Stjórnendur fyrirtækja leiki lykilhlutverk í baráttunni gegn kulnun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2019 20:30 Stjórnendur og mannauðsstjórar fyrirtækja leika lykilhlutverk þegar kemur að því að koma í veg fyrir kulnun og sjúklega streitu. Forvarnir eru bóluefni við kulnun að mati sérfræðings í geðlæknum. Streituskólinn opnaði nýverið útibú á Akureyri og á dögunum var haldin fjölsóttur fræðslufundur um einkenni kulnunar og sjúklegrar streitu. Vitundarvakning hefur orðið á undanförnum árum um skaðsemi kulnunar og svo virðist sem að æ fleiri glími við mikla streitu. En hver er skýringin? „Ég held að þetta sé margþætt. Það hefur breyst hvernig við lifum. Við lifum miklu hraðar, við megum engu missa af. Við erum allt líf okkar í símanum, við erum með tölvupósta, grúppurnar á Facebook og já ég held að við gleymum svolítið því sem við þurfum að gera líka, að hvílast á móti, “ segir Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri Streituskólans á Akureyri.Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri Streituskólans á Akureyri.Vísir/TryggviÓlafur Þór Ævarsson geðlæknir hefur undanfarna þrjá áratugi fjallað um streitu og kulnun. Hann segir mikilvægt að líta ekki á vinnustaði sem sökudólga, enda sé yfirleitt meira en bara álag í vinnu sem orsaki kulnun. „Kulnun í starfi er orðanotkun sem við ættum að forðast af því að kulnunin er yfirleitt ekki bara vegna álagsþátta í starfinu. Það er venjulega blanda af álagsþáttum heima fyrir eða utan vinnunnar líka,“ segir Ólafur ÞórForvörnin bóluefnið, hvíldin móteitrið Engu að síður leiki stjórnendur fyrirtækja lykilhlutverk í því að sporna gegn kulnun og mikilli streitu. Þar skipti forvarnir miklu máli.„Forvörnin sem á sér stað út í bæ, út í fyrirtækjunum, hún er hin raunverulega forvörn. Þess vegna eru stjórnendur og mannauðstjórar allt í einu komnir í lykilstöðu til að koma í veg fyrir sjúkdóminn,“ segir Ólafur Þór.Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvörnum og StreituskólanumVísir/Tryggvi PállÁ þessu hafi nágrannalönd Íslands kveikt. „Þar er hnykkt á því í vinnuverndarlögum að stjórnendur séu mjög vel að sér í streitufræðum og fræði sína starfsmenn sem er akkúrat það sem við erum að reyna að gera,“ segir Ólafur Þór. Forvörnin sé lykilatriði í baráttunni gegn kulnun. „Það sem er albesta meðferðin er forvörn og hindra að streitan fari yfir í kulnun, jafnvel í sjúklega streitu. Þannig má segja að bóluefnið við sjúklegri streitu er fræðsla og móteitrið er hvíld.“Hér að neðan má sjá ítarlegt viðtal við Ólaf Þór þar sem hann ræðir streitu og kulnun. Akureyri Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kulnun í starfi vaxandi vandamál Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk fær kulnun í starfi. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem vinna innan félagsþjónustunnar og sögn prófessors og forstöðumanns streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 20:00 Læknar á Íslandi kljást við ofurálag og kulnun Um helmingur lækna hefur hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ný könnun verður kynnt í dag á Læknadögum. Meirihluti finnur fyrir of miklu álagi. Geðlæknir segir upplifun lækna bera merki um ofurálag og jafnvel kulnun. 22. janúar 2019 06:15 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Stjórnendur og mannauðsstjórar fyrirtækja leika lykilhlutverk þegar kemur að því að koma í veg fyrir kulnun og sjúklega streitu. Forvarnir eru bóluefni við kulnun að mati sérfræðings í geðlæknum. Streituskólinn opnaði nýverið útibú á Akureyri og á dögunum var haldin fjölsóttur fræðslufundur um einkenni kulnunar og sjúklegrar streitu. Vitundarvakning hefur orðið á undanförnum árum um skaðsemi kulnunar og svo virðist sem að æ fleiri glími við mikla streitu. En hver er skýringin? „Ég held að þetta sé margþætt. Það hefur breyst hvernig við lifum. Við lifum miklu hraðar, við megum engu missa af. Við erum allt líf okkar í símanum, við erum með tölvupósta, grúppurnar á Facebook og já ég held að við gleymum svolítið því sem við þurfum að gera líka, að hvílast á móti, “ segir Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri Streituskólans á Akureyri.Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri Streituskólans á Akureyri.Vísir/TryggviÓlafur Þór Ævarsson geðlæknir hefur undanfarna þrjá áratugi fjallað um streitu og kulnun. Hann segir mikilvægt að líta ekki á vinnustaði sem sökudólga, enda sé yfirleitt meira en bara álag í vinnu sem orsaki kulnun. „Kulnun í starfi er orðanotkun sem við ættum að forðast af því að kulnunin er yfirleitt ekki bara vegna álagsþátta í starfinu. Það er venjulega blanda af álagsþáttum heima fyrir eða utan vinnunnar líka,“ segir Ólafur ÞórForvörnin bóluefnið, hvíldin móteitrið Engu að síður leiki stjórnendur fyrirtækja lykilhlutverk í því að sporna gegn kulnun og mikilli streitu. Þar skipti forvarnir miklu máli.„Forvörnin sem á sér stað út í bæ, út í fyrirtækjunum, hún er hin raunverulega forvörn. Þess vegna eru stjórnendur og mannauðstjórar allt í einu komnir í lykilstöðu til að koma í veg fyrir sjúkdóminn,“ segir Ólafur Þór.Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvörnum og StreituskólanumVísir/Tryggvi PállÁ þessu hafi nágrannalönd Íslands kveikt. „Þar er hnykkt á því í vinnuverndarlögum að stjórnendur séu mjög vel að sér í streitufræðum og fræði sína starfsmenn sem er akkúrat það sem við erum að reyna að gera,“ segir Ólafur Þór. Forvörnin sé lykilatriði í baráttunni gegn kulnun. „Það sem er albesta meðferðin er forvörn og hindra að streitan fari yfir í kulnun, jafnvel í sjúklega streitu. Þannig má segja að bóluefnið við sjúklegri streitu er fræðsla og móteitrið er hvíld.“Hér að neðan má sjá ítarlegt viðtal við Ólaf Þór þar sem hann ræðir streitu og kulnun.
Akureyri Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kulnun í starfi vaxandi vandamál Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk fær kulnun í starfi. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem vinna innan félagsþjónustunnar og sögn prófessors og forstöðumanns streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 20:00 Læknar á Íslandi kljást við ofurálag og kulnun Um helmingur lækna hefur hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ný könnun verður kynnt í dag á Læknadögum. Meirihluti finnur fyrir of miklu álagi. Geðlæknir segir upplifun lækna bera merki um ofurálag og jafnvel kulnun. 22. janúar 2019 06:15 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Kulnun í starfi vaxandi vandamál Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk fær kulnun í starfi. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem vinna innan félagsþjónustunnar og sögn prófessors og forstöðumanns streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 20:00
Læknar á Íslandi kljást við ofurálag og kulnun Um helmingur lækna hefur hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ný könnun verður kynnt í dag á Læknadögum. Meirihluti finnur fyrir of miklu álagi. Geðlæknir segir upplifun lækna bera merki um ofurálag og jafnvel kulnun. 22. janúar 2019 06:15