Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2019 14:47 Trump segir ekki koma til greina að opinbera skattaskýrslur sínar. AP/Susan Walsh Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna sex ár. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar þingsins hefur sent formlega beiðni til Skattstofu Bandaríkjanna og farið fram á afhendingu gagnanna. Trump sjálfur segist ekki vilja veita þingmönnum aðgang að gögnunum og er útlit að málið fari fyrir dómstóla. Beiðni Demókrata byggir á lögum frá 1924 sem fjalla um að formenn tiltekinna nefnda fulltrúa- og öldungadeildarinnar geti í raun sóst eftir og fengið skattaupplýsingar allra Bandaríkjamanna. Skatturinn hefur frest til 10. apríl til að bregðast við beiðni nefndarinnar. Trump hefur ávallt neitað því að opinbera skattskýrslur sínar, eins og hefð hefur verið fyrir að forsetaframbjóðendur gera. Hann hefur haldið því fram að skatturinn hafi verið að rannsaka hann til margra ára og sagst ekki geta opinberað skattskýrslur sínar á meðan. Samkvæmt reglum Skattstofu Bandaríkjanna eru forsetar og varaforsetar ávallt rannsakaðir. Þar að auki hefur hann, samkvæmt Washington Post, sagt ráðgjöfum sínum að ekki komi til greina að opinbera skattskýrslur hans. Hann muni fara með málið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna ef hann geti og er hann sagður vonast til þess að geta dregið úr opinberun þeirra þar til forsetakosningarnar 2020 eru búnar.Hafa undirbúið slaginn Síðan Demókratar tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeildinni í fyrra hafa þeir verið að undirbúa það að koma höndum yfir skattskýrslur Trump. Það hefur lengi þótt víst að málið muni enda fyrir dómstólum og því hafa Demókratar stigið varlega til jarðar og lagt grunninn að málflutningi þeirra í þeim málaferlum.Sjá einnig: Undirbúa slag um skattskýrslur TrumpElijah Cummings, formaður annarrar eftirlitsnefndar Fulltrúadeildarinnar, sagði í gær að hann ætti von á gögnum frá endurskoðendafyrirtæki sem hefur verið í viðskiptum við Trump. Um er að ræða gögn sem ná yfir tíu ár og sagði Cummings að fyrirtækið hefði beðið um að hann legði fram „vinalega stefnu“ og þá myndi fyrirtækið afhenda gögnin.Hann lagði fram formlega beiðni um gögnin í síðasta mánuði og byggði sú beiðni á vitnisburði Michael Cohen, lögmanni Trump til margra ára. Cohen sagði Trump hafa ítrekað beitt reiknihaldsbrögðum til að draga úr auði sínum svo hann kæmist upp með að greiða lægri skatta en hann ætti í raun að greiða. Repúblikanar og Hvíta húsið hafa fordæmt aðgerðir Demókrata og segja þeim eingöngu ætlað að verða forsetanum til skammar og að um linnulausar árásir sé að ræða. Þeir segja Demókrata vera að misnota þingnefndir og völd þeirra. Demókratar segjast þó tilbúnir í slag um gögnin og þingmenn hafa sagt að Bandaríkjamenn hafa rétt á því að vita hvort að forsetar þeirra séu spilltir. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna sex ár. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar þingsins hefur sent formlega beiðni til Skattstofu Bandaríkjanna og farið fram á afhendingu gagnanna. Trump sjálfur segist ekki vilja veita þingmönnum aðgang að gögnunum og er útlit að málið fari fyrir dómstóla. Beiðni Demókrata byggir á lögum frá 1924 sem fjalla um að formenn tiltekinna nefnda fulltrúa- og öldungadeildarinnar geti í raun sóst eftir og fengið skattaupplýsingar allra Bandaríkjamanna. Skatturinn hefur frest til 10. apríl til að bregðast við beiðni nefndarinnar. Trump hefur ávallt neitað því að opinbera skattskýrslur sínar, eins og hefð hefur verið fyrir að forsetaframbjóðendur gera. Hann hefur haldið því fram að skatturinn hafi verið að rannsaka hann til margra ára og sagst ekki geta opinberað skattskýrslur sínar á meðan. Samkvæmt reglum Skattstofu Bandaríkjanna eru forsetar og varaforsetar ávallt rannsakaðir. Þar að auki hefur hann, samkvæmt Washington Post, sagt ráðgjöfum sínum að ekki komi til greina að opinbera skattskýrslur hans. Hann muni fara með málið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna ef hann geti og er hann sagður vonast til þess að geta dregið úr opinberun þeirra þar til forsetakosningarnar 2020 eru búnar.Hafa undirbúið slaginn Síðan Demókratar tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeildinni í fyrra hafa þeir verið að undirbúa það að koma höndum yfir skattskýrslur Trump. Það hefur lengi þótt víst að málið muni enda fyrir dómstólum og því hafa Demókratar stigið varlega til jarðar og lagt grunninn að málflutningi þeirra í þeim málaferlum.Sjá einnig: Undirbúa slag um skattskýrslur TrumpElijah Cummings, formaður annarrar eftirlitsnefndar Fulltrúadeildarinnar, sagði í gær að hann ætti von á gögnum frá endurskoðendafyrirtæki sem hefur verið í viðskiptum við Trump. Um er að ræða gögn sem ná yfir tíu ár og sagði Cummings að fyrirtækið hefði beðið um að hann legði fram „vinalega stefnu“ og þá myndi fyrirtækið afhenda gögnin.Hann lagði fram formlega beiðni um gögnin í síðasta mánuði og byggði sú beiðni á vitnisburði Michael Cohen, lögmanni Trump til margra ára. Cohen sagði Trump hafa ítrekað beitt reiknihaldsbrögðum til að draga úr auði sínum svo hann kæmist upp með að greiða lægri skatta en hann ætti í raun að greiða. Repúblikanar og Hvíta húsið hafa fordæmt aðgerðir Demókrata og segja þeim eingöngu ætlað að verða forsetanum til skammar og að um linnulausar árásir sé að ræða. Þeir segja Demókrata vera að misnota þingnefndir og völd þeirra. Demókratar segjast þó tilbúnir í slag um gögnin og þingmenn hafa sagt að Bandaríkjamenn hafa rétt á því að vita hvort að forsetar þeirra séu spilltir.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira