Skoða hvort ástæða sé til þess að kanna betur bakgrunn þeirra sem reka spilakassa Sighvatur Jónsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. apríl 2019 21:00 Einn af þeim stöðum þar sem spila má í spilakassa er við Lækjartorg. vísir/egill Hörður Helgi Helgason, lögmaður Happdrættis Háskóla Íslands (HHÍ), segir að í ljósi hækkaðs áhættumats ríkislögreglustjóra varðandi það að peningaþvætti sé stundað í gegnum spilakassa muni happdrættið taka það til skoðunar hvort ástæða sé til að kanna betur bakgrunn þeirra sem reka spilakassana. Lögreglu grunar að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis. Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur mikla ógn vera vegna peningaþvættis hér á landi, samkvæmt nýju áhættumati. Eitt af því sem kemur fram í skýrslu ríkislögreglustjóra um peningaþvætti er að eigendur kassanna, sem á Íslandi eru bara tvö fyrirtæki, Íslandsspil og Happdrætti Háskóla Íslands, geri enga kröfu um gott orðspor, eins og það er orðað, þeirra sem reka kassana. Spurður út í það hvort fylgjast þurfi betur með þeim aðilum sem reka kassana segir Hörður að síðastliðin tvö ár hafi HHÍ byggt á áhættumati sem kom frá Evrópusambandinu. „Þar var þessi hætta metin meðalhá, í öðru stigi af fjórum. Á þeim grundvelli þá hefur ekki verið gripið til þess að skoða bakgrunn eða krefjast gagna um þessa rekstraraðila. En á grundvelli þessa hækkaða mats RLS þá mun happdrættið að sjálfsögðu taka til skoðunar hvort ástæða sé til þess að grípa meira inn í og skoða sterkar bakgrunn þeirra sem reka þessa staði,“ segir Hörður. Þá segir hann tiltölulega auðvelt að stemma stigu við því magni af fé sem hægt sé að flytja í gegnum spilakassana. Í kjölfar áhættumats ESB árið 2017 hafi HHÍ strax gripið til þeirra aðgerða að lækka mögulega fjárhæð sem getur verið til spils hverju sinni. „Sem veldur því að það verður mjög fyrirhafnarmikið að velta háum fjárhæðum í gegnum þessa pípu,“ segir Hörður. Fjárhættuspil Ísland á gráum lista FATF Lögreglumál Tengdar fréttir Gruna að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis Embætti ríkislögreglustjóra segir skattsvik vera alvarlegt og umfangsmikið vandamál hér á landi. Þar að auki sé mikil ógn af skattsvikum í tengslum við fjárþvætti hér á landi. Sömuleiðis er veruleg hætta á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé og leikur grunur á að það sé ítrekað gert. 5. apríl 2019 15:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Hörður Helgi Helgason, lögmaður Happdrættis Háskóla Íslands (HHÍ), segir að í ljósi hækkaðs áhættumats ríkislögreglustjóra varðandi það að peningaþvætti sé stundað í gegnum spilakassa muni happdrættið taka það til skoðunar hvort ástæða sé til að kanna betur bakgrunn þeirra sem reka spilakassana. Lögreglu grunar að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis. Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur mikla ógn vera vegna peningaþvættis hér á landi, samkvæmt nýju áhættumati. Eitt af því sem kemur fram í skýrslu ríkislögreglustjóra um peningaþvætti er að eigendur kassanna, sem á Íslandi eru bara tvö fyrirtæki, Íslandsspil og Happdrætti Háskóla Íslands, geri enga kröfu um gott orðspor, eins og það er orðað, þeirra sem reka kassana. Spurður út í það hvort fylgjast þurfi betur með þeim aðilum sem reka kassana segir Hörður að síðastliðin tvö ár hafi HHÍ byggt á áhættumati sem kom frá Evrópusambandinu. „Þar var þessi hætta metin meðalhá, í öðru stigi af fjórum. Á þeim grundvelli þá hefur ekki verið gripið til þess að skoða bakgrunn eða krefjast gagna um þessa rekstraraðila. En á grundvelli þessa hækkaða mats RLS þá mun happdrættið að sjálfsögðu taka til skoðunar hvort ástæða sé til þess að grípa meira inn í og skoða sterkar bakgrunn þeirra sem reka þessa staði,“ segir Hörður. Þá segir hann tiltölulega auðvelt að stemma stigu við því magni af fé sem hægt sé að flytja í gegnum spilakassana. Í kjölfar áhættumats ESB árið 2017 hafi HHÍ strax gripið til þeirra aðgerða að lækka mögulega fjárhæð sem getur verið til spils hverju sinni. „Sem veldur því að það verður mjög fyrirhafnarmikið að velta háum fjárhæðum í gegnum þessa pípu,“ segir Hörður.
Fjárhættuspil Ísland á gráum lista FATF Lögreglumál Tengdar fréttir Gruna að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis Embætti ríkislögreglustjóra segir skattsvik vera alvarlegt og umfangsmikið vandamál hér á landi. Þar að auki sé mikil ógn af skattsvikum í tengslum við fjárþvætti hér á landi. Sömuleiðis er veruleg hætta á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé og leikur grunur á að það sé ítrekað gert. 5. apríl 2019 15:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Gruna að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis Embætti ríkislögreglustjóra segir skattsvik vera alvarlegt og umfangsmikið vandamál hér á landi. Þar að auki sé mikil ógn af skattsvikum í tengslum við fjárþvætti hér á landi. Sömuleiðis er veruleg hætta á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé og leikur grunur á að það sé ítrekað gert. 5. apríl 2019 15:00