Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2019 15:50 Jón Steinar Gunnlaugsson fagnar vel í dag. Vísir/Baldur Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. Lögmannafélagið áminnti Jón Steinar fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. „Auðvitaði fagna ég þessari niðurstöðu. Hún er byggð á því sem ég hef sagt frá upphafi að stjórn Lögmannafélagsins hefur ekki heimild samkvæmt lögum til að beina erindum sem varða einstaka lögmenn til úrskurðarnefndar lögmanna. Og hefði stjórnin getað sparað sjálfri sér útgjöld og fyrirhöfn með því að ráðast ekki í þetta glapræði,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Eftir að héraðsdómur gekk þá lét ég hafa eftir mér að ég virtist ekki njóta réttaröryggis á borð við aðra við meðferð mála minna fyrir íslenskum dómsstólum. Ég vona að þessi dómur sé ákveðin vísbending um að ég hafi haft rangt fyrir mér um þetta efni.“Ingimundur Einarsson var allt annað en sáttur við tölvupósta Jóns Steinars Gunnlaugssonar.Fréttablaðið/PjeturKvartaði undan „skætingi“ Jóns Steinars Ingimundur kvartaði til Lögmannafélagsins vegna málsins en hann sagði það einsýnt að framkoma Jóns hafi brotið í bága við siðareglur lögmanna, almenna kurteisi og samskiptavenjur og sé stétt lögmanna vart til framdráttar. Hann sagðist hafa kvartað svo hvorki hann né aðrir í hans stöðu þurfi eftirleiðis að sitja undir skætingi sem þessum, að því er segir í úrskurðinum. Tölvupóstarnir voru vegna dómsmáls sem Jón Steinar vildi fá flýtimeðferð á. Ingimundur hafnaði beiðni hans vegar. Jón Steinar taldi afgreiðslu dómstjórans óásættanlega og spurði hvort hann væri að reyna að gera sig að óhæfum lögmanni í augum umbjóðanda síns. Úrskurðarnefnd lögmanna taldi brotið alvarlegt og í úrskurðinum segir að við ákvörðun viðurlaganna hafi verið horft til þess að brot Jóns Steinars lúti að þeim mikilvægu hagsmunum réttarkerfisins að samskipti séu fagleg og grundvölluð á virðingu. Víki lögmenn frá þessu í andstöðu við lög eða siðareglur sé farið gegn hagsmunum og þar með hagsmunum skjólstæðinga þeirra. „Nefndin telur brot kærða alvarlegt og sætir hann áminningu vegna þess.“Héraðsdómur sýknaði Lögmannafélagið af stefnu Jóns Steinars sem sagði dóminn kostulegan. Landsréttur sneri svo við dómnum í dag felldi úr gildi úrskurð úrskurðarnefndarinnar. Var Lögmannafélagið dæmt til að greiða Jóni Steinari 1,2 milljónir króna í málskostnað. Dómsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. Lögmannafélagið áminnti Jón Steinar fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. „Auðvitaði fagna ég þessari niðurstöðu. Hún er byggð á því sem ég hef sagt frá upphafi að stjórn Lögmannafélagsins hefur ekki heimild samkvæmt lögum til að beina erindum sem varða einstaka lögmenn til úrskurðarnefndar lögmanna. Og hefði stjórnin getað sparað sjálfri sér útgjöld og fyrirhöfn með því að ráðast ekki í þetta glapræði,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Eftir að héraðsdómur gekk þá lét ég hafa eftir mér að ég virtist ekki njóta réttaröryggis á borð við aðra við meðferð mála minna fyrir íslenskum dómsstólum. Ég vona að þessi dómur sé ákveðin vísbending um að ég hafi haft rangt fyrir mér um þetta efni.“Ingimundur Einarsson var allt annað en sáttur við tölvupósta Jóns Steinars Gunnlaugssonar.Fréttablaðið/PjeturKvartaði undan „skætingi“ Jóns Steinars Ingimundur kvartaði til Lögmannafélagsins vegna málsins en hann sagði það einsýnt að framkoma Jóns hafi brotið í bága við siðareglur lögmanna, almenna kurteisi og samskiptavenjur og sé stétt lögmanna vart til framdráttar. Hann sagðist hafa kvartað svo hvorki hann né aðrir í hans stöðu þurfi eftirleiðis að sitja undir skætingi sem þessum, að því er segir í úrskurðinum. Tölvupóstarnir voru vegna dómsmáls sem Jón Steinar vildi fá flýtimeðferð á. Ingimundur hafnaði beiðni hans vegar. Jón Steinar taldi afgreiðslu dómstjórans óásættanlega og spurði hvort hann væri að reyna að gera sig að óhæfum lögmanni í augum umbjóðanda síns. Úrskurðarnefnd lögmanna taldi brotið alvarlegt og í úrskurðinum segir að við ákvörðun viðurlaganna hafi verið horft til þess að brot Jóns Steinars lúti að þeim mikilvægu hagsmunum réttarkerfisins að samskipti séu fagleg og grundvölluð á virðingu. Víki lögmenn frá þessu í andstöðu við lög eða siðareglur sé farið gegn hagsmunum og þar með hagsmunum skjólstæðinga þeirra. „Nefndin telur brot kærða alvarlegt og sætir hann áminningu vegna þess.“Héraðsdómur sýknaði Lögmannafélagið af stefnu Jóns Steinars sem sagði dóminn kostulegan. Landsréttur sneri svo við dómnum í dag felldi úr gildi úrskurð úrskurðarnefndarinnar. Var Lögmannafélagið dæmt til að greiða Jóni Steinari 1,2 milljónir króna í málskostnað.
Dómsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira