Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2019 12:10 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefði viljað ná fram afdráttarlausara samkomulagi um verðtrygginguna en því sem stjórnvöld voru reiðubúin að bjóða. Ragnar Þór tók sér stutt hlé í karphúsinu til að ræða við blaðamann um gang viðræðna. Í húsakynnum ríkissáttasemjara eru samninganefndir sex verkalýðsfélaga og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins í óða önn að ganga frá síðustu formsatriðum kjarasamninga. Þrátt fyrir að Ragnar Þór hafi ekki viljað fara út í nein smáatriði segir hann að með aðkomu stjórnvalda séu skref tekin í átt að því að draga úr vægi verðtryggingarinnar hér á landi en Ragnar Þór segist þó langt því frá vera sáttur með niðurstöðuna því hann hafi viljað ganga mun lengra í þeim efnum. Samningarnir, sem hann bindur von um að verði undirritaðir í dag, séu þó góður grunnur sem hægt verði að byggja á. Verkalýðsfélögin ætli sér að fylgja þessu máli fast á eftir. Ragnar Þór segir að ekki sé hægt að fá allt sem maður vilji í kjaraviðræðum en bætir við að hann myndi aldrei skrifa undir samning sem ekki gæfi fyrirheit um framhald málsins.Heimildir Kjarnans herma að ýmsar takmarkanir á vægi verðtryggðra lána séu á meðal aðgerða stjórnvalda. Þannig verði horft til þess að verðtryggð jafngreiðslulán verði óheimil frá byrjun árs 2020 til lengri tíma en 25 ára. Daginn sem flugfélagið WOW air varð gjaldþrota sagði Ragnar Þór að verkalýðshreyfingin þyrfti að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum því hann myndi ekki geta sætt sig við að heimilin í landinu tækju skellinn líkt og gerðist eftir efnahagshrunið árið 2008. Nauðsynlegt yrði að stjórnvöld settu þak á verðtrygginguna til að koma í veg fyrir mögulegt áfall fyrir heimilin. Kjaramál Tengdar fréttir Ræða verðtryggingu, vexti og skatta Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. 2. apríl 2019 15:56 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefði viljað ná fram afdráttarlausara samkomulagi um verðtrygginguna en því sem stjórnvöld voru reiðubúin að bjóða. Ragnar Þór tók sér stutt hlé í karphúsinu til að ræða við blaðamann um gang viðræðna. Í húsakynnum ríkissáttasemjara eru samninganefndir sex verkalýðsfélaga og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins í óða önn að ganga frá síðustu formsatriðum kjarasamninga. Þrátt fyrir að Ragnar Þór hafi ekki viljað fara út í nein smáatriði segir hann að með aðkomu stjórnvalda séu skref tekin í átt að því að draga úr vægi verðtryggingarinnar hér á landi en Ragnar Þór segist þó langt því frá vera sáttur með niðurstöðuna því hann hafi viljað ganga mun lengra í þeim efnum. Samningarnir, sem hann bindur von um að verði undirritaðir í dag, séu þó góður grunnur sem hægt verði að byggja á. Verkalýðsfélögin ætli sér að fylgja þessu máli fast á eftir. Ragnar Þór segir að ekki sé hægt að fá allt sem maður vilji í kjaraviðræðum en bætir við að hann myndi aldrei skrifa undir samning sem ekki gæfi fyrirheit um framhald málsins.Heimildir Kjarnans herma að ýmsar takmarkanir á vægi verðtryggðra lána séu á meðal aðgerða stjórnvalda. Þannig verði horft til þess að verðtryggð jafngreiðslulán verði óheimil frá byrjun árs 2020 til lengri tíma en 25 ára. Daginn sem flugfélagið WOW air varð gjaldþrota sagði Ragnar Þór að verkalýðshreyfingin þyrfti að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum því hann myndi ekki geta sætt sig við að heimilin í landinu tækju skellinn líkt og gerðist eftir efnahagshrunið árið 2008. Nauðsynlegt yrði að stjórnvöld settu þak á verðtrygginguna til að koma í veg fyrir mögulegt áfall fyrir heimilin.
Kjaramál Tengdar fréttir Ræða verðtryggingu, vexti og skatta Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. 2. apríl 2019 15:56 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Ræða verðtryggingu, vexti og skatta Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. 2. apríl 2019 15:56
Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05
Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33