Leikjaspilarar fái sína deild í íþróttafélögum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. apríl 2019 06:00 Fortnite-spilarar í Las Vegas spila saman í góðum hópi. Fortnite-deild KR gæti orðið til verði hugmyndinni hrint í framkvæmd. NordicPhotos/GETTY „Mörg börn og unglingar hafa verið föst í viðjum tölvufíknar. Þau eru jafnvel farin að eiga engin persónuleg samskipti við aðra en sína nánustu. Ef litið er á tölvuleikjaspilun sem hverja aðra íþrótt, mætti ætla að það gæti hjálpað þessum einstaklingum,“ sagði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á fundi borgarstjórnar í gær þegar borgarstjórn ræddi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um rafíþróttir. Tillagan gerir ráð fyrir að borgin styðji íþróttafélögin í Reykjavík við að koma á fót rafíþróttadeildum innan félaganna. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að iðkendur geti nýtt sér frístundakort Reykjavíkur við iðkun rafíþrótta í samræmi við reglur um frístundakortið. Við umræðu um málið á fundi borgarstjórnar í gær sagði Katrín að með tilkomu rafíþróttadeilda gætu börn mætt til æfinga og hitt aðra krakka í stað þess að loka sig af heima hjá sér. Þau myndu æfa sig í að verða betri spilarar undir handleiðslu þjálfara og þannig myndu þau örvast félagslega, bæta sig í leiknum og eignast vini með svipuð áhugamál.Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Katrín fór yfir nokkrar sögulegar staðreyndir um rafíþróttir og rifjaði upp fyrsta stórmót rafíþrótta; heimsmeistaramótið í Space Invaders sem haldið var árið 1980 í Bandaríkjunum þar sem 10 þúsund manns tóku þátt. Á undanförnum árum hafi rafíþróttir laðað að sér mikið af fjárfestum, einnig hér á landi. Verðlaunafé á heimsmeistaramótum eru heldur engar smáupphæðir; 2,6 milljarðar króna hafi farið í verðlaun á Dota 2 International mótinu og nú hafi Epic Games, framleiðandi Fortnite tilkynnt að verðlaunafé heimsmeistaramóts leiksins 2019 verði 50 milljónir dollara eða um 6 milljarðar króna. Katrín fór einnig yfir rafíþróttir sem sjónvarpsviðburði og benti á að árið 2018 horfðu yfir 200 milljón manns á úrslit heimsmeistaramótsins í League of Legends 2018. Það er töluvert fleiri en horfðu á Ofurskálina. Formenn þriggja íþróttafélaga í Reykjavík hafa lýst stuðningi við tillöguna í yfirlýsingu. Þar er vísað til forvarnargildis íþróttastarfs og jákvæðra áhrifa þess á félagsfærni barna. „Við undirritaðir viljum styðja þessa tillögu og teljum að þetta geti bæði aukið fjölbreytni íþróttastarfs, en einnig leitt til að börn og ungmenni, sem ekki taka þátt í starfi íþróttafélaga sjái tækifæri til að sinna sínum hugðarefnum innan þeirra raða. Undir stuðningsyfirlýsinguna rita formenn Víkings, KR og Fjölnis. Tillögunni var mjög vel tekið hjá borgarfulltrúum og eftir umræðu í borgarstjórn var málinu vísað til menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar til nánari útfærslu. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
„Mörg börn og unglingar hafa verið föst í viðjum tölvufíknar. Þau eru jafnvel farin að eiga engin persónuleg samskipti við aðra en sína nánustu. Ef litið er á tölvuleikjaspilun sem hverja aðra íþrótt, mætti ætla að það gæti hjálpað þessum einstaklingum,“ sagði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á fundi borgarstjórnar í gær þegar borgarstjórn ræddi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um rafíþróttir. Tillagan gerir ráð fyrir að borgin styðji íþróttafélögin í Reykjavík við að koma á fót rafíþróttadeildum innan félaganna. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að iðkendur geti nýtt sér frístundakort Reykjavíkur við iðkun rafíþrótta í samræmi við reglur um frístundakortið. Við umræðu um málið á fundi borgarstjórnar í gær sagði Katrín að með tilkomu rafíþróttadeilda gætu börn mætt til æfinga og hitt aðra krakka í stað þess að loka sig af heima hjá sér. Þau myndu æfa sig í að verða betri spilarar undir handleiðslu þjálfara og þannig myndu þau örvast félagslega, bæta sig í leiknum og eignast vini með svipuð áhugamál.Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Katrín fór yfir nokkrar sögulegar staðreyndir um rafíþróttir og rifjaði upp fyrsta stórmót rafíþrótta; heimsmeistaramótið í Space Invaders sem haldið var árið 1980 í Bandaríkjunum þar sem 10 þúsund manns tóku þátt. Á undanförnum árum hafi rafíþróttir laðað að sér mikið af fjárfestum, einnig hér á landi. Verðlaunafé á heimsmeistaramótum eru heldur engar smáupphæðir; 2,6 milljarðar króna hafi farið í verðlaun á Dota 2 International mótinu og nú hafi Epic Games, framleiðandi Fortnite tilkynnt að verðlaunafé heimsmeistaramóts leiksins 2019 verði 50 milljónir dollara eða um 6 milljarðar króna. Katrín fór einnig yfir rafíþróttir sem sjónvarpsviðburði og benti á að árið 2018 horfðu yfir 200 milljón manns á úrslit heimsmeistaramótsins í League of Legends 2018. Það er töluvert fleiri en horfðu á Ofurskálina. Formenn þriggja íþróttafélaga í Reykjavík hafa lýst stuðningi við tillöguna í yfirlýsingu. Þar er vísað til forvarnargildis íþróttastarfs og jákvæðra áhrifa þess á félagsfærni barna. „Við undirritaðir viljum styðja þessa tillögu og teljum að þetta geti bæði aukið fjölbreytni íþróttastarfs, en einnig leitt til að börn og ungmenni, sem ekki taka þátt í starfi íþróttafélaga sjái tækifæri til að sinna sínum hugðarefnum innan þeirra raða. Undir stuðningsyfirlýsinguna rita formenn Víkings, KR og Fjölnis. Tillögunni var mjög vel tekið hjá borgarfulltrúum og eftir umræðu í borgarstjórn var málinu vísað til menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar til nánari útfærslu.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira