þess að láta hugmynd verða að veruleika. Við sjáum ekki allar hugmyndirnar sem gengu ekki upp, fyrirtækin sem lifðu ekki af vegna þess að hugmyndin var röng, tíminn var rangur eða frumkvöðullinn var óheppinn. Ótrúlega margt getur farið úrskeiðis í frumkvöðlastarfinu og það er í raun ótrúlegt að einhverjir séu tilbúnir til að taka áhættuna og reyna að skapa eitthvað nýtt. Við eigum því að vera mjög þakklát fyrir þá einstaklinga sem eru tilbúnir að taka áhættuna og leggja á sig það þrotlausa erfiði sem felst í því að gera hugmynd að veruleika. Við eigum því að fagna með þeim þegar vel gengur og virða það starf sem leitt hefur til árangurs. En það er líka mikilvægt að styðja við þá í mótlæti, sýna því skilning að ekki eru allar ferðir til fjár og hlutirnir geta farið úrskeiðis. Það geta nefnilega ekki allir unnið hjá ríkinu og störfin skapa sig ekki sjálf, við þurfum frumkvöðla og þá sem flesta.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun