Sóltún öldrunarþjónusta tekur við rekstri Sólvangs Helgi Vífill Júlíusson skrifar 3. apríl 2019 06:00 Vonir standa til að nýtt húsnæði á Sólvangi verði tilbúið í júní. Sóltún öldrunarþjónusta hefur tekið við rekstri hjúkrunarheimilisins Sólvangs í Hafnarfirði í kjölfar útboðs Ríkiskaupa fyrir hönd Sjúkratrygginga Íslands á síðasta ári. Fyrirtækið er í eigu Íslenskrar fjárfestingar sem aftur er í eigu Arnar Þórissonar og Þóris Kjartanssonar. „Hugmyndafræði Sóltúns hefur umhyggju fyrir einstaklingnum í fyrirrúmi, þar sem sjálfræði hans er virt í allri umönnun. Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers íbúa er ráðandi um leið og öryggiskennd sem hlýst af sambýli og sólarhringshjúkrunarþjónustu er náð,“ segir Halla Thoroddsen, nýr framkvæmdastjóri Sólvangs, í tilkynningu. Nýtt húsnæði á Sólvangi átti að afhendast í ársbyrjun en seinkun hefur orðið á afhendingu frá verktakanum. Vonir standa til að húsnæðið verði tilbúið í júní. Þá munu 59 íbúar Sólvangs flytjast yfir og eitt rými í viðbót bætist við. Áætlað er að fara í endurbætur á eldra húsnæðinu sem byggt var 1953 og eftir endurbætur verða þar 30 rými. Einnig mun Sóltún öldrunarþjónusta sjá um rekstur 14 rýma í dagdvöl á Sólvangi. Sóltún öldrunarþjónusta rekur einnig Sóltún Heima sem býður upp á heimaþjónustu, heimahjúkrun og heilsueflingu fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu sem miðar að því að efla og styðja aldraða í sjálfstæðri búsetu. „Með Sólvangi getur félagið boðið upp á samfellu í þjónustu við aldraða á höfuðborgarsvæðinu og létt undir með fjölskyldum á heimili þeirra á meðan beðið er eftir hjúkrunarrými,“ segir Halla. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kristján skipaður forstjóri Sólvangs Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað Kristján Sigurðsson forstjóra hjúkrunarheimilisins Sólvangs til fimm ára. 1. febrúar 2017 17:27 Framkvæmdasjóður aldraðra: Hæstu framlögin til Sólvangs og uppbyggingar við Sléttuveg Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað 495 milljónum króna úr Framkvæmdajóði aldraðra til uppbyggingar í öldrunarþjónustu. 30. janúar 2019 11:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sóltún öldrunarþjónusta hefur tekið við rekstri hjúkrunarheimilisins Sólvangs í Hafnarfirði í kjölfar útboðs Ríkiskaupa fyrir hönd Sjúkratrygginga Íslands á síðasta ári. Fyrirtækið er í eigu Íslenskrar fjárfestingar sem aftur er í eigu Arnar Þórissonar og Þóris Kjartanssonar. „Hugmyndafræði Sóltúns hefur umhyggju fyrir einstaklingnum í fyrirrúmi, þar sem sjálfræði hans er virt í allri umönnun. Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers íbúa er ráðandi um leið og öryggiskennd sem hlýst af sambýli og sólarhringshjúkrunarþjónustu er náð,“ segir Halla Thoroddsen, nýr framkvæmdastjóri Sólvangs, í tilkynningu. Nýtt húsnæði á Sólvangi átti að afhendast í ársbyrjun en seinkun hefur orðið á afhendingu frá verktakanum. Vonir standa til að húsnæðið verði tilbúið í júní. Þá munu 59 íbúar Sólvangs flytjast yfir og eitt rými í viðbót bætist við. Áætlað er að fara í endurbætur á eldra húsnæðinu sem byggt var 1953 og eftir endurbætur verða þar 30 rými. Einnig mun Sóltún öldrunarþjónusta sjá um rekstur 14 rýma í dagdvöl á Sólvangi. Sóltún öldrunarþjónusta rekur einnig Sóltún Heima sem býður upp á heimaþjónustu, heimahjúkrun og heilsueflingu fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu sem miðar að því að efla og styðja aldraða í sjálfstæðri búsetu. „Með Sólvangi getur félagið boðið upp á samfellu í þjónustu við aldraða á höfuðborgarsvæðinu og létt undir með fjölskyldum á heimili þeirra á meðan beðið er eftir hjúkrunarrými,“ segir Halla.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kristján skipaður forstjóri Sólvangs Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað Kristján Sigurðsson forstjóra hjúkrunarheimilisins Sólvangs til fimm ára. 1. febrúar 2017 17:27 Framkvæmdasjóður aldraðra: Hæstu framlögin til Sólvangs og uppbyggingar við Sléttuveg Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað 495 milljónum króna úr Framkvæmdajóði aldraðra til uppbyggingar í öldrunarþjónustu. 30. janúar 2019 11:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Kristján skipaður forstjóri Sólvangs Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað Kristján Sigurðsson forstjóra hjúkrunarheimilisins Sólvangs til fimm ára. 1. febrúar 2017 17:27
Framkvæmdasjóður aldraðra: Hæstu framlögin til Sólvangs og uppbyggingar við Sléttuveg Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað 495 milljónum króna úr Framkvæmdajóði aldraðra til uppbyggingar í öldrunarþjónustu. 30. janúar 2019 11:37